Tenglar

Gröf með hleðslum á Skipaeyri. Mynd úr skýrslunni um fornleifarannsókn í landi Kinnarstaða við Þorskafjörð.
Gröf með hleðslum á Skipaeyri. Mynd úr skýrslunni um fornleifarannsókn í landi Kinnarstaða við Þorskafjörð.

Fjórar nýjar skýrslur um rannsóknir á svæði Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna hafa verið settar hér á vefinn en átta skýrslur voru þar fyrir. Fornleifastofnun Íslands hefur gert allar þessar rannsóknir að frumkvæði félagsins og hafa bæði Alþingi og Þjóðhátíðarsjóður veitt styrki til þeirra.

...
Meira
Frá fornleifagrefti á Hofstöðum við Þorskafjörð sumarið 2006.
Frá fornleifagrefti á Hofstöðum við Þorskafjörð sumarið 2006.

Adolf Friðriksson fornleifafræðingur segir frá rannsóknum á kumlum (legstöðum úr heiðnum sið) í Barðastrandarsýslu og Dalasýslu á aðalfundi Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna sem haldinn verður í Búðardal annað kvöld, þriðjudagskvöld. Ekki er ólíklegt að meðal annars komi kumlateigurinn í Berufirði þar við sögu. Hann er einn stærsti grafreiturinn úr heiðnum sið sem fundist hefur hérlendis og mun Snæbjörn í Hergilsey hafa rannsakað hann fyrstur manna.

...
Meira
Þetta er ekki trefillinn sem um ræðir.
Þetta er ekki trefillinn sem um ræðir.

Fjólublár trefill hefur verið í óskilum í Reykhólaskóla allt frá því á sumardaginn fyrsta. Frá sama tíma hefur kvenúr verið í óskilum á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum.

...
Meira
Bessastaðir. Myndin er fengin á vef embættis forseta Íslands.
Bessastaðir. Myndin er fengin á vef embættis forseta Íslands.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands, sem fram fer laugardaginn 30. júní, er hafin við embætti sýslumannsins á Patreksfirði. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á ákveðnum dögum hér á vefnum, en kosið verður á skrifstofu hreppsins.

...
Meira
1 af 4

Umhverfisdagurinn var bjartur og fagur við Breiðafjörð þó að hlýindin væru ekki mikil og börnin á Hólabæ létu ekki sitt eftir liggja. Þau gengu um Reykhóla og þar í kring ásamt starfsfólki leikskólans og foreldrum og tíndu rusl og síðan var komið saman í blíðunni sem alltaf ríkir í Hvanngarðabrekkunni og grillað og prílað í trjánum.

...
Meira

Sex sóttu um stöðu skólastjóra nýrrar skólastofnunar á Reykhólum sem verður til við sameiningu Leikskólans Hólabæjar og Reykhólaskóla (Grunnskólans á Reykhólum). Einn umsækjandi uppfyllti ekki þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu. Nöfn umsækjendanna fimm sem valið stendur um:

...
Meira
1 af 2

Fyrir nokkrum dögum var hér greint frá því að Jón Þór Kjartansson á Reykhólum hefði séð dúfu við húsið sitt að Hellisbraut 32 en ekki verið nógu fljótur að smella af henni mynd. Undarlegt þótti að sjá fugl þessarar tegundar á þessum slóðum. Neðan við fréttina skrifaði Björk Stefánsdóttir á Hellisbraut 48 og sagði að börnin hennar hefðu verið að tala um dúfu sem þau hefðu séð og hún hefði verið merkt. Rebekka á Stað skrifaði þar líka og sagðist hafa náð merktum bréfdúfum sem villst höfðu af leið. Núna nokkuð seint að kvöldi var Jón Þór á ferð um Hellisbrautina og sá dúfuna rétt við hús þeirra Hallfríðar og Eggerts að Hellisbraut 52 og náði í þetta sinn að smella af henni myndum.

...
Meira
Efstu pörin: Ingimundur Pálsson, Már Ólafsson, Dalli, Björn Pálsson, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson.
Efstu pörin: Ingimundur Pálsson, Már Ólafsson, Dalli, Björn Pálsson, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson.
1 af 8

Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum og Björn Pálsson í Þorpum við Steingrímsfjörð sigruðu á árlegu héraðsmóti Strandamanna í brids, sem haldið var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík í vikunni. Spilaður var tvímenningur og tóku tuttugu manns eða tíu pör þátt í mótinu. Tveir Reykhólamenn gerðu ferð sína til keppni, þeir Dalli og Eyvindur Magnússon, sem hafa farið ófáar ferðirnar á Strandir til að spila. „Við Eyvi erum nú eiginlega Strandamenn,“ segir Dalli.

...
Meira

Héraðsbókasafnið í Reykhólaskóla hefur í vetur verið opið aukalega fyrsta laugardag í hverjum mánuði og þá hefur jafnframt verið þar lestrarstund fyrir börn. Að þessu sinni, laugardaginn 5. maí, verður safnið hins vegar ekki opið. Síðasti laugardagurinn um sinn þegar opið verður með þessum hætti er 2. júní.

...
Meira

Haldið verður upp á Harmonikudaginn 2012 í sal Barmahlíðar á Reykhólum á morgun, laugardag, og hefst fagnaðurinn kl. 15. Þar munu félagar í Harmonikufélaginu Nikkólínu ásamt upprennandi harmonikuleikurum spila nokkur lög og Vinafélag Barmahlíðar selur kaffi og vöfflur á 500 krónur. Þó að meirihluti félagsfólksins í Nikkólínu sé búsettur sunnan Gilsfjarðar var ákveðið að spila á Reykhólum að þessu sinni. „Við vonum að það mælist vel fyrir,“ segir Melkorka Benediktsdóttir á Vígholtsstöðum í Dölum, félagi í Nikkólínu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31