Tenglar

Hafþór Júlíus Björnsson sigraði þriðja árið í röð.
Hafþór Júlíus Björnsson sigraði þriðja árið í röð.
1 af 9

Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í Vestfjarðavíkingnum þriðja árið í röð. Í gær var keppt í tveimur kraftagreinum í Reykhólasveit, annarri í Bjarkalundi og hinni á Reykhólum, en keppninni lauk með tveimur greinum á bæjarhátíðinni í Búðardal í dag. Hafþór sigraði í fimm greinum af átta og hlaut samtals 89 stig, í öðru sæti varð Stefán Sölvi Pétursson með 81 stig og í þriðja sæti Georg Ögmundsson með 66,5 stig. Áður en komið var í Reykhólasveitina var fyrst keppt í Stykkishólmi og síðan um borð í Baldri, á Patreksfirði og á Tálknafirði.

...
Meira

Veðrið lék við gestina í afmælisgrillveislunni sem sveitarstjórn efndi til á 25 ára Reykhólahrepps hins nýja í Hvanngarðabrekku á Reykhólum í fyrrakvöld. Brekkan veit móti vestri og enginn bilbugur var á sólinni þrátt fyrir einstaka eljusemi lengi undanfarið. Hitinn eitthvað um fimmtán stig og nánast logn. „Þetta er nú bara eins og maður er vanur hér á sumrin,“ sagði einn heimavanur þurrlega við ferðalang eins og ekkert væri sjálfsagðara.

...
Meira
Skálmarnesmúlakirkja sumarið 1959. Hún var vígð árið eftir og hafði verið hátt í áratug í smíðum.
Skálmarnesmúlakirkja sumarið 1959. Hún var vígð árið eftir og hafði verið hátt í áratug í smíðum.
1 af 4

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur syngur hina árlegu messu í Skálmarnesmúlakirkju á Múlanesi kl. 14 á morgun, laugardag. Viðar leikur á harmonikkuna og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn. Kaffi verður á eftir í sumarbústaðnum þeirra Þuríðar og Finnboga.

...
Meira
Hafþór Júlíus í Vestfjarðavíkingnum á Silfurtorgi á Ísafirði árið 2009 (bb.is).
Hafþór Júlíus í Vestfjarðavíkingnum á Silfurtorgi á Ísafirði árið 2009 (bb.is).

Tveir viðburðir í Vestfjarðavíkingnum 2012 verða í Reykhólasveit á morgun, föstudag. Keppt verður í kútakasti yfir vegg í Bjarkalundi kl. 13 og steinapressum á Reykhólum kl. 17. Tvær fyrstu greinarnar í keppninni voru í gær í Stykkishólmi og í Baldri á leið norður yfir Breiðafjörð. Í dag var keppt á Patreksfirði og Tálknafirði. Síðasti keppnisdagurinn verður á bæjarhátíðinni í Búðardal á laugardaginn, þar sem keppt verður í uxagöngu við Leifsbúð kl. 12 og steinatökum við Dalabúð kl. 16.

...
Meira
Steinunn Rasmus og Júlía Guðjónsdóttir við súpuborðið á fundinum í Nesi.
Steinunn Rasmus og Júlía Guðjónsdóttir við súpuborðið á fundinum í Nesi.

Hér kemur uppskriftin að kræklingasúpunni sem Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir kennari á Litlu-Grund eldaði fyrir súpufundinn í Króksfjarðarnesi og getið er í fréttinni hér á undan. Þegar höfundur súpunnar var beðinn um uppskriftina var það auðsótt - með þeim fyrirvara, að engin leið væri að tiltaka hlutföllin af neinni nákvæmni. Fólk sem vant er kokkaríi styðst væntanlega við tilfinninguna og reynsluna í þeim efnum. „Bara sitt lítið af hverju,“ segir Ásta Sjöfn, og bætir við:

...
Meira
Séð af bryggjunni í Nesi upp að vinnslunni í húsunum gömlu.
Séð af bryggjunni í Nesi upp að vinnslunni í húsunum gömlu.
1 af 17

Bræðurnir Bergsveinn og Sævar Reynissynir og starfsmenn Icelandic Mussel Company ehf. (IMC) tóku á móti eittthvað um þrjátíu gestum á súpufundi sem haldinn var í Króksfjarðarnesi í fyrrakvöld og kynntu starfsemi vinnslunnar sem þar er að komast í fullan gang. Súpan var kræklingasúpa eins og vera bar en heiðurinn af henni átti Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (með góðum ráðum og annarri aðstoð). Uppskriftin og kannski líka eitthvað um aðstoðina birtist hér á vefnum síðar í dag.

...
Meira

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I.

...
Meira

Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til 4. júlí 1987 eða fyrir réttum 25 árum þegar hrepparnir fimm í Austur-Barðastrandarsýslu sameinuðust í einn. Þetta voru Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur. Í tilefni þess býður sveitarstjórn til grillveislu kl. 19 í kvöld í Hvanngarðabrekku á Reykhólum (oft nefnd Kvenfélagsgarðurinn eða Kvenfélagsgirðingin), en það er brekkan fagra og skjólið vestanvert við Reykhólakirkju.

...
Meira

„Við erum hæstánægð, þetta tókst afskaplega vel og samkvæmt okkar björtustu vonum“, segir Kolbrún Pálsdóttir hótelstýra um hátíðina í tilefni af 65 ára afmæli Hótels Bjarkalundar um helgina. Ekki spillti að veðrið lék við mannskapinn. Hátt í 400 manns voru í grillveislunni á föstudagskvöld og vel á annað hundrað manns í hátíðarkvöldverðinum á laugardag. Bjarkalundi bárust margar góðar gjafir og blómvendir en hér skal aðeins getið um gestabók með útskornum spjöldum frá Barðstrendingafélaginu og blómakörfu frá Reykhólahreppi. Þess má geta, að þarna hittust og rifjuðu upp gömlu tímana fjórar eða fimm konur sem höfðu starfað í Bjarkalundi fyrir meira en hálfri öld.

...
Meira
1 af 2

Það er óvenjumikil traffík í höfninni á Reykhólum í kvöld eins og sjá má á þessum myndum sem Halldór Jóhannesson skipstjóri á Blíðunni tók núna laust fyrir klukkan tíu. Flutningaskipið Haukur er að sækja mjöl og Grettir BA 39 er fullur af þangi. Þarna eru kuðungaveiðarinn Blíða SH 277 og líka grásleppubáturinn Bjössi RE 277 og einnig sést í afturendann á kræklingaveiðaranum Knolla BA 8.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31