Tenglar

Hjá Lyfju í Búðardal verður ekki opnað kl. 10 eins og venjulega núna á föstudaginn, 28. febrúar, heldur kl. 13. Óviðráðanlegar ástæður valda þessu og beðist er velvirðingar.

...
Meira
Kort: lmi.is.
Kort: lmi.is.

Íslandsstofa og Markaðsstofa Vestfjarða boða til samtals aðila í ferðaþjónustu og tengdra hagsmunaaðila á fundum á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þar er ætlunin að ræða möguleika á því að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu. Spurt verður spurninga á borð við þessar: Hvaða árangri viljum við ná í ferðaþjónustunni í framtíðinni og hvað er árangur í okkar huga? Hvernig getum við unnið betur saman og nýtt okkur þá markaðssetningu sem fer fram? Á Hólmavík verður fundurinn á Café Riis kl. 9-12 á morgun, miðvikudag, en hinir eru á Tálknafirði og Ísafirði.

...
Meira
Íslensk vatnsdeigsbolla með rjóma, sultu og súkkulaði (Wikipedia).
Íslensk vatnsdeigsbolla með rjóma, sultu og súkkulaði (Wikipedia).

Þrenningin árvissa, bolludagur, sprengidagur og öskudagur, er að þessu sinni dagana 3.-5. mars (mánudag, þriðjudag og miðvikudag). Eins og undanfarin ár hyggst Eyvi í Hólakaupum fara suður í Borgarnes og sækja bollur. Fólk sem vill panta bollur eða hefur einhverjar séróskir varðandi þær ætti að hafa samband við Eyva með góðum fyrirvara. Hann reiknar með að fara suður jafnvel snemma á sunnudeginum.

...
Meira
Kristný og Valgeir með Hilmar Óla.
Kristný og Valgeir með Hilmar Óla.

Sambýlisfólkið Valgeir Þór Ólason matreiðslumeistari og Kristný María Hilmarsdóttir keypti fyrir nokkru verslunar- og veitingastaðinn gamalkunna Skriðuland í Saurbæ. Kristný á náin tengsl við þessar slóðir, afi hennar og amma eru hjónin Kristinn Jónsson og Þórunn Hilmarsdóttir búendur á Skarði á Skarðsströnd, systir hennar og mágur búa á Skarðsá þar rétt hjá og sjálf átti hún heima í Skuld í Saurbæ í nokkur ár. Hún er tvítug að aldri en Valgeir þrítugur og kemur af höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur unnið í fagi sínu á Lækjarbrekku og Vox á Nordica Hotel (nú Hilton Reykjavík Nordica). Sonur þeirra er Hilmar Óli Valgeirsson, sem varð tveggja ára snemma í vetur.

...
Meira

Náttúrustofa Vestfjarða er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni (EVEHD - Engaging Volunteers in European Heritage Discovery) þar sem aðilar hafa sameiginlegan áhuga á því að virkja sjálfboðaliða í sögutengdum rannsóknum eða fornleifafræði: Uppgrefti, verndun minja og endurbyggingu eða endurreisn heilagra og blessaðra brunna. Verkefnið er samstarfsverkefni sex Evrópulanda: Íslands, Þýskalands, Slóvakíu, Tyrklands, Rúmeníu og Englands.

...
Meira
Sigurjón Árni og Samúel Ingi.
Sigurjón Árni og Samúel Ingi.

Félagarnir Samúel Ingi Björnsson og Sigurjón Árni Torfason á Reykhólum verða með tombólu við Hólakaup frá kl. 13 á morgun, sunnudag. Ágóðinn fer í sjóð til að fjármagna kaup á vatnsrennibraut við Grettislaug.

...
Meira

Auglýsingastofan Jónsson & Le'macks hlaut Lúðurinn í flokknum Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis fyrir hugmynda- og hönnunarvinnu sína fyrir Norðursalt á Reykhólum. Lúðurinn, hin árlega afhending Íslensku markaðsverðlaunanna, fór fram í Hörpu í Reykjavík í gærkvöldi, á ÍMARK-deginum. Einnig var fyrirtækið tilnefnt í flokki veggspjalda og skilta fyrir auglýsingar sem birtar voru á strætóskýlum í höfuðborginni.

...
Meira

Í tengslum við Bókahátíðina á Flateyri, sem haldin verður 20.-22. mars, hafa hátíðarhaldarar ákveðið að blása til ljóðasamkeppni meðal grunnskólanema á Vestfjörðum. Ekkert ákveðið þema er í keppninni og mega því hin ungu vestfirsku skáld yrkja um hvað sem andinn blæs þeim í brjóst. Dómnefnd mun svo velja þrjú bestu ljóðin sem send verða inn og fá höfundar þeirra afhent vegleg verðlaun í Fiskiveislu ArcticFish á Bókahátíðinni. Þá er einnig stefnt að því að gefa út litla ljóðabók með völdum ljóðum úr samkeppninni ef þátttaka verður góð.

...
Meira
22. febrúar 2014

Konudagsblóm á Reykhólum

Starfsmannafélag Barmahlíðar er með blómasölu að Hellisbraut 42 á Reykhólum í dag, laugardag, vegna konudagsins á morgun.

...
Meira
Jóna Valgerður í Mýrartungu II, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður í Mýrartungu II, formaður Landssambands eldri borgara.

Finnst ykkur, góðir félagar, það vera metið að verðleikum allt það starf sem félög eldri borgara eru að leggja fram til að halda uppi félagslegri starfsemi? Þar er vissulega mikil sjálfboðavinna á ferð. Það starf er vafalaust stór þáttur í því að rjúfa félagslega einangrun, sem oft sækir að á efri árum. Væri það starf ekki jafn mikið og raun ber vitni væri andleg heilsa eldri borgara miklu verri en hún er og það hefur áhrif á líkamlega heilsu, sem svo aftur bitnar á heilbrigðis- eða félagslega kerfinu. Nýleg rannsókn á heilsufari eldri borgara sýnir að þeir sem eru félagslega virkir búa við betri heilsu en aðrir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31