Eitthvað fyrir alla á áttundu Hamingjudögunum
Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í áttunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mætir m.a. töframaðurinn Ingó Geirdal með magnaða töfrasýningu, KK heldur ókeypis tónleika fyrir alla gesti hátíðarinnar, Leikhópurinn Lotta sýnir Stígvélaða köttinn, Hvanndalsbræður spila á stórdansleik í félagsheimilinu, Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika og fjölmargar listsýningar verða.
...Meira