Tenglar

Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
1 af 12

Rétt tæplega 200 manns sátu þorrablótið í íþróttahúsinu á Reykhólum í gærkvöldi, átu þorramat sem Lionsfólk tilreiddi og framreiddi og fylgdust með margháttuðum skemmtiatriðum blótsnefndarinnar. Síðan var dansað fram til klukkan þrjú. Fjöldi mynda sem Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi tók er kominn inn á vefinn (Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur í valmyndinni vinstra megin). Nokkur sýnishorn fylgja hér.

...
Meira
26. janúar 2014

Hringur í óskilum

Hringurinn á myndinni fannst á þorrablótinu á Reykhólum í gærkvöldi. Eigandinn getur vitjað hans hjá Steinunni Rasmus, s. 434 7794 og 845 5751.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Því hefur verið haldið fram síðustu ár, að greiðslur af lánum myndu lækka stórlega bara ef verðtryggingin yrði afnumin og eingöngu stuðst við óverðtryggða vexti. Eftir verðbólguna sem varð 2008 með tilheyrandi hækkun skulda hefur verðtryggingin verið stóra málið. Fjölmargir hafa lagt trúnað á þessar fullyrðingar og hafa staðið í þeirri trú að að afnám verðtryggingarinnar væri það sama og umtalsverð kjarabót.“ Þannig hefst pistill sem Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður Vestfirðinga og síðar Norðvesturkjördæmis sendi vefnum undir fyrirsögninni hér að ofan. Síðar í pistlinum segir hann:

...
Meira
Vörubifreið Flateyinga við Kaupfélagshúsið. Ein ótal mynda á vef Framfarafélags Flateyjar.
Vörubifreið Flateyinga við Kaupfélagshúsið. Ein ótal mynda á vef Framfarafélags Flateyjar.

Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flatey fjallar um skáldsysturnar breiðfirsku, Ólínu og Herdísi Andrésdætur, á vef Framfarafélags Flateyjar. Hann getur þar einnig um náinn skyldleika þeirra við skáldkonuna Theodóru Thoroddsen, listamanninn fjölhæfa Mugg (Guðmund Thorsteinsson) og þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði, og segir svo: Það má því sannarlega segja að þær eru vel ætttengdar við mörg góð skáld og listamenn sem í Flatey hafa dvalið. Síðan varpar Gunnar fram hugmyndum um nokkuð sem honum finnst sárlega vanta: Menningarfélag Flateyjar.

...
Meira
Stjórn og varastjórn Félags eldri borgara: Guðrún, Guðbrandur, Víví, Björk, Þrúður og Jóna Valgerður. Halldór vantar á myndina.
Stjórn og varastjórn Félags eldri borgara: Guðrún, Guðbrandur, Víví, Björk, Þrúður og Jóna Valgerður. Halldór vantar á myndina.

„Okkur vantar fleiri virka félaga ef félagið á að starfa áfram af sama krafti,“ segir í tilkynningu frá stjórn Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Félagið er opið 60 ára og eldri og líka mökum þó að þeir séu yngri. „Þið sem eruð hress og ung í anda, komið endilega til liðs við okkur til að efla það góða starf sem er í félaginu. Það væri gaman að fá ykkur með.“ Ýmis fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá fjölda verslana og á margs konar þjónustu um land allt, afsláttur á bensíni og fleira. Algengt er að afslátturinn sé 10-20% en hann getur verið bæði minni og meiri en það.

...
Meira
Frá Kollabúðum í Þorskafirði. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Frá Kollabúðum í Þorskafirði. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.

Fyrsti viðburðurinn hjá Barðstrendingafélaginu á þessu ári er þorraþema á opnu húsi núna á mánudagskvöld (27. janúar) kl. 20-22. Til reiðu verður smakk á þorramat og eitthvað verður til skemmtunar. Staðurinn er Konnakot, bækistöð félagsins á annarri hæð að Hverfisgötu 105 í Reykjavík.

...
Meira
Steinunn, Andrea, Sandra, Katla, Ásta. Af Facebook-síðu blótsins.
Steinunn, Andrea, Sandra, Katla, Ásta. Af Facebook-síðu blótsins.

Að einhverju leyti verða fetaðar nýjar leiðir í skemmtidagskránni á þorrablótinu á Reykhólum þetta árið og verður ekki greint frá þeim hér fyrirfram. Annars eru þar að venju leikþættir og gamanmál af ýmsu tagi. Rosaleg vinna en óskaplega skemmtilegt, segir fólk í blótsnefnd um undirbúninginn, við erum líklega með nokkuð svipaðan húmor. Blótið verður annað kvöld, laugardagskvöld, og haldið að venju í íþróttahúsinu á Reykhólum. Húsið verður opnað kl. 19.30 en borðhaldið hefst kl. 20.30 stundvíslega. Miðasala hefur verið nokkuð góð þó að ólíklegt sé að aðsóknarmetið í fyrra verði slegið.

...
Meira

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi áformar að bjóða upp á þrjú námskeið núna á vorönninni. Þátttaka þarf að liggja fyrir áður en hafin er vinna við skipulagningu og þarf að láta Þrúði Kristjánsdóttur formann eða Víví Kristóbertsdóttur varaformann vita fyrir 11. febrúar. Námskeiðin verða niðurgreidd fyrir félagsfólk. Þau verða ekki haldin nema a.m.k. 10 þátttakendur fáist á hvert þeirra. Námskeiðin eru þessi:

...
Meira
Kátur hópur á bingói í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í fyrravetur.
Kátur hópur á bingói í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í fyrravetur.

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi (FEBDOR) starfar með svipuðum hætti og undanfarin ár. Gönguhópurinn gengur alla mánudaga og föstudaga og hittist fyrir göngu við Samkaup í Búðardal kl. 10.30. Kaffisopi á Dvalarheimilinu Silfurtúni að göngu lokinni. Þriðjudagskaffisopinn er á sínum stað í Silfurtúni kl. 10.30 í boði heimilisins. Frítt í sund á Laugum á þriðjudögum, lagt af stað frá Leifsbúð kl. 15.15. Tækjasalur Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) er opinn fyrir félaga kl. 11.15-12.45 á miðvikudögum. Kórinn æfir kl. 17 á mánudögum í Tónlistarskólanum. Samvera verður á fimmtudögum til vors kl. 13.30-16 í Búðardal og Reykhólahreppi sem hér segir:

...
Meira

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi minnir á námskeið í fjarnámi fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína og nefnist Máttur kvenna. Þetta er 11 vikna námskeið sem hefst með vinnuhelgi í Háskólanum á Bifröst 7.-8. febrúar en kennslan fer síðan fram í fjarnámi. Þátttakendur geta hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Náminu lýkur með vinnuhelgi og formlegri útskrift. Engar forkröfur eru gerðar um grunnmenntun.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31