Skundi litli í heimsókn í Bjarkalundi
Tónlistarmaðurinn Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, betur þekktur sem Skundi litli, kom í heimsókn í Bjarkalund fyrir stuttu og tók þar upp myndskeið þar sem hann litaðist um úti og inni og ræddi við Kolbrúnu Pálsdóttur hótelstýru. Gerð er ítarleg grein fyrir hinni miklu yfirhalningu sem staðurinn hefur fengið á síðustu árum og þeim framkvæmdum sem standa þar enn. Líka er vikið að hátíðinni um aðra helgi í tilefni þess að 29. júní eru 65 ár liðin frá vígslu þessa elsta sveitahótels landsins.
...Meira