Tenglar

Jón Þórðarson á Sindra, á Þorskafirðinum.
Jón Þórðarson á Sindra, á Þorskafirðinum.
1 af 2

Við úthlutun úr Formninjasjóði þann 25. mars 2021, var FÁBBR veittur styrkur, að upphæð 2.000.000 kr. til vihalds og endurbóta á bátnum Sindra.

 

Ráðgert er að vinna að viðgerðinni í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum  sumarið 2021 og mun Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari, formaður FÁBBR, stýra framkvæmd hennar.

 

Sindri var smíðaður árið 1936 af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi. Á þessum tíma var tvíbýli á Stað en síðar(1949) byggði Jón nýbýlið Árbæ.

 

Sindri er smíðaður úr eik og furu og skráður 2,5 brl. Var upphaflega með 5 ha Skandia vél, árið 1946 var sett í bátinn 8 ha. Skandia vél, 1983 var sett í bátinn 8 ha Sabb vél og 1995 10 ha Sabb vél sem er í bátnum í dag.

 

Sindri var notaður af Staðar og Árbæjar bændum í áratugi við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki. 

 

 

1 af 2

 Krakkarnir í nemendafélagi Reykhólaskóla eru á næstunni að fara í söluferð með hefðbundnu vörurnar. Einnig er á boðstólum sjávarfang frá Norðanfiski. En þar sem það er stutt í páska, þá auglýsum við vörurnar frá Norðanfiski á netinu og þá sérstaklega hugsað fyrir sveitungana.

 

En sjálfsagt er að fá vörurnar út fyrir sveitarfélagið ef það eru einhver tengsl við einhvern sem getur tekið við vörunum og komið þeim til skila (við verðum ekki með sendingar út um allt land)

 

 Miðað er við að pantanir hafi borist í fyrir miðnætti á sunnudag 28. mars, þá getum við komið þeim til skila fyrir páska.

 

Tekið er við pöntunum í netfanginu asta@reykholaskoli.is   

 

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
1 af 2

Jóhanna Ösp Einarsdóttir er tekin við formennsku Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hún tekur við af Hafdísi Gunnarsdóttur á Ísafirði.

 

Á síðasta Fjórðungsþingi fengu þær báðar tilnefningu til formennsku og varð að samkomulagi að þær skiptu kjörtímabilinu á milli sín.

 

Aðrir í stjórn FV, auk Jóhönnu og Hafdísar, eru Þórir Guðmundsson Ísafjarðarbæ, Kristján Jón Guðmundsson Bolungarvík og Iða Marsibil Jónsdóttir Vesturbyggð.

 

Áður auglýst guðsþjónusta á pálmasunnudag 28. mars, fellur niður vegna sóttvarnarreglna.

Ferli sameiningarviðræðna, benda má á að ekkert er bindandi í þessu ferli þar til kosningar hafa farið fram.
Ferli sameiningarviðræðna, benda má á að ekkert er bindandi í þessu ferli þar til kosningar hafa farið fram.

Nýhafin er valkostagreining á möguleikum sameiningar Reykhólahrepps með öðrum sveitarfélögum, einu eða fleirum. Það er gert í framhaldi af þingsályktun sem lögð var fram af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og samþykkt á alþingi fyrir rúmu ári.

...
Meira

Vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda verður Grettislaug lokuð þar til tilkynning berst um annað.

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga

verður haldinn miðvikudaginn 31. mars 2021 kl. 17:00

í Nesheimum Króksfjarðarnesi.

Athygli er vakin á að dagsetningin á dreifimiðanum með fundarboðinu er ekki rétt, hún er rétt hér, 31. mars.

 

Fundarefni:

  1.       Venjuleg aðalfundarstörf.
  2.       Fréttir frá Krabbameinsfélagi Íslands
  3.       Kosinn fulltrúi á næsta aðalfund K.Í.
  4.       Önnur mál.          

           

 

  Nýir félagar velkomnir.

 

Vegna sóttvarnarreglna er fólk beðið að vera með grímu.

 

                                                           Stjórnin

 


 

Reykhólakirkja, mynd HÞM.
Reykhólakirkja, mynd HÞM.

Guðsþjónusta í Reykhólakirkju á pálmasunnudag, 28. mars kl. 14:00.

 

 Séra Anna Eiríksdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Reykhólakirkju leiðir söng undir stjórn Ingimars Ingimarssonar. Fermingarbörn sjá um ritningarlestur. Eigum helga stund í Guðs húsi.

 

Samvkæmt sóttvarnarfyrirmælum eru kirkjugestir beðnir að skrá nöfn og farsímanúmer við kirkjudyr.

Þverun Þorskafjarðar, mynd Vegagerðin/Framkvæmdafréttir
Þverun Þorskafjarðar, mynd Vegagerðin/Framkvæmdafréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Vestfjarðastofa bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála mánudaginn 22. mars kl. 10:00 – 12:00.


Á fundinum verður fjallað um samgöngumál á Vestfjörðum, helstu áskoranir og tækifæri og valkosti til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum.

Dagskrá fundarins má finna hér.

 

Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins.

Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.


Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála.

 

Sjá nánar á vef um grænbók um samgöngumál.   Stjórnarráðið | Grænbók um samgöngumál (stjornarradid.is)

 

Við höfnina á Reykhólum, mynd Björn Samúelsson
Við höfnina á Reykhólum, mynd Björn Samúelsson
1 af 3

Við höfnina á Reykhólum eru eru menn frá Vegagerðinni með borpramma. Þeir eru að kanna botnlag í höfninni á Reykhólum áður en hönnun hefst á nýju stálþili sem á  að reka niður utan á  gamla þilið.

 

Þegar stálþil eru endurnýjuð er það yfirleitt gert þannig að nýja þilið er rekið niður utan við gamla þilið, sem verður síðan hluti af fyllingunni í bryggjunni sem stækkar dálítið við þetta, auk þess sem viðlegukanturinn verður lengdur, eins og fjallað var um hér fyrir skömmu.

 

Að lokinni vinnu við höfnina fara þeir með borprammann vestur í Djúpafjörð og Gufufjörð til frekari kannana á brúarstæðunum þar.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30