Tenglar

Afgreiðslu Landsbankans í Króksfjarðarnesi verður lokað núna um mánaðamótin en „stefnt að áframhaldandi þjónustuheimsóknum á Reykhóla“. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans í dag. Alls verður starfsemin í sjö afgreiðslum og útibúum á landsbyggðinni lögð niður, þar af á fjórum stöðum á Vestfjörðum og einum á Vesturlandi.

...
Meira
Neil Shiran Þórisson.
Neil Shiran Þórisson.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur undanfarin ár lagt vinnu í að greina stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum til þess að varpa ljósi á samkeppnishæfni svæðisins. Farið var í þessa vinnu meðal annars með hliðsjón af ályktunum Fjórðungsþings Vestfirðinga. Félagið á að vera leiðandi í mótun atvinnustefnu fjórðungsins og almennt að taka þátt í faglegri umræðu um uppbyggingu atvinnulífs svæðisins. Niðurstöðurnar úr greiningarvinnu félagsins staðfesta margt af því sem hefur almennt verið í umræðunni í fjölda ára.

...
Meira

Vinnuskóli Reykhólahrepps starfar að þessu sinni frá 4. júní til 20. júlí. Unnið verður í tveimur lotum með vikuhléi á milli. Fyrri lotan verður 4.-22. júní og seinni lotan 2.-20. júlí. Flokksstjóri verður Jón Þór Kjartansson. Rétt til starfa hafa ungmenni fædd 1996-1999, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2011-2012. Hámarksfjöldi nemenda verður 10. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, svo og lítils háttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi. Gert er ráð fyrir að 15 ára og eldri vinni með vélorf og erfiðari störf.

...
Meira

Orðalagið að rembast eins og rjúpan við staurinn passar ekki við þetta myndskeið (sjá neðar) þar sem rjúpukarri rembist við gluggann hjá Dísu Sverrisdóttur við Hellisbraut á Reykhólum. Ástæða rembingsins var ekki heldur valur í vígahuga og karrinn var ekki að reyna að komast inn - hann var að verja óðal sitt og hænur fyrir keppinautnum sem hann sá í spegilmynd sinni í rúðunni og vísa honum burt. Dísa var nýbúin að reka karrann og fylgihænur hans tvær af pallinum við húsið svo að þau skitu þar ekki allt út.

...
Meira
Bókasafnið er til húsa í Reykhólaskóla.
Bókasafnið er til húsa í Reykhólaskóla.

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps verður opið eitt kvöld í viku í sumar. Ekki er búið að ákveða daginn en Harpa bókavörður biður um tillögur um dag, svo og um tíma kvöldsins. Allir dagar frá mánudegi til fimmtudags koma til greina. Safnið verður opið kl. 13-15 á morgun, miðvikudag, eins og venja hefur verið í vetur. Lokað verður næsta mánudag, annan í hvítasunnu, en síðan opið kl. 13-15 miðvikudaginn 30. maí. Síðasti laugardagsmorgunn á safninu að sinni verður svo 2. júní kl. 10-11 en ekki kl. 10-12 eins og verið hefur fyrsta laugardag í mánuði í vetur. Lesið verður fyrir krakkana kl. 10.30. Kl. 11 verður síðan farið upp á Báta- og hlunnindasýninguna þar sem gestir fá skemmtilega leiðsögn.

...
Meira

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð taka skýra afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og beinni og óbeinni mismunun kynjanna. Þetta kemur fram í jafnréttisáætlun 2012-2016, sem Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps hefur gert. Þar er mjög skýrt tekið á þáttum er varða launajafnrétti, endurmenntun, fræðslu og stjórnsýslu, þar með setu í nefndum og ráðum á vegum stjórnsýslunnar, samræmingu fjölskyldulífs og atvinnulífs og jöfn tækifæri kynjanna á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála.

...
Meira

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Ingibjörgu Þór og börnin vegna fráfalls Jökuls Kristjánssonar. Eins og flestir vita eru nú erfiðir tímar hjá þeim. Nóg er að gera og margt um að hugsa hjá Ingibjörgu og fjölskyldu hennar og þá er ekki gott að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur líka, segir í tilkynningu frá vinum.

...
Meira
Arnarhreiður í Reykhólahreppi.
Arnarhreiður í Reykhólahreppi.

Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps með meiru leitar eftir skemmtilegum og áhugaverðum sögum sem tengjast haferninum og kynnum fólks af honum. Harpa er um þessar mundir að undirbúa sýninguna Arnarsetur Íslands í kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi, sem opnuð verður í næsta mánuði. Þar er ætlunin að hafa sögur af erninum og líka á væntanlegum vef Össuseturs Íslands ehf.

...
Meira

Stjórn Samtaka stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík hefur sent vef Reykhólahrepps eftirfarandi tilkynningu og óskað eftir því að hún yrði birt:

...
Meira

Vakin er athygli á því, að samkvæmt 10. gr. laga nr. 138/1994 um húsaleigubætur skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til áramóta. Skrifstofa Reykhólahrepps ákvað að bótaþegar með ótímabundinn leigusamning þyrftu ekki að sækja um húsaleigubæturnar aftur um síðastliðin áramót, þar sem upplýsingar um launatekjur væru þær sömu og á fyrri umsóknum, og kalla þá frekar eftir afritum af nýjum skattframtölum þegar þeim hefur verið skilað.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31