Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
Heima hjá sér í Barmahlíð.
Lilja í heimsókn í fjárhúsunum á Grund núna í vor.
Systkinin Lilja, Hjörtur og Anna (sjá nánar í meginmáli).
Morgunblaðið 16. maí 1986.
Lilja Þórarinsdóttir (þekktari sem Lilja á Grund, fullu nafni Kristín Lilja Þórarinsdóttir) er níræð í dag, fimmtudaginn 12. júlí. Hún fæddist á Reykhólum og hefur alið allan sinn aldur hér í sveit, fyrir utan þrjú fyrstu æviárin þegar hún átti heima á Hólum í Hjaltadal. Auk þess var hún í unglingaskóla á Flateyri og í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Lengst af var Lilja húsfreyja á Grund, rétt ofan við Reykhóla, en hefur síðari árin verið búsett á Dvalarheimilinu Barmahlíð. Úr glugganum hennar er ekki langt að líta upp að Grund, þar sem núna búa synirnir hennar tveir, tengdadóttir og þrír ömmustrákar.
...
Meira