Ferðin með langa nafnið
„Bolli og Eiríkur smiður [formaður og varaformaður Bjsv. Heimamanna í Reykhólahreppi] voru að prófa vélsleðana eftir viðgerðir og ég fékk að fljóta með á fjórhjólinu,“ segir Eyvindur Magnússon, einn félaganna í björgunarsveitinni. „Til að réttlæta þessa ferð var hún látin heita Það-verður-að-fara-að-athuga-með-hvort-þurfi-að-moka-frá-sæluhúsinu-ferðin. Á meðan þeir fóru með sleðanna á kerrum í Kollabúðir ók ég bara beint úr bílskúr og lagði af stað klukkan 14.20. Þegar ég kem inn í Þorskafjarðarbotn, þá bíða þeir mín neðst í neðri Töglunum og síðan sá ég þá ekki fyrr en í sæluhús var komið“, segir Eyvi.
...Meira