Tenglar

Reykhólaskóli er samrekinn leik-, tónlistar- og grunnskóli á sunnanverðum Vestfjörðum.

Grunnskólinn er fámennur, með þrjár bekkjardeildir 1.- 4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og er nemendum kennt í samkennslu.

 

Áhersla er lögð á útikennslu og upplýsingamennt samþætt við annað nám og eru nemendur með aðgang að tölvum og ipöddum.
Áhersla er lögð á jákvæðan skólabrag meðal nemenda og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti.

 

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum. 

 

Augýsingin í heild er hér.

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2021.

 

Miðað er við að ráða í stöðurnar frá 1. ágúst 2021.

 


Aðalfundur Báta- og hlunnindasýningarinnar ehf. verður haldinn í húsakynnum sýningarinnar á Reykhólum, miðvikudaginn 21. apríl 2021.

Fundurinn hefst kl. 16:00.

 

Dagskrá:

Almenn aðalfundarstörf.

 

Stjórnin.

Tilboð í garðslátt

Sóknarnefnd Reykhólakirkju óskar eftir tilboði í slátt og hirðingu túna á lóð Reykhólakirkju, Reykhólakirkjugarði og framan við kirkjugarðinn sumarið 2021.  
Miðað er við að slátt og hirðingu svæðisins 4-5 sinnum yfir sumarið. Kirkjan leggur til sláttutraktor og sláttuorf.

Í tilboðinu þarf að felast;
Sláttur og hirðing
Förgun á viðeigandi förgunarstað
Útvegun á bensíni og rekstrarvörur vegna sláttar og hirðu

Tilboðið skal miðast við slátt og hirðingu með tilheyrandi kostnaði  í eitt skipti án vsk.
Tilboð þurfa að hafa borist í lokuðum umslögum til Reykhólakirkju fyrir kl. 16:00 þann 21. apríl 2021.

Tilboðin verða opnuð  21. apríl kl. 16:15, í Reykhólakirkju.

 

 

1 af 2

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða til sín umsjónarmann íþróttamannvirkja, frá og með 1. maí 2021. Um er að ræða 100% starf. Reykhólahreppur vill verða heilsueflandi sveitarfélag sem leggur áherslu á hreyfingu og félagslegt gildi samveru.


Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2021.

...
Meira

Sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun mun koma á heilsugæslustöðina í Búðardal á mánudaginn 12. apríl nk.


Hægt er að fá skoðun, sérsniðna endurhæfingaráætlun og eftirfylgni með framgangi.

 

Endurhæfingaáætlunina er hægt að opna í tölvu, smáforriti í snjallsíma og / eða prenta út, allt eftir hvað hentar hverjum og einum.

 

Hægt er að bóka tíma og fá svör við spurningum/vangaveltum með því að senda póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is.

 

Nánari upplýsingar má finna hér: Netsjúkraþjálfun

 

 

 

Dofri Eysteinsson og Bergþóra Þorkelsdóttir
Dofri Eysteinsson og Bergþóra Þorkelsdóttir
1 af 2

Verksamningur um þverun Þorskafjarðar á Vestfjarðavegi (60) um Gufudalssveit var undirritaður í dag.

 

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Dofri Eysteinsson framkvæmdastjóri Suðurverks hf. undirrituðu verksamninginn.

 

Dofri sagði í viðtali að þeir myndu hefjast handa við verkið í næstu viku.

Suðurverksmenn eru nokkuð kunnugir hér um slóðir, þeir lögðu veginn yfir Mjóafjörð og Kjálkafjörð, einnig gerðu þeir hafnargarðinn, þann nýrri, á Reykhólum.

 

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar.

 

8. apríl 2021

Lengdur umsóknarfrestur

Sumarstarfsmenn óskast á Reykhólum

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfmenn í 75-100% starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá 14 ára stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-15:00.

 

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par.

 

Möguleiki er á 100% starfi innan hreppsins og hjálp við að finna hentugt húsnæði ef starfsmenn óska þess.

 

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

 

 

2. apríl 2021

Nýr vefur - strandir.is

Teikning, Lára Garðarsdóttir
Teikning, Lára Garðarsdóttir
1 af 2

Nágrannar okkar á Ströndum eru hugmyndaríkir og sniðugir, og duglegir að hrinda í framkvæmd hlutum sem lífga upp á mannlífið og samfélagið. Ein nýjasta afurð þess er strandir.is  frétta- og upplýsingavefur Stranda. Sýslið verkstöð, miðstöð skapandi greina á Hólmavík, stendur að baki vefnum.

 

Þar segir meðal annars af nýstofnuðu sjósportfélagi.  Hugmyndin er upphaflega komin frá nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík sem vilja bæta samfélagið og auka framboð á afþreyingu og útivist í heimabyggð sinni. 

 

Tilgangur félagsins er að efla iðkun sjó- og vatnaíþrótta og útivistar við Steingrímsfjörð. Félagið ætlar að byggja upp aðstöðu og þekkingu fyrir íþróttir og útivist á og við sjó á Steingrímsfirði, í samstarfi við sveitarfélög og björgunarsveitir. Þá ætlar félagið að standa fyrir námskeiðshaldi, kynningum hverskonar og lánum á búnaði eins og segir í stofnskrá félagsins.

 

Svefneyjar, mynd Mats Wibe Lund
Svefneyjar, mynd Mats Wibe Lund

Nýir eigendur Svefneyja á Breiðafirði eru Áslaug Magnús­dótt­ir, frum­kvöðull og kaup­sýslu­kona í San Francisco og maður hennar,  Sacha Tu­eni.

 

Sacha Tu­eni keypti ný­verið eyj­arn­ar af af­kom­end­um Dag­bjarts Ein­ars­son­ar, út­gerðar­manns í Grinda­vík, og Birnu Óla­dótt­ur, konu hans, sem keyptu eyj­arn­ar fyr­ir um 28 árum ásamt fleir­um.

 

Fjöl­skyld­an átti 75% hlut og Olís seldi einnig sín 25%, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um viðskipti þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Sacha hef­ur starfað mikið í tækni­geir­an­um í Banda­ríkj­un­um, meðal ann­ars hjá Face­book.

 

Áslaug Magnús­dótt­ir seg­ir að þau muni nota Svefn­eyj­ar sem sum­ar­heim­ili og þau muni jafn­vel dvelja þar og vinna leng­ur. Mik­il hlunn­indi fylgja jörðinni, ekki síst æðar­varp, en einnig hef­ur Þör­unga­verk­smiðjan á Reyk­hól­um sótt þangað hráefni.

 

Áslaug seg­ir að er­lend­is sé farið að nota þör­unga í efni. Hún stefn­ir að því að nota ís­lenska þör­unga í nýj­ustu fatalín­una sem heit­ir Katla.

 

Af mbl.is

 

30. mars 2021

Samfélagsstyrkir OV

Ungmennastarf í Reykhólahreppi fær stuðning frá Orkubúi Vestfjarða.


Alls bárust 78 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 53 styrkir samtals að fjárhæð kr. 5.000.000.


Við úthlutun styrkjanna var sérstaklega horft til verkefna sem eru til eflingar vestfirsku samfélagi.


 Vegna samkomutakmarkana verður ekki sérstök athöfn fyrir afhendingu styrkjanna. Búið er að tilkynna styrkþegum um styrkveitinguna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30