Tenglar

Matís leggst á árar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matvælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu, segir á vef stofnunarinnar. Liður í þessu er ráðning tveggja starfsmanna með aðsetur á Patreksfirði, en þeir koma til viðbótar tveimur sem nýlega voru ráðnir með aðsetur í Grundarfirði. Matís er opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

...
Meira
Solla Magg.
Solla Magg.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, betur þekkt sem Solla Magg, fór í morgun alfarin frá Reykhólum. Hún hafði samband núna í kvöld og bað vefinn fyrir innilegustu kveðjur til alls þess yndislega góða fólks sem hún kynntist í héraðinu árin þrjú sem hún var á Reykhólum. Solla var komin til dóttur sinnar í Keflavík en núna fyrir helgina fer hún vestur í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Þar ætlar hún að vera í mánaðartíma hjá syni sínum - með tærnar upp í loft, eins og hún orðaði það.

...
Meira

Vefurinn Búðardalur.is með undirtitlinum Menningarmiðja Dalanna var opnaður formlega í gærkvöldi. „Í einni setningu má segja að markmið þessarar vefsíðu sé að stuðla að varðveislu menningartengdra heimilda úr Dalabyggð í víðustu merkingu“, segir þar. Ritstjóri vefjarins er Sigurður Sigurbjörnsson en auk hans annast Þorgeir Ástvaldsson efnisöflun.

...
Meira
Hólmavík / Jón Halldórsson.
Hólmavík / Jón Halldórsson.

Sumarnámskeiðið Viltu koma út að leika? verður haldið á Hólmavík í sumar fyrir börn á aldrinum 6-13 ára. Námskeiðið mun standa í tvær vikur alla virka daga á tímabilinu 9.-20. júlí og fer að öllu leyti fram utandyra. Þessi skemmtilega hugmynd og framkvæmd hennar kemur frá systrunum Árnýju Huld og Guðmundínu Arndísi Haraldsdætrum, sem eru jafnframt leiðbeinendur á námskeiðinu.

...
Meira
29. maí 2012

Skólaslit á Reykhólum

Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóla verður slitið annað kvöld, miðvikudagskvöld 30. maí. Athöfnin verður í Reykhólakirkju kl. 20 en að henni lokinni er öllum boðið að þiggja veitingar í skólanum og skoða handverkssýningu nemenda.

...
Meira
29. maí 2012

Sr. Elína Hrund fimmtug

Jóhannes, Karl, Elína Hrund og Agnes.
Jóhannes, Karl, Elína Hrund og Agnes.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur er fimmtug á morgun, miðvikudaginn 30. maí. Hún er væntanleg heim á Reykhóla að kvöldi afmælisdagsins en núna er hún á Ísafirði. Þar situr hún í dag fund Prestafélags Vestfjarða en notar jafnframt ferðina til að heilsa upp á vinafólk á norðursvæðinu. Líka er tækifærið notað að kveðja prófastinn, sr. Agnesi í Bolungarvík, sem senn tekur við embætti biskups Íslands. Á leiðinni til baka á morgun ætlar sr. Elína að koma við á Patreksfirði, þar sem móðir hennar fæddist.

...
Meira

Á sínum tíma nefndi Ólafía í Hólakaupum við Hörpu bókavörð, að gaman væri að eiga á einum stað allar upptökur sem til eru frá þorrablótum í héraðinu. Vídeótæki úreldast og bjarga þarf myndefni á spólum í tæka tíð yfir í tölvur og yfir á diska, sem síðan væri hægt að leigja út á bókasafninu og í Upplýsingamiðstöðinni. Þær Ólafía og Harpa drifu sig af stað og eru nú þegar búnar að fá upptökur frá þorrablótinu á Reykhólum 2012, sem Dagný á Seljanesi var búin að setja á diska. Síðan er ætlunin að ganga frá hverju blóti fyrir sig eftir því sem efni finnst.

...
Meira
Eitthvað hefur Björgvin breyst frá því að þessi mynd var tekin.
Eitthvað hefur Björgvin breyst frá því að þessi mynd var tekin.

Gítarleikarinn gamalkunni Björgvin Gíslason heldur tónleika í Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 20.30 í kvöld, annan í hvítasunnu. Enginn aðgangseyrir. Auk þess að rifja upp eigin tónsmíðar og liðna popptíma spilar hann indverska tónlist og spjallar um og spilar lög sem hafa fylgt honum alla tíð.

...
Meira
25. maí 2012

Tvenns konar fjárhús

Vorferð sunnudagaskólans hjá sr. Elínu Hrund á Reykhólum var að þessu sinni farin út að Stað á Reykjanesi. Komið var í kirkjuna gömlu og merku, fjárhús guðs hjarðar á Stað, sem smíðuð var 1864 þannig að senn líður að 150 ára afmælinu. Síðan var farið í hið veraldlega fjárhús líðandi stundar að heimsækja ærnar á sauðburði og litlu lömbin þeirra. Þar buðu Fríða, Rebekka og Harpa gestunum safa og kex en Sandra mamma Ísaks og Birgittu lagði til kleinur.

...
Meira
Jökull Kristjánsson.
Jökull Kristjánsson.

Jökull Kristjánsson á Reykhólum, sem lést á líknardeild Landspítalans 15. maí eftir erfið veikindi, 48 ára að aldri, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju kl. 14 á morgun, laugardag. Hann lætur eftir sig þrjú börn, tvö þau yngri búsett á Reykhólum, og einn sonarson. Jökull heitinn var frá Patreksfirði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31