Yfir tveir metrar á hæð og hátt í 200 kg á þyngd
Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í Vestfjarðavíkingnum þriðja árið í röð. Í gær var keppt í tveimur kraftagreinum í Reykhólasveit, annarri í Bjarkalundi og hinni á Reykhólum, en keppninni lauk með tveimur greinum á bæjarhátíðinni í Búðardal í dag. Hafþór sigraði í fimm greinum af átta og hlaut samtals 89 stig, í öðru sæti varð Stefán Sölvi Pétursson með 81 stig og í þriðja sæti Georg Ögmundsson með 66,5 stig. Áður en komið var í Reykhólasveitina var fyrst keppt í Stykkishólmi og síðan um borð í Baldri, á Patreksfirði og á Tálknafirði.
...Meira