Matís blæs til sóknar við Breiðafjörð
Matís leggst á árar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matvælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu, segir á vef stofnunarinnar. Liður í þessu er ráðning tveggja starfsmanna með aðsetur á Patreksfirði, en þeir koma til viðbótar tveimur sem nýlega voru ráðnir með aðsetur í Grundarfirði. Matís er opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
...Meira