Tenglar

Hinn árlegi Umhverfisdagur er á morgun, laugardaginn 5. maí, og hvetur sveitarstjórn íbúa Reykhólahrepps til að nota daginn og snyrta í kringum sig. Kl. 10 er ætlunin að hittast í Reykhólaskóla og skipta með sér verkum í þorpinu. Grill og Svalar að verki loknu kl. 14.

...
Meira

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Suðurverks hf. skrifuðu í dag undir samning um vegagerð á tæplega 16 km kafla Vestfjarðavegar nr. 60 (Eiði - Þverá). Suðurverk hefst þegar handa og má búast við að til starfsmanna sjáist á verkstað með tæki sín og tól eftir 10-14 daga. Prammi sem notaður verður við þveranir fjarða er nú þegar á leiðinni frá Noregi, en Suðurverk hefur lánað hann til verka þar.

...
Meira

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga tekur undir ályktun Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þar sem skorað er á heilbrigðisyfirvöld að hrinda í framkvæmd lýðgrundaðri skimun fyrir ristilkrabbameini samkvæmt leiðbeiningum frá Embætti landlæknis. Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi og ein algengasta dánarorsök af völdum krabbameins. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins.

...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós heldur árlega vortónleika í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí og hefjast þeir kl. 19.30. Að þessu sinni mun Heiða Ólafs koma fram með kórnum. Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi Sigríður Óladóttir.

...
Meira
Frændurnir Þórður Jónsson í Árbæ og Þórður Sveinbjörnsson úr Svefneyjum.
Frændurnir Þórður Jónsson í Árbæ og Þórður Sveinbjörnsson úr Svefneyjum.
1 af 5

Einn af þeim meira en sex hundruð strandveiðibátum sem þustu á sjó núna í suðvestanáttinni þegar leyfilegt var er Darri BA 76, eini báturinn í því kerfi í Reykhólahreppi. Hann er gerður út frá Staðarhöfn á Reykjanesi og skipverjar eru nafnarnir og frændurnir Þórður Jónsson í Árbæ og Þórður Sveinbjörnsson úr Svefneyjum. Frekar var fiskurinn tregur en samt náðu þeir um 600 kg eftir daginn. Veðrið á þessum slóðum var með besta móti og voru þeir aðeins um klukkutíma og korter að „svífa til baka“ heim í Staðarhöfn frá Stykkishólmi, þaðan sem þeir leggja aflann upp.

...
Meira
Frá gámasvæðinu neðan við Reykhólaþorp.
Frá gámasvæðinu neðan við Reykhólaþorp.

Eins og hér hefur komið fram hefur Reykhólahreppur ákveðið að hefja um næstu mánaðamót flokkun sorps í samvinnu við Gámaþjónustu Vesturlands, íbúa, fyrirtæki og stofnanir. Annað kvöld, fimmtudaginn 3. maí, er efnt til íbúafundar í matsal Reykhólaskóla, þar sem fulltrúar frá Gámaþjónustunni kynna flokkunina og úrlausnir í þeim efnum. Fundurinn hefst kl. 20 og hvetur sveitarstjórnin íbúa sveitarfélagsins til þess að koma á hann.

...
Meira

Sigrún Lillý á Ráðgjafamiðstöð Krabbameinsfélags Íslands flytur erindi um líknardeildir vegna krabbameins og um krabbameinsmeðferð, á aðalfundi Krabbameinsfélags Breiðfirðinga, sem haldinn verður í Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 17 í dag, miðvikudag. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða einnig lagabreytingar á dagskrá og kosning fulltrúa á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands.

...
Meira
Naðurtunga (Wikipedia).
Naðurtunga (Wikipedia).
1 af 2

Ferðamálastofa hefur ákveðið að veita Reykhólahreppi styrk að fjárhæð kr. 400 þúsund til stígagerðar og uppsetningar fræðsluskilta við Langavatn neðan við Reykhólaþorp og á svæðinu þar í grennd. Styrkurinn er veittur af lið sem nefnist „Smærri styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2012“. Í þeim flokki voru veittir alls 24 styrkir á bilinu kr. 100-500 þúsund til verkefna um land allt. Á þessu svæði eru göngustígar fyrir en þörf er á að bæta þá mikið og leggja mun víðar.

...
Meira

Í dag er opnað í Hótel Bjarkalundi fyrir sumarið. Jafnframt hittist þannig á, að í dag er fyrsti þriðjudagur mánaðarins og þess vegna er mánaðarlegur súpufundur í Reykhólahreppi haldinn í Bjarkalundi í kvöld. Súpufundirnir eru núna á öðru starfsári sínu, en þeir eru til kynningar á fyrirtækjum og öðru sem fram fer í sveitarfélaginu. Bjarkalundur býður öllum í gúllassúpu og jafnframt verður fjallað um 65 ára afmæli þessa elsta sumarhótels landsins, sem fagnað verður í sumar.

...
Meira

Bergsveinn Reynisson, kræklingabóndi á Gróustöðum við Gilsfjörð og formaður samtaka kræklingaræktenda, var í samtali við Kristján Má Unnarsson fréttamann á Stöð 2 í gærkvöldi. Upphaf fréttarinnar er svohljóðandi: Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku, sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31