Tenglar

Ánægður viðskiptavinur í stólnum hjá Silvíu Björk á Flottum lokkum.
Ánægður viðskiptavinur í stólnum hjá Silvíu Björk á Flottum lokkum.

Hárgreiðslustofan Flottir lokkar á Reykhólum (Silvía Björk Birkisdóttir) minnir fólk á að panta tíma vel fyrir Reykhóladagana sem byrja eftir aðeins ellefu daga. Rúmt ár er síðan Silvía opnaði stofuna sína og segir hún viðtökurnar hafa farið langt fram úr björtustu vonum, eða eins og hún segir: „Ég hefði aldrei getað trúað þessu.“

...
Meira
Jónas Haraldsson ritstjóri.
Jónas Haraldsson ritstjóri.

„Nú var tækifærið. Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, prestur á Reykhólum, kallaði til guðsþjónustu en messað er í kirkjunni einu sinni á ári. Það voru því fleiri á ferð á Múlanesinu um helgina en endranær, þótt sumarnot séu af jörðunum á nesinu og hlunninda gætt, meðal annars æðarvarps. Betra er að vera á háfættum fjórhjóladrifnum bíl til þess að komast til messu í Múlakirkju og þeirrar gerðar voru bílar á kirkjuhlaðinu, að undanskildum einum virðulegum Benz. Ökumaður hans hafði með lagi komið honum á nesið án þess að keyra undan honum hljóðkút eða setja gat á pönnuna.“

...
Meira
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson tannlæknir.
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson tannlæknir.

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson tannlæknir í Kópavogi hefur tekið við rekstrinum á tannlæknastofunum í Búðardal og á Hólmavík af Erling Valdimarssyni, sem er á förum til Danmerkur. „Ég hyggst reyna að halda áfram hinu góða starfi Erlings“, segir Vilhjálmur, sem áformar að koma á tveggja til þriggja vikna fresti á þessa tvo staði og vera þá nokkra daga í senn. „Eins kem ég til með að hafa tannlækni mér til aðstoðar í einhver skipti á ári þegar ég kemst ekki sjálfur.“

...
Meira

Eins og fram kemur í dagskrá Reykhóladaga, sem var uppfærð nú í kvöld, hefjast þeir með tveimur kvikmyndasýningum á Báta- og hlunnindasýningunni að kvöldi fimmtudagsins 26. júlí. Myndirnar sem sýndar verða eru valdar í könnun á vefnum visitreykholahreppur.is. Fyrri sýningin verður fyrir 12 ára og yngri (allir eldri eru vissulega líka velkomnir) og hefst kl. 18. Sú seinni verður fyrir 13 ára og eldri og hefst kl. 21.

...
Meira
SEEDS-liðar að starfi.
SEEDS-liðar að starfi.

Tólf manns frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS verða að störfum í Reykhólahreppi frá 18. júlí og til mánaðamóta. Að hluta til verður mannskapurinn að vinna við Reykhóladagana en vikuna 19.-25. júlí getur fólk fengið þessa erlendu gesti í heimsókn, fleiri eða færri saman, til aðstoðar við að fegra umhverfið fyrir Reykhóladagana sem verða 26.-29. júlí. Þeir sem vilja fá sjálfboðaliðana til starfa þurfa að hafa samband við Hörpu í síma 894 1011 eða í netpósti fyrir 18. júlí. Hún veitir nánari upplýsingar og tekur auk þess á móti ábendingum um staði eða svæði þar sem taka mætti til hendinni til fegrunar.

...
Meira
12. júlí 2012

Lilja á Grund níræð

Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
1 af 5

Lilja Þórarinsdóttir (þekktari sem Lilja á Grund, fullu nafni Kristín Lilja Þórarinsdóttir) er níræð í dag, fimmtudaginn 12. júlí. Hún fæddist á Reykhólum og hefur alið allan sinn aldur hér í sveit, fyrir utan þrjú fyrstu æviárin þegar hún átti heima á Hólum í Hjaltadal. Auk þess var hún í unglingaskóla á Flateyri og í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Lengst af var Lilja húsfreyja á Grund, rétt ofan við Reykhóla, en hefur síðari árin verið búsett á Dvalarheimilinu Barmahlíð. Úr glugganum hennar er ekki langt að líta upp að Grund, þar sem núna búa synirnir hennar tveir, tengdadóttir og þrír ömmustrákar.

...
Meira
Heimilisfólk, starfsfólk og gestir í Barmahlíð.
Heimilisfólk, starfsfólk og gestir í Barmahlíð.

Auglýst er laust starf á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum frá 1. ágúst. Um er að ræða kringum 70% starfshlutfall við almenna aðhlynningu. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og vera áhugasamur um vinnu á heimili fyrir aldraða. Umsóknir berist hjúkrunarforstjóra fyrir 20. júlí.

...
Meira
1 af 2

Rétt eins og venjulega var góður og glaður og fagur dagur þegar embættað var á Skálmarnesmúla í Múlasveit þetta árið. Sr. Elína Hrund sóknarprestur messaði og kirkjusóknin var góð eins og ævinlega er - á þessum einstaklega afskekkta kirkjustað þar sem kirkjan meira en hálfrar aldar gamla bíður gesta þolinmóð og hljóð heilt ár hvert eitt sinn.

...
Meira
Sandra Gústafsdóttir segir Kvik sinni að þetta sé allt í besta lagi.
Sandra Gústafsdóttir segir Kvik sinni að þetta sé allt í besta lagi.
1 af 3

„Þær taka þessu nú ekki vel í fyrsta skiptið, þá er þetta eitthvað mjög undarlegt, og svo er það líka hljóðið í glussamótorunum,“ segir Gústaf Jökull Ólafsson bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit. Búnaðurinn sem sjá má á myndunum er líka undarlegur í augum þeirra sem ekki fylgjast þeim mun betur með stöðugri tæknivæðingu í íslenskum landbúnaði. Hér er um að ræða klaufskurðarbás í eigu Búnaðarsamtaka Vesturlands og Vestfjarða, sem Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri ferðast með um margar sýslur og snyrtir klaufir. Tveir básar af þessu tagi munu nú vera í notkun hérlendis.

...
Meira
Frá Reykhóladögum 2011.
Frá Reykhóladögum 2011.

Dagskrá Reykhóladaganna 2012 er nánast frágengin, fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Frá því að hún var sett hér á vefinn í stórum dráttum um síðustu mánaðamót hefur upplýsingum verið bætt við varðandi ýmis atriði. Rétt er að taka fram, að sætafjöldi á kvöldskemmtuninni er takmarkaður. Pantanir streyma inn og samkvæmt reynslunni er betra að vera þar með fyrra fallinu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31