Tenglar

22. janúar 2014

Ferðin með langa nafnið

Brynjólfur Víðir Smárason, öllu betur þekktur sem Bolli (frb. Bol-li), og Eiríkur Kristjánsson við sæluhúsið.
Brynjólfur Víðir Smárason, öllu betur þekktur sem Bolli (frb. Bol-li), og Eiríkur Kristjánsson við sæluhúsið.
1 af 8

„Bolli og Eiríkur smiður [formaður og varaformaður Bjsv. Heimamanna í Reykhólahreppi] voru að prófa vélsleðana eftir viðgerðir og ég fékk að fljóta með á fjórhjólinu,“ segir Eyvindur Magnússon, einn félaganna í björgunarsveitinni. „Til að réttlæta þessa ferð var hún látin heita Það-verður-að-fara-að-athuga-með-hvort-þurfi-að-moka-frá-sæluhúsinu-ferðin. Á meðan þeir fóru með sleðanna á kerrum í Kollabúðir ók ég bara beint úr bílskúr og lagði af stað klukkan 14.20. Þegar ég kem inn í Þorskafjarðarbotn, þá bíða þeir mín neðst í neðri Töglunum og síðan sá ég þá ekki fyrr en í sæluhús var komið“, segir Eyvi.

...
Meira
Félagsheimilið Tjarnarlundur og Staðarhólskirkja í Saurbæ.
Félagsheimilið Tjarnarlundur og Staðarhólskirkja í Saurbæ.

52. þorrablót Umf. Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 1. febrúar. Tilvalið fyrir þá sem komast ekki á blótið á Reykhólum núna á laugardaginn eða vilja einfaldega fara á fleiri en eitt. Um matinn sér Siggi Finnur frá Hólum en hljómsveitin Hlynur Ben og Gleðisprengjan annast fjörið á dansgólfinu.

...
Meira
Aðalsteinn Óskarsson. Ljósm. bb.is.
Aðalsteinn Óskarsson. Ljósm. bb.is.

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir niðurstöðu fjárlaga ársins 2014 vonbrigði, sem og þann samdrátt sem er staðreynd í stuðningsumhverfi nýsköpunar, byggðaþróunar og menningar. Þetta kom fram á fundi stjórnar sambandsins fyrir stuttu. Aðalsteinn segir að áætla megi að bein áhrif á Vestfjörðum séu um 70 milljónir króna á þessu ári, sem komi til viðbótar ríflega 35 milljóna króna missi verkefnafjár sem áætlað var að kæmi með IPA-verkefnastuðningi.

...
Meira
Fólki virðist ekki leiðast mikið að starfa í þorrablótsnefndinni (Facebook).
Fólki virðist ekki leiðast mikið að starfa í þorrablótsnefndinni (Facebook).

Síðasti skráningardagur á þorrablótið í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld áður en verðið hækkar er á morgun, miðvikudag. Ekki síst vegna matarins er mjög æskilegt að miðar séu pantaðir sem fyrst. Verðið er það sama og í fyrra eða kr. 5.500 í forsölunni og kr. 6.000 eftir það. Aldurstakmark er 18 ár. Dansleikurinn þar sem hljómsveitin Span leikur fyrir dansi hefst kl. 23. Miðaverð ef eingöngu er farið á dansleikinn er kr. 2.500. Þar verður hægt að panta borð á fimmtudag. Störfin hjá þorrablótsnefndinni ganga vel og stífar æfingar framundan.

...
Meira

Áréttað skal vegna nýrrar búfjársamþykktar fyrir Reykhólahrepp, að þeir sem eiga eða hafa í umsjá sinni búfé utan lögbýlaskulu tilkynna það til sveitarstjórnar. Frestur til þess er tveir mánuðir frá gildistöku samþykktarinnar eða til 10. febrúar. Þeir sem uppfylla að öðru leyti skilyrði samþykktarinnar fá að halda þeim gripafjölda sem þeir þegar hafa.

...
Meira
Þeir fiska sem róa.
Þeir fiska sem róa.
1 af 3

Árni Snæbjörnsson frá Stað í Reykhólasveit hefur í áranna rás gaukað hinu og þessu að vef Reykhólahrepps. „Var að taka til í gömlum pappírum og fann meðfylgjandi myndir,“ segir hann. Myndina af Reyni Bergsveinssyni frá Gufudal birti Árni á sínum tíma í Bændablaðinu ásamt texta frá Reyni sem er á bakhlið hennar. Myndina af Eysteini í Skáleyjum tók Jónas heitinn Jónsson fyrrv. búnaðarmálastjóri um borð í Skáleyjabátnum Kára á leið frá Staðarhöfn 30. júlí 1998. Hún birtist á sínum tíma í riti Æðarræktarfélags Íslands, Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi, sem Jónas ritstýrði.

...
Meira

Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða fór til viðgerða á Súðavíkurlínu um leið og færi gafst eftir ofstopann í veðrinu um daginn. Hérna á þessu myndskeiði á Facebook má sjá þær aðstæður sem bíða línumanna á vestfirskum fjöllum yfir vetrartímann og jafnframt hina miklu fegurð á fjalllendi Vestfjarða á stilltum vetrardögum.

...
Meira

Hittingar Handverksfélagsins Össu í Vogalandi í Króksfjarðarnesi eru að byrja á ný. Sá fyrsti í þessari lotu verður kl. 20 núna á miðvikudagskvöld, 22. janúar, og síðan verða þeir á þeim tíma annað hvert miðvikudagskvöld eða 5. og 19. febrúar, 5. og 19. mars og 2. apríl.

...
Meira
Kanínuhald er óheimilt utan lögbýla án leyfis sveitarstjórnar.
Kanínuhald er óheimilt utan lögbýla án leyfis sveitarstjórnar.

Komið er hér inn á vefinn umsóknareyðublað vegna búfjárhalds í Reykhólahreppi samkvæmt nýrri samþykkt um þau mál. Hlutverk hennar er að tryggja skipulag, stjórnun og eftirlit með búfjárhaldi í lögsagnarumdæmi Reykhólahrepps. Með búfjárhaldi er í samþykktinni er átt við nautgripa-, hrossa-, sauðfjár-, svína-, kanínu-, loðdýra-, geita- og alifuglahald. Búfjárhald utan lögbýla er óheimilt án leyfis sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

...
Meira
Arnþór Sigurðsson.
Arnþór Sigurðsson.

Arnþór Sigurðsson, sem tengdur er Reykhólum á ýmsa vegu, er að skrifa barna- og unglingabók sem hann gefur út á netinu og nefnist Leiðangurinn frá Norðurey. Útgáfan er nokkuð óvenjuleg því að bókin er gefin út í áskrift og í hverjum mánuði eru birtir tveir nýir kaflar. „Sagan er nú ekki Reykhólasaga en hún hefst engu að síður á Vestfjörðum,“ segir Arnþór. „Það er hægt að lesa sér til um hana á vefnum sem ég opnaði núna um áramótin.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31