Tenglar

Frá Hamingjudögum 2007 / Ester Júlía.
Frá Hamingjudögum 2007 / Ester Júlía.

Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í áttunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mætir m.a. töframaðurinn Ingó Geirdal með magnaða töfrasýningu, KK heldur ókeypis tónleika fyrir alla gesti hátíðarinnar, Leikhópurinn Lotta sýnir Stígvélaða köttinn, Hvanndalsbræður spila á stórdansleik í félagsheimilinu, Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika og fjölmargar listsýningar verða.

...
Meira
Jón Árni á lóðinni þar sem vinnsluhúsið á að rísa við Suðurbraut skammt neðan við þorpið á Reykhólum.
Jón Árni á lóðinni þar sem vinnsluhúsið á að rísa við Suðurbraut skammt neðan við þorpið á Reykhólum.
1 af 2

„Smiðirnir koma væntanlega um eða eftir helgi og þá verður slegið upp fyrir hringnum í grunninum, platan steypt viku seinna og upp úr því förum við að byggja,“ segir Jón Árni Sigurðsson á Reykhólum. Fyrirtæki hans, Gullsteinn ehf., fékk í fyrri viku úthlutað lóð að Suðurbraut 3 rétt neðan við Reykhólaþorp þar sem reist verður hús fyrir þurrkun og mölun á þara til notkunar í þaratöflur, fæðubótarefni sem Gullsteinn framleiðir undir heitinu Pure Kelp.

...
Meira
Ein nýju myndanna hjá Árna Geirssyni.
Ein nýju myndanna hjá Árna Geirssyni.

„Ég fór með fjölskyldu og vinum í frábæra dagsferð með Eyjasiglingu á laugardag og hafði flugdrekann meðferðis. Afraksturinn er í tveimur myndasöfnum, annað er með loftmyndum en hitt er jarðbundnara. Ég vona að þessar myndir nýtist einhverjum sem vill vekja athygli á fegurðinni í Reykhólahreppi.“

...
Meira
Frá Reykhóladögum 2011.
Frá Reykhóladögum 2011.

Dagskrá Reykhóladaga 2012 er nánast fullfrágengin og verður birt hér á vefnum á næstu dögum. Fólk sem vill bjóða gestum í súpu er beðið að skrá sig sem fyrst. Þeir sem vilja fá borð á sveitamarkaðinum þurfa að hafa samband fyrir 20. júlí. Reykhóladagarnir verða að þessu sinni 26.-29. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag.

...
Meira
Með skel á leið í flokkun: Oddur Carl Thorarensen, Bergsveinn Reynisson og Jón Ingiberg Bergsveinsson.
Með skel á leið í flokkun: Oddur Carl Thorarensen, Bergsveinn Reynisson og Jón Ingiberg Bergsveinsson.
1 af 7

Ræktun og vinnsla og síðan útflutningur á bláskel (kræklingi) er að komast í fullan gang hjá fyrirtækinu Icelandic Mussel Company ehf. (IMC) í gamla sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi. Frumkvöðlar þess eru þeir bræður Bergsveinn (Beggi á Gróustöðum) og Sævar Reynissynir, upprunnir í Gufudal. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti, að þótt ég sé búinn að setja blóð, svita og sinar í þetta fyrirtæki, þá er þetta samt mjög spennandi og möguleikarnir miklir í framtíðinni,“ segir Sævar.

...
Meira

Útivistardagarnir Gengið um sveit í Reykhólahreppi fóru fram núna um helgina annað árið í röð. Í flestum tilvikum var góð þátttaka en ekki í tveimur. Hér er enn um tilraunaverkefni að ræða og verða lærdómar dregnir af þátttökunni. Ágæt þátttaka var í göngunum á Neshyrnu og Geitafellið undir leiðsögn Sveins á Svarfhóli. Sama er að segja um „löngu gönguna“ við Þorskafjörð og Jónsmessunæturgöngu upp á Vaðalfjöll, sem báðar voru undir leiðsögn Gauta frá Stað. Ansi lítil þátttaka var í barnagöngunni á Stað, mörg börn voru fjarverandi úr héraðinu, og hjólreiðaferðinni, en þar mættu aðeins tveir og hjóluðu einungis að Reykhólum en ekki seinni hluta leiðarinnar.

...
Meira

Móttaka flokkaðs sorps á Reykhólum er ekki enn komin í gagnið og hafa margir komið þar að lokuðu hliði á auglýstum tímum. Ýmis atvik munu valda þessari töf frá því sem sagt hafði verið og núna virðist sem vika eða jafnvel meira muni enn líða þar til hlutirnir eru komnir í fyrirhugað horf. Það verður tilkynnt hérna á vefnum þegar þar að kemur. Á meðan standa ruslagámar með gamla laginu fyrir utan hliðið á gámasvæðinu til notkunar almenningi á sama hátt og verið hefur á svæðinu mörg undanfarin ár. Þeir sem safnað hafa hreinu og óþefjandi dóti til förgunar svo sem pappa og pappír eru beðnir að hafa biðlund. Sem og aðrir.

...
Meira

AA-fólk á Ströndum hefur beðið Reykhólavefinn að minna á AA-fundi á sunnudögum kl. 20 í Kvenfélagshúsinu við Kópnesbraut á Hólmavík. Allir eru velkomnir og ekki langt að fara um Arnkötludal (Þröskulda).

...
Meira
Elínborg og Aðalbjörg flytja lagið Reykhólasveitin mín.
Elínborg og Aðalbjörg flytja lagið Reykhólasveitin mín.

Lagið Reykhólasveitin mín sigraði í sönglagakeppni Reykhóladaganna. Fjögur lög bárust og var mjótt á munum í atkvæðagreiðslu gesta við flutning laganna í íþróttahúsinu á Reykhólum enda eru þau að sögn viðstaddra öll mjög frambærileg. Höfundur vinningslagsins er Sigurdís Egilsdóttir og hún er jafnframt höfundur textans ásamt Elínborgu systur sinni. Hin lögin sem bárust í keppnina nefnast (í stafrófsröð) Heimþrá, bæði lag og texti eftir Hrefnu Jónsdóttur, Kraftaverk, lagið eftir Sigurdísi Egilsdóttur og textinn eftir Aðalbjörgu Egilsdóttur, og Reykhólabragur, bæði lag og texti eftir Arnþór Sigurðsson.

...
Meira
Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.

„Samt er það svo, að þegar ég lít til baka minnist ég frekar vetranna hvað Hótel Bjarkalund varðar. Það vildi svo til, að skömmu áður en ég fluttist á Reykhóla hafði Guðmundur á Grund keypt hótelið og hafði í fyrsta skipti tekið úr lás og opnað staðinn fyrir sveitungana eftir að haust og vetur voru gengin í garð. Það var alveg magnað að keyra þangað í svartamyrkri og jafnvel snjó og hvergi er myrkrið í Reykhólahreppnum meira en þarna, enda held ég að hótelið sé eini byggði staðurinn í Reykhólahreppi þar sem ekki sér til sjávar.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31