Tenglar

Meðal þess sem fengist er við á sænska sveitabýlinu Gårdsbacken er þjálfun smalahunda. Fleiri en hundar hafa þó fengið tilsögn í þeirri list: Smalakanínan á bænum er allsendis ófeimin við féð. Og hvað eljusemi varðar má líkja henni við sjálfa Duracell-kanínuna frægu.

...
Meira

Það settist dúfa á skjólvegginn hjá mér núna um klukkan hálfníu í kvöld, segir Jón Þór Kjartansson á Reykhólum. Hún sat þar eitt andartak og flaug svo út í buskann, ég var ekki nógu fljótur að smella mynd af henni þó að vélin væri fyrir framan mig.

...
Meira

Þátttakan á sundmóti Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) í Grettislaug á Reykhólum um helgina var góð - nema hvað Dalamenn varðar. Þaðan kom enginn. Hins vegar komu ungmenni af Ströndum í heimsókn suður yfir heiði og syntu í þessari frábæru 25 metra laug og nutu veðurblíðunnar og félagsskaparins á Reykhólum.

...
Meira
Af hverju fást ekki pylsubrauð í mismunandi stærðum rétt eins og fatnaður?
Af hverju fást ekki pylsubrauð í mismunandi stærðum rétt eins og fatnaður?
1 af 2

Sumarið er komið. Í dag á sælum sunnudegi hefur verið glaðasólskin með hægri austanátt við innanverðan Breiðafjörð og fuglasöngur hvarvetna. Efnt var til pylsuveislu að Reykjabraut 1 á Reykhólum og ekki ósennilegt að það hafi verið fyrsta veislan af því tagi utanhúss á þessum slóðum þetta árið. Að minnsta kosti ein af þeim allra, allra fyrstu.

...
Meira

Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Gísla Sverri Halldórsson dýralækni um að taka að sér almenna dýralæknisþjónustu og bráðaþjónustu í Reykhólahreppi og öðrum sveitarfélögum sem tilheyra þjónustusvæði 2 (Dalabyggð og sveitarfélög í Strandasýslu), sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir næsta mánuð eða frá 1. maí til 1. júní.

...
Meira
27. apríl 2012

Armbandsúr í óskilum

Kvenmannsúr er í óskilum í Barmahlíð á Reykhólum. Hefur að líkindum tapast í mannfagnaðinum á Barmahlíðardaginn, sumardaginn fyrsta. Uppl. í síma 434 7816.

...
Meira
27. apríl 2012

Tilmæli vegna varptímans

Minnt skal á fyrri tilmæli sveitarstjórnar Reykhólahrepps á þessum árstíma, auk þess sem áhugamenn um fuglalíf hafa beðið vefinn að koma þeim eindregnu tilmælum á framfæri, að tekið sé fyllsta tillit til fugla á varptímanum. Ekki síst er fólk beðið að vera alls ekki með lausa hunda í varplandi og gæta þess að kettir séu ekki lausir á flandri. Reyndar er allur Reykhólahreppur eitt allsherjar varpland. Hvort sem litið er til lands eða eyja er héraðið eitthvert fjölbreyttasta búsvæði fugla hérlendis og fuglalífið ein af helstu dásemdum þess.

...
Meira

Blásið er til Hólafjörs í Reykhólaskóla dagana 27.-28 apríl (föstudag og laugardag). Hólafjör er fyrir 5.-10. bekk í Reykhólaskóla og Auðarskóla í Dalabyggð og nú bjóðum við Strandamönnum með okkur. Skráning er hjá Rebekku Eiríksdóttur í síma 894 9123 (bekka@simnet.is) og hjá Herdísi Reynisdóttur í síma 434 1541 (efrimuli@snerpa.is). Gjald fyrir þátttöku er kr. 1.500. Ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki getur verið að Hólafjör verði fellt niður.

...
Meira

Mötuneyti Reykhólahrepps er sameinað mötuneyti Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Stefnt er að því að sameiginlegt mötuneyti taki til starfa 1. júní. Hér með eru störf matráðs IV, aðstoðarmatráðs og aðstoðar í mötuneytinu auglýst laus til umsóknar. Um er að ræða verkefni í þróun, spennandi störf fyrir jákvætt og úrræðagott fólk.

...
Meira

Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni, ætluðu námsmönnum og atvinnuleitendum, til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumálastofnunar með staðfestan bótarétt. Reykhólahreppur auglýsir samkvæmt þessu eftir sumarstarfsfólki í þrjú störf.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31