Grundarfólk á leið á kjörstað.
Íslenski fáninn við hún á kjörstað á Reykhólum eins og vera ber þegar forseti er kosinn.
Tveir af Farmall-gerð og einn Massey Ferguson.
Guðmundur á Grund, tengdafeðgarnir Kristján Ebenesersson og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað og Unnsteinn á Grund spjalla saman. Auk þess eru á myndinni einn af strákunum hans Gumma og tíkin Skotta, sem er í eigu Steinars í Álftalandi.
Þessi strákur fór ekki inn enda ekki kominn með kosningarétt.
Traktorinn var fimm ára gamall þegar Ásta Sjöfn fæddist.
Það liggur vel á kjörstjórninni í Reykhólahreppi eins og endranær: Áslaug Guttormsdóttir, Steinunn Rasmus og Arnór Grímsson.
Kjördagurinn er bjartur og fagur í Reykhólasveit. Núna um kl. 12.30 höfðu 30% kosningabærra kosið á kjörstað en það mun vera svipað og venjulega. Fólk kemur á farartækjum af ýmsu tagi og skal hér fátt eitt talið, auk bíla: Grundarfólk kom á dráttarvélum allfornum, Einar Sveinn framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar og Hafdís kona hans komu á reiðhjólum (bæði með hjálm, að sjálfsögðu), Tómas (Tumi) Reykhólabóndi Sigurgeirsson kom á traktor sem er öllu voldugri en forntraktorarnir á Grund en Guðjón Dalkvist notaði tvo jafnlanga. Og Gylfi Helgason skipstjóri var með stráhatt en höfuðföt teljast að vísu ekki til farartækja.