Framkvæmdir á sorpsvæði: Flokkun hefst í vor
Senn verður farið að flokka sorp á Reykhólum og þegar hafin vinna við hreinsun og annan undirbúning á sorpsvæðinu neðan við þorpið. Fólk er eindregið beðið að ganga vel um, sýna tillitssemi og henda ekki drasli þar sem verið er að hreinsa. Þegar þessu verki lýkur koma nýir gámar ætlaðir fyrir sorpflokkun, sem á að hefjast 1. júní. Íbúafundur verður í byrjun maí þar sem Gámaþjónusta Vesturlands mun kynna flokkunina.
...Meira