Tenglar

Mötuneyti Reykhólahrepps óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í eldhús. Um er að ræða 50-60% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára og hafa reynslu af matseld og þrifum og geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur matráður, Steinar Pálmason, í síma 434 7816 eða sveitarstjóri í síma 434 7880.

...
Meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum óskar eftir starfsfólki í ræstingu. Um er að ræða ca. 70% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að hefja störf 15. ágúst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Þuríður Stefánsdóttir, í síma 434 7817. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst.

...
Meira
1 af 4

Sjálfvirk veðurstöð hefur verið sett upp í Flatey á Breiðafirði að frumkvæði Björns Samúelssonar á Reykhólum. Hann á þar tvíþættra hagsmuna að gæta, því að bæði stundar hann farþegasiglingar um Breiðafjörð á sumrin (Eyjasigling) og jafnframt er hann vélstjóri á Gretti, skipi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, sem sækir stórþara allt út að Oddbjarnarskeri. „Þó að hér sé um einkaframtak að ræða er veðurstöðin ætluð öllum sem sigla um Breiðafjörð, hvort heldur það eru smábátasjómenn á Snæfellsnesi, farþegabátar, þangsláttumenn eða skip á vegum Þörungaverksmiðjunnar eða einhverjir aðrir,“ segir Björn.

...
Meira
1 af 2

Hreppsnefnd Reykhólahrepps lýsir undrun sinni á því að leið B [út með Þorskafirði að vestanverðu] skuli ekki vera tekin með í drögum að tillögu að matsáætlun vegna vegagerðar á leiðinni milli Bjarkalundar og Melaness, þar sem sú leið er á aðalskipulagi Reykhólahrepps og sveitarfélög fara með skipulagsvaldið lögum samkvæmt. Bókun þessa efnis var gerð á fundi nefndarinnar í kvöld þegar fjallað var um drög Vegagerðarinnar að tillögu þar sem valið stendur aðeins milli þriggja leiða, þ.e. D1, H og I (sjá meðf. kort).

...
Meira
Reykhóladagar 2011.
Reykhóladagar 2011.

Héraðshátíðin Reykhóladagar 2012 byrjar núna á fimmtudagskvöld og stendur fram á sunnudag. Vonandi finna þar sem allra flestir eitthvað við sitt hæfi, heimafólk jafnt sem gestir. Dagskráin er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hana má finna hér, svo og í dagatalinu hér efst til hægri á vefnum. Líka er fólk hvatt til að fylgjast bæði með síðunni visitreykholahreppur.is og Facebook-síðu Reykhóladaganna vegna hugsanlegra smábreytinga á dagskránni. Þarna er nú m.a. komið inn nýtt kynningarefni.

...
Meira
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir.

Guðný Sæbjörg Jónsdóttir - Sæbjörg eins og hún var og verður alltaf kölluð - var jarðsungin á Reykhólum í dag. Hún andaðist 12. júlí eftir snögg veikindi. Sæbjörg átti heima á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit hátt á sjötta áratug og allt fram á síðasta dag. Afkomendur hennar eru komnir á þriðja tuginn.

...
Meira
Reykhólaskóli.
Reykhólaskóli.

Reykhólaskóli leitar að leikskólakennara í 100% starfshlutfall. Reykhólaskóli er nýsameinaður leik- og grunnskóli með um 18 nemendur á leikskólastigi og um 35 nemendur á grunnskólastigi.

...
Meira
Felix Bergsson.
Felix Bergsson.

Felix Bergsson verður sérstakur gestur á byggðarhátíðinni Reykhóladögum eftir eina viku (26.-29. júlí). Hann mun stjórna pylsupartíi í Kvenfélagsgarðinum á Reykhólum á laugardag og síðan verður hann veislustjóri á mjög fjölbreyttri kvöldskemmtun í íþróttahúsinu þá um kvöldið. „Vonandi eigum við bara eftir að hafa það skemmtilegt saman!“ segir Felix þegar hann er spurður við hverju megi búast af honum á hátíðinni.

...
Meira

Skreytingakvöld vegna Reykhóladaganna verður í matsal Reykhólaskóla kl. 20 á þriðjudagskvöld, 24. júlí. Þar koma allir sem vilja og búa til skreytingar. Óskað er eftir fólki sem kann að búa til eitthvað skemmtilegt úr borðum, svo sem rósir og fleira, til að kenna hinum. Hægt að kaupa efni til skreytinga á staðnum.

...
Meira

Fjárbændur í Reykhólahreppi keyptu í sameiningu tólf fjárgrindur til að nota við fjárrekstur uppi á heiðum. Grindurnar voru geymdar í Þorskafjarðarrétt. Nú hefur komið í ljós að einhver eða einhverjir hafa tekið allar nema tvær. Vel má vera að þær hafi verið fengnar að láni en láðst hafi að nefna það. Meðan annað kemur ekki í ljós verður litið svo á, að sú hafi verið raunin, en ekki að grindunum hafi verið stolið.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31