Tenglar

14. maí 2012

Vantar lög í samkeppni

Hér skal minnt á lagasamkeppnina sem efnt er til í tengslum við Reykhóladagana í sumar. Úrslitin verða í íþróttahúsinu á Reykhólum 15. júní. Lag og texti verða að vera frumsamin og mega ekki hafa verið flutt opinberlega áður. Verðlaun eru kr. 50.000.

...
Meira
Sitt af hverju tagi.
Sitt af hverju tagi.
1 af 3

Vestfirska forlagið, sem hefur í áratugi safnað saman og gefið út vestfirskt efni af nánast öllu tagi, hefur nú komið á fót rafbókadeild. Þar geta allir sem fylgjast með þessari vistvænu tækniþróun fengið eldri bækur forlagsins, segir í kynningu frá forlaginu. Þar á meðal verður helsta flaggskip forlagsins, ævisaga sr. Baldurs Vilhelmssonar í Vatnsfirði, sem Hlynur Þór Magnússon færði í letur. Auk þess eru meðal annars fjölmörg rit sem snerta fólk og viðburði í Austur-Barðastrandarsýslu fyrr og síðar.

...
Meira
Dalli við Glæðisgerð.
Dalli við Glæðisgerð.
1 af 2

„Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég byrjaði að markaðssetja Glæði um aldamót,“ segir Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum. „Fyrstu árin seldi ég mest í 25 lítra brúsum til verktaka en salan í litlum brúsum var lítil. Síðustu árin hefur salan í eins lítra og fimm lítra brúsum hins vegar stóraukist. Salan það sem af er þessu ári er að nálgast alla árssöluna í fyrra,“ segir hann.

...
Meira
Gripurinn sem um ræðir.
Gripurinn sem um ræðir.
1 af 2

Til sölu er Victoria Super Cassotto harmonika (ítölsk), 120 bassa með sjö skiptingum, 13 skiptingar á hægri hendi og þrjár hökuskiptingar. Hún er liðlega tíu kíló að þyngd og hentar varla yngri en þeim sem hafa náð fullum fermingaraldri. „Mikil harmonika og flottur gripur.“

...
Meira

Dún-heilsuskjólin hennar Dóru frá Hafrafelli í Reykhólasveit (Dóru á Skriðulandi) hafa fengið mjög góðar viðtökur. Fréttin um þau sem hér birtist fyrir tveimur mánuðum er sú mest lesna á vef Reykhólahrepps frá upphafi. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur Dóra bætt ýmsum tilbrigðum við sama þemað, þannig að úr er orðin heil vörulína. „Já, ég geri þetta allt saman sjálf,“ segir hún, „hanna, sníð og sauma að öllu leyti.“ Heimasíða er í vændum en hægt er að skoða vörunar og panta á Facebook-síðunni Icelandic Eiderdown Design. Og svo má auðvitað hafa samband við Dóru í síma 893 2928.

...
Meira

Félag vestfirskra listamanna, sem stofnað var á síðasta ári, gengst fyrir Listamannaþingi í tengslum við aðalfund sinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík á morgun, laugardag. Félagið spannar allan Vestfjarðakjálkann og þar með Reykhólahrepp. Það er ekki aðeins opið öllum sem fást við eða hafa fengist við listsköpun af einhverju tagi heldur öllu áhugafólki um listiðkun.

...
Meira
Helen með hann Magna sinn nýkominn í heiminn, móbotnóttan að lit.
Helen með hann Magna sinn nýkominn í heiminn, móbotnóttan að lit.
1 af 8

Vorið er mesti annatíminn og vökutíminn í sveitum og munar þar ekki síst um sauðburðinn. Myndirnar sem hér fylgja tók Harpa Eiríksdóttir á Stað. Þær er líka að finna í myndasyrpu í valmyndinni hér vinstra megin. Víða mun búskapurinn vera orðinn ópersónulegri en áður tíðkaðist og látið nægja að láta búfénaðinn fá kennitölur. Á Stað á Reykjanesi eru nafngjafir þó enn í heiðri hafðar.

...
Meira
Frá skemmtikvöldi (kaffihúsi) Skruggu í íþróttahúsinu á Reykhólum í vor.
Frá skemmtikvöldi (kaffihúsi) Skruggu í íþróttahúsinu á Reykhólum í vor.

„Ótrúlega margir eru tilbúnir að gefa af frítíma sínum, margir eftir mjög langan vinnudag, til að skemmta samborgurum sínum eina kvöldstund. Þetta er mín reynsla af störfum mínum með leikfélaginu Skruggu undanfarin tvö ár,“ segir Eyvindur Magnússon, gjaldkeri Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi. Félagið er í Bandalagi íslenskra leikfélaga, sem hélt aðalfund sinn á Ísafirði um helgina. Þar var eftirfarandi ályktun og hvatning samþykkt:

...
Meira

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna frestast fundur hreppsnefndar Reykhólahrepps, sem halda átti í dag kl. 15.30.  Fundinum er frestað til miðvikudagsins 16. maí kl. 15.30.

...
Meira
1 af 2

Hvolparnir á myndunum eru nærri tólf vikna gamlir og búsettir í Reykjavík en leitað er að nýju heimili fyrir þá. Mamma þeirra er minkahundur og eins og allir hundar myndu þeir una sér vel í sveitinni, segir Edda frá Klukkufelli, sem bað vefinn um að birta myndirnar. Þeir sem vildu taka hvolpana að sér eru beðnir að hringja í síma 861 6453.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31