Tenglar

Kolbrún Pálsdóttir / skjáskot úr viðtalinu.
Kolbrún Pálsdóttir / skjáskot úr viðtalinu.

Tónlistarmaðurinn Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, betur þekktur sem Skundi litli, kom í heimsókn í Bjarkalund fyrir stuttu og tók þar upp myndskeið þar sem hann litaðist um úti og inni og ræddi við Kolbrúnu Pálsdóttur hótelstýru. Gerð er ítarleg grein fyrir hinni miklu yfirhalningu sem staðurinn hefur fengið á síðustu árum og þeim framkvæmdum sem standa þar enn. Líka er vikið að hátíðinni um aðra helgi í tilefni þess að 29. júní eru 65 ár liðin frá vígslu þessa elsta sveitahótels landsins.

...
Meira
Hafsteinn Guðmundsson / bb.is.
Hafsteinn Guðmundsson / bb.is.

Hafsteinn Guðmundsson í Flatey á Breiðafirði segir æðarfuglinn vera í betra standi núna en síðustu ár og varp sjófugla hafi tekist ágætlega. Rætt var við hann í Morgunútvarpi RÚV í morgun. Hann sagði lítið af kríu líkt og undanfarin ár og teistunni hafi fækkað gríðarlega. Árið 1995 hafi verið hátt í sjö hundruð teistuhreiður í Flatey nú séu þau aðeins um hundrað. Hafsteinn segir þorskinum um að kenna, hann hreinsi upp ætið. Einnig sagði Hafsteinn frá æðarnytjunum en þær eru jafnan drjúgar breiðfirskum náttúrubændum.

...
Meira
Reykhólar / Árni Geirsson.
Reykhólar / Árni Geirsson.

Við Grunnskólann á Reykhólum er laust hlutastarf í myndmennt og smíðakennslu og lífsleikni. Nánari upplýsingar gefur Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í síma 695 2506.

...
Meira

Félagsþjónustan óskar eftir góðum einstaklingi í þrif á einu heimili í júlí og ágúst. Alls eru þetta fjögur skipti. Greitt fyrir keyrslu fram og til baka. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við félagsmálastjóra í síma 842 2511.

...
Meira

Það kom í hlut forsetans að afhenda verðlaunin í síðari hluta samkeppni Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni (Heimabyggðin mín) í Norræna húsinu 15. maí. Meðal þeirra sem verðlaun hlutu voru nemendur úr Reykhólaskóla. Myndirnar sem hér fylgja tók Fjóla Benediktsdóttir á Tindum en fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni vinstra megin.

...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninganna 30. júní fer fram á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum milli kl. 13 og 15 á morgun, þriðjudaginn 19. júní. Nánari upplýsingar er að finna hér í auglýsingu sýslumannsins á Patreksfirði.

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir á upplýsingamiðstöð ferðafólks á Reykhólum.
Harpa Eiríksdóttir á upplýsingamiðstöð ferðafólks á Reykhólum.
1 af 10

Erlendir ferðamenn hafa verið fleiri en innlendir á Reykhólum það sem af er sumri, að sögn Hörpu Eiríksdóttur á upplýsingaskrifstofunni. Þjóðernin eru mörg en líkt og endranær er mest um Þjóðverja. Þeir eru jafnan mjög áhugasamir um íslenska náttúru og fuglalíf, sem er einstaklega ríkulegt í Reykhólahreppi. „Flestir eru að leita sér að gönguleiðum og við höfum fengið nokkra gestanna til baka til að segja okkur hvað þetta hafi verið mikil upplifun að fara á þá staði sem við höfum mælt með, það er besta hrósið,“ segir Harpa.

...
Meira
Eiríkur Snæbjörnsson á Stað.
Eiríkur Snæbjörnsson á Stað.

Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað í Reykhólasveit byrjaði í dag slátt á Seljanesi, en þeir Staðarbændur hafa nytjað heimatúnin þar seinni árin. „Maður nær því ekki alltaf að byrja á laugardegi en það er skemmtilegra,“ segir hann. Sprettan er ágæt, að sögn Eiríks, og hann telur þurrkatíðina í vor og það sem af er sumri ekki hafa haft þar veruleg áhrif. „Það munar miklu að við vorum snemma að bera á. Einhver rekja var nú í maí og einhverjar skúrir hafa komið núna í júní þó að það hafi ekki verið mikið“, segir hann.

...
Meira

Milli 40 og 50 konur á öllum aldri (stelpur á öllum aldri mætti frekar segja) tóku þátt í Kvennahlaupinu á Reykhólum í dag. „Tilgangurinn er að fá konur út að hreyfa sig, svo að þetta er frábært“, segir Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, skokkari, móðir og kennari á Reykhólum. Veður var gott en mótvindur fyrsta sprettinn inn Hellisbraut eins og sjá má á myndunum. Í Kvennahlaupinu ríkir gamla Ólympíuhugsjónin: Ekki að vinna heldur að vera með. Eða líka: Að sigra sjálfan sig.

...
Meira

Handverksfélagið ASSA í Reykhólahreppi opnar markað sinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi kl. 13 á morgun, laugardag. Eins og áður er hér ekki einungis um handverksmarkað að ræða heldur einnig bóka- og nytjamarkað. Opið verður alla daga í sumar kl. 13-18 og jafnframt verður tekið á móti bókum sem og munum á nytjamarkaðinn á þeim tíma.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31