Tenglar

Með skel á leið í flokkun: Oddur Carl Thorarensen, Bergsveinn Reynisson og Jón Ingiberg Bergsveinsson.
Með skel á leið í flokkun: Oddur Carl Thorarensen, Bergsveinn Reynisson og Jón Ingiberg Bergsveinsson.

Súpufundur júlímánaðar í Reykhólahreppi verður annað kvöld, þriðjudagskvöldið 3. júlí. Hann verður á nýjum stað eða niðri við bryggju í Króksfjarðarnesi þar sem Icelandic Mussel Company ehf. (IMC) verður með kynningu. IMC býður gestum súpuna og jafnframt verður starfsemi fyrirtækisins kynnt. Húsið verður opnað kl. 18.30.

...
Meira
Dagblaðið Fréttir 2. júlí 1918.
Dagblaðið Fréttir 2. júlí 1918.
1 af 4

Af Barðaströnd. - Voru nálega allir menn komnir í heyþrot í vor og leit út fyrir stórfel(l)dan felli og bændur voru sem á nálum, en þá kom batinn með maí og var sá mánuður allur góður. Hann bjargaði hundruðum manna frá armæðu. Júní var aftur með kulda og úrkomum og því er búist við að grassprettan verði þriðjungi til helmingi rýrari en í fyrra á túnum og harðvelli ...

...
Meira
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd: strandir.is.
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd: strandir.is.

Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Strandabyggð og kemur til starfa í næsta mánuði. Ingibjörg Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóri tilkynnti í vor að hún myndi láta af störfum síðsumars af persónulegum ástæðum. Auk þess að vera búfræðingur frá Hvanneyri hefur hinn nýráðni sveitarstjóri m.a. lokið prófum í verkefnastjórnun og rekstrarfræðum.

...
Meira

Búast má við umferðartöfum á Vestfjarðavegi við Gufudal og Djúpadal í dag og á morgun, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að klæðningu og ökumenn eru því beðnir um að aka með gát. Víðar í Reykhólahreppi hafa vegir verið klæddir að undanförnu og settar bætur. Þar er lausamöl sem er nokkurn tíma að troðast og getur verið stórhættuleg ef ekki er varlega farið.

...
Meira
Felix Bergsson heldur pylsupartí og annast veislustjórn.
Felix Bergsson heldur pylsupartí og annast veislustjórn.

Dagskrá héraðshátíðarinnar Reykhóladaga 2012 er að mestu frágengin. Hátíðin verður að þessu sinni 26.-29. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Dagskráin er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt ungir sem gamlir og bæði heimafólk og gestir, sem vonandi taka þessa daga frá til að koma í heimsókn. Hugsanlegt er að einhverjar smávægilegar breytingar verði á dagskránni og einhverjir atburðir bætist við, en hún ætti að liggja fyrir í endanlegri mynd um miðjan mánuðinn.

...
Meira
Fyrir utan kjörstað í morgun.
Fyrir utan kjörstað í morgun.

Anna Björg Þórarinsdóttir frá Hólum í Reykhólasveit var fyrst til að kjósa á kjörstað á Reykhólum í morgun og gerði það á slaginu klukkan níu þegar opnað var. Af 210 á kjörskrá í Reykhólahreppi greiddu 149 atkvæði (77 konur og 72 karlar). Kjörsókn var því 71%. Atkvæði utan kjörfundar voru 30 (20,1% af þeim sem atkvæði greiddu) en á kjörstað kusu 119 (79,9%). Utan kjörfundar kusu 19 konur og 11 karlar.

...
Meira
Grundarfólk á leið á kjörstað.
Grundarfólk á leið á kjörstað.
1 af 7

Kjördagurinn er bjartur og fagur í Reykhólasveit. Núna um kl. 12.30 höfðu 30% kosningabærra kosið á kjörstað en það mun vera svipað og venjulega. Fólk kemur á farartækjum af ýmsu tagi og skal hér fátt eitt talið, auk bíla: Grundarfólk kom á dráttarvélum allfornum, Einar Sveinn framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar og Hafdís kona hans komu á reiðhjólum (bæði með hjálm, að sjálfsögðu), Tómas (Tumi) Reykhólabóndi Sigurgeirsson kom á traktor sem er öllu voldugri en forntraktorarnir á Grund en Guðjón Dalkvist notaði tvo jafnlanga. Og Gylfi Helgason skipstjóri var með stráhatt en höfuðföt teljast að vísu ekki til farartækja.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.
1 af 2

Kristinn Bergsveinsson í Görðum á Reykhólum (Kristinn frá Gufudal) er 85 ára í dag, föstudag. Bjarkalundur var vígður á tvítugsafmæli Kristins og þess vegna er hann heiðursgestur á afmælishátíð hótelsins núna um helgina. Undir hátíðarkvöldverði í Bjarkalundi annað kvöld ætlar hann að rifja upp sitthvað sem fram fór í héraðinu þegar hann var ungur og njóta aðstoðar dóttur sinnar eða dætra við flutninginn.

...
Meira
Leonard og Lincolninn við Gretti.
Leonard og Lincolninn við Gretti.
1 af 4

Um þessar mundir má iðulega sjá langa og virðulega límúsínu á götum Reykhólaþorps eða niðri á bryggju. Þar er á ferð Leonard Jóhannsson frá Akureyri, sem eins og í fyrrasumar leysir af sem vélstjóri á Gretti, flutningaskipi Þörungaverksmiðjunnar. Bíllinn er af gerðinni Lincoln Continental Town Car árgerð 1973 og er því senn fertugur. Hann er dúnmjúkur enda hátt í sex metrar á lengd og að sjálfsögðu með átta gata V-mótor.

...
Meira

Bjarkalundur er hefðbundinn kjörstaður í Reykhólahreppi en vegna afmælishátíðar hótelsins verður kjörstaður í forsetakosningunum á laugardag á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum. Kjörfundurinn þar stendur frá kl. 9 að morgni til kl. 18 um kvöldið.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31