Fyrirmálsfengi á Miðjanesi í Reykhólasveit
Það var lambhrútur sem lék á mig helvískur, segir Lóa á Miðjanesi um ástæður nokkuð snemmbúins sauðburðar þar á bæ. Gimbrarlamb leit dagsins ljós í gær og síðan tvílembingar í morgun, hrútur og gimbur. Hrúturinn ungi sem þessu olli stökk yfir milliverk eins og ekkert væri og staðfesti með því hið fornkveðna, að náttúrunni halda nánast engin bönd. Nokkrar fleiri ær eru komnar fast að burði af sömu völdum. Lóa segir að páskabörnunum á Miðjanesi þyki þetta nú ekkert leiðinlegt. Hjördís Dröfn dóttir hennar er þar núna með fjölskyldu sína auk þess sem fleiri krakkar hafa komið í heimsókn.
...Meira