Tenglar

1 af 3

Senn verður farið að flokka sorp á Reykhólum og þegar hafin vinna við hreinsun og annan undirbúning á sorpsvæðinu neðan við þorpið. Fólk er eindregið beðið að ganga vel um, sýna tillitssemi og henda ekki drasli þar sem verið er að hreinsa. Þegar þessu verki lýkur koma nýir gámar ætlaðir fyrir sorpflokkun, sem á að hefjast 1. júní. Íbúafundur verður í byrjun maí þar sem Gámaþjónusta Vesturlands mun kynna flokkunina.

...
Meira
Sveinn Berg í æðarvarpinu.
Sveinn Berg í æðarvarpinu.
1 af 2

Sveinn Berg Hallgrímsson bóndi á Skálanesi er fimmtugur á morgun, föstudaginn 13. apríl. Raunar má segja að varla verði þverfótað fyrir fimmtugsafmælum í Reykhólahreppi þetta árið. Á fremri myndinni er Sveinn að sinna æðarvarpinu en á hinni er afmælisbarnið tilvonandi ásamt konu sinni, Andreu Björnsdóttur, og börnunum.

...
Meira

Þörungaverksmiðjan hf. óskar að ráða fólk til sumarafleysingastarfa í verksmiðju, til löndunar og á verkstæði félagsins á Reykhólum. Störfin standa báðum kynjum jafnt til boða.

...
Meira

Eins og hér kom fram átti Ingileifur Jónsson ehf. lægsta boð í nýlögn og endurlögn vegarins milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Fimm tilboð bárust og voru þau opnuð fyrir rúmum tveimur vikum. Fram kemur á fréttavefnum bb.is á Ísafirði í dag, að Vegagerðin hafi tilkynnt Ingileifi að fyrirtæki hans standist ekki þær kröfur sem hún gerir til verktaka sinna. Telja má líklegt að samið verði við Suðurverk hf. sem átti næstlægsta tilboðið.

...
Meira

Aðalfundur Handverksfélagsins Össu verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á laugardaginn, 14. apríl, og hefst kl. 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. fjallað um breytingar á lögum félagsins og starfið í sumar. Nýir félagar velkomnir og vel þegnir.

...
Meira
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn.
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Auk venjulegra aðalfundarstarfa má nefna, að Harpa Eiríksdóttir mun kynna ferðamöguleika í Reykhólahreppi en Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða kynnir áform í markaðsmálum ferðaþjónustu innanlands á næstu árum.

...
Meira
Davíð Ólafsson.
Davíð Ólafsson.

Breiðfirðingakórinn heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju á laugardag, 14. apríl, og hefjast þeir kl. 16. Dagskráin er fjölbreytt með hefðbundnum kórlögum í bland við margs konar önnur lög, bæði íslensk og erlend. Einsöngvari með kórnum er fimbulbassinn Davíð Ólafsson, stjórnandi er Hrönn Helgadóttir og undirleik annast Helgi Már Hannesson.

...
Meira
Magnús ásamt nokkrum verka sinna. Mynd: strandir.is.
Magnús ásamt nokkrum verka sinna. Mynd: strandir.is.

Sýning á málverkum Magnúsar Bragasonar verður opin í Galdrasafninu á Hólmavík alla daga til 4. maí. Þetta er fyrsta einkasýning Magnúsar enda ekki mjög langt síðan hann byrjaði að mála. Magnús Bragason er innfæddur Hólmvíkingur og hefur lengst af verið bóndi og fiskimaður.

...
Meira
Snæbjörn Kristjánsson.
Snæbjörn Kristjánsson.

Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var enn á ný endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins á aðalfundi þess fyrir nokkru. Af sjö stjórnarmönnum í félaginu eru fimm konur, þær Sigrún Halldórsdóttir varaformaður, Alvilda Þóra Elísdóttir ritari, Sæunn G. Thorarensen varagjaldkeri, Sigríður Karvelsdóttir vararitari og Júlíana Ósk Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Hinn karlinn í stjórninni er Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri. Inga Hansdóttir sem starfað hafði lengi í stjórninni gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru henni þökkuð vel unnin störf.

...
Meira

Vindur í hviðum í norðaustanáttinni á Reykhólum hefur verið yfir 20 metrar á sekúndu síðan snemma í morgun og allt upp í 27 m/sek. Mun hvassara hefur verið á Klettshálsi. Þar hefur meðalvindur á þessum tíma nánast alltaf verið yfir 20 m og upp í 28 m en hviðurnar upp í 38 m. Éljagangur hefur verið á fjallvegum og mjög blint á köflum. Spáð er heldur hægara veðri á morgun.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31