Tenglar

Dagur 11. júlí 1964.
Dagur 11. júlí 1964.
1 af 2

Ofanritaða fyrirsögn getur að líta í Alþýðublaðinu 16. júlí 1964 eða fyrir 48 árum. Nokkrum dögum áður birtist í blaðinu Degi á Akureyri frétt um að óvættur nokkur eða sjávardýr grandi sel hér vestra og var frétt Alþýðublaðsins unnin í framhaldi af því. Selirnir ráku upp óttaöskur er fyrirsögnin í Degi.

...
Meira
Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.

Kristinn Bergsveinsson í Görðum á Reykhólum, einatt kallaður Kristinn frá Gufudal, verður heiðursgestur á afmælishátíð Bjarkalundar um aðra helgi. Svo vill til, að afmælisdagar bæði Hótels Bjarkalundar og Kristins eru sami dagurinn: 29. júní. Vígsluhátíð Bjarkalundar bar upp á tvítugsafmæli Kristins. Á hátíðinni ætlar Kristinn að segja frá Bjarkalundi á upphafsárunum og anda þeirra tíma í sveitum landsins og njóta þar flutnings dóttur sinnar að hluta. Búast má við svolitlu spjalli við Kristin í tilefni afmælisins/afmælanna hér á vefnum í næstu viku.

...
Meira
Háhyrningar á ferð um Berufjörð í Reykhólasveit. Myndina tók Dagný Stefánsdóttir á Seljanesi.
Háhyrningar á ferð um Berufjörð í Reykhólasveit. Myndina tók Dagný Stefánsdóttir á Seljanesi.

Ekki munu hvalir mjög algeng sjón inni á Berufirði, allra innst í hinum grunna og skerjótta Breiðafirði. Ýmsir sáu þó dálitla háhyrningavöðu þar á ferð í gærmorgun. Eiríkur smiður á Reykhólum sagði ljótt yfir því að vera ekki með myndavél þegar hann sá hvalina innst í Berufirði en Dagný á Seljanesi smellti af myndum heiman frá sér og fylgir hér ein þeirra. Hvalirnir munu hafa verið fimm talsins eða því sem næst.

...
Meira
Hamingjudagar 2010 / Jón Halldórsson.
Hamingjudagar 2010 / Jón Halldórsson.

Tónleikar sem bera hið ljúfa heiti Alls konar ást eru fyrsti viðburður Hamingjudaga á Hólmavík þetta árið. Þeir verða í Hólmavíkurkirkju og hefjast kl. 20 á mánudagskvöld, 25. júní. Að tónleikunum stendur kór kirkjunnar ásamt góðu samstarfsfólki og gestum. Efnisskráin er fjölbreytt en eitt er þar þó sammerkt: Fjallað er um ást frá ýmsum hliðum. Þjóðfræðistofa á Ströndum verður með skemmtileg innlegg milli laga og sérstakir gestir eru Gógó-píurnar sem gert hafa garðinn frægan, m.a. á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.

...
Meira

Þetta hefur farið vel af stað, segir Sóley Vilhjálmsdóttir, formaður Handverksfélagsins Össu. Þríþættur markaður félagsins var á laugardag opnaður á nýjan leik fyrir sumarið í Kaupfélagshúsinu gamla og góða í Króksfjarðarnesi, en þar er um að ræða handverksmarkað, nytjamarkað og bókamarkað. Mun fleiri eru nú með sitthvað til sölu en var í fyrra og úrvalið er fjölbreyttara. Bæði hefur fjölgað verulega í félaginu en líka má nefna að þar eru nú til sölu ýmsar af útgáfubókum Jóns Guðmundssonar í Bæ í Króksfirði í Reykhólasveit, sem lengi rak þar bókaútgáfu en er núna búsettur á Siglufirði. Á markaðinum í Nesi má auk þess nefna hillur með ýmsum söluvörum fyrir Reykhólahrepp.

...
Meira
Bessastaðir. Myndin er fengin á vef embættis forseta Íslands.
Bessastaðir. Myndin er fengin á vef embættis forseta Íslands.

Kjörskrá vegna forsetakjörs liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps. Kosningin í Reykhólahreppi fer fram þar á skrifstofunni laugardaginn 30. júní frá kl. 9 til 18. Sérstök ákvæði gilda um kosningu sjúklinga, fatlaðra og barnshafandi kvenna. Athygli skal vakin á því að kosið er á skrifstofu hreppsins við Maríutröð á Reykhólum að þessu sinni en ekki í Bjarkalundi eins og venjulega í almennum kosningum vegna þess að hótelið er upptekið á þeim tíma.

...
Meira
Guðmundur frá Laugalandi segir frá.
Guðmundur frá Laugalandi segir frá.
1 af 3

Útivistardagarnir Gengið um sveit í Reykhólahreppi byrja í kvöld með léttri fjölskyldugöngu niður að Langavatni þar sem gæsarungarnir Teista og Teisti verða með í för. Síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna dagskrána og allar helstu upplýsingar. Skráið ykkur hjá Hörpu í síma 894 1011.

...
Meira
Fjallkonan Lovísa Eyvindsdóttir.
Fjallkonan Lovísa Eyvindsdóttir.
1 af 11

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi stóð eins og áður fyrir hátíðarhöldum í Bjarkalundi. Fjallkona var Lovísa Eyvindsdóttir og flutti ljóðið Ísland farsælda frón eftir Jónas Hallgrímsson. Óhætt er að segja að sumarblíðan hafi leikið við mannskapinn eins og myndirnar sem hér fylgja bera með sér. Þær tók Fjóla Benediktsdóttir og miklu fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.

...
Meira

Fyrir nokkrum árum stóð félagsskapurinn Húsgull á Húsavík fyrir því að hafist var handa við uppgræðslu á Hólasandi. Gísli Sigurgeirsson hefur tekið saman stutta heimildamynd um þetta óárennilega en mikilvæga verkefni. Hjá Húsgulli hefur sannarlega safnast reynsla og þekking til að takast á við erfið verkefni í landgræðslu sem nýta mætti á öðrum stöðum. Með beitarstýringu og uppgræðslu mætti margfalda beitarþol landsins.

...
Meira

Á tuðruferð um breiðfirskar eyjar og hólma í gær fundu þeir Reykhólabúar og fuglatalningarmenn Tómas Sigurgeirsson (Tumi) og Eiríkur Kristjánsson rjúpuhreiður frammi í Landhólmum. Augljóst var að þetta er gamalt æðarhreiður sem rjúpan hefur tekið til afnota. Tumi segist aldrei fyrr hafa vitað rjúpu verpa í sjávarhólma. „Hún þarf að ná sér í flóðatöflu og sæta sjávarföllum til að trítla með ungana í land þegar þar að kemur, þetta er ekki stór hólmi,“ segir hann.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31