Tenglar

Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA í Bandaríkjunum sýnir að gróður hefur aukist hér á landi á undanförnum árum. Tunglin greina m.a. gróðurstuðul, sem er mælikvarði á blaðgrænu og grósku á yfirborði jarðar. Gögn frá tunglunum ná aftur til ársins 1982 og hafa þau verið notuð til að rannsaka langtímabreytingar á gróðri víða um lönd. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Fyrstu niðurstöður sýna að gróður hefur verið í sókn á Íslandi eins og margir hafa talið sig sjá merki um.

...
Meira

Ákveðið hefur verið að endurvekja mótorhjólaklúbbinn Reykhólar MC, en hann hefur legið í dvala í meira en öld. Vinsældir slíkra klúbba fara mjög vaxandi hérlendis eins og fram hefur komið í fréttum. Foringi klúbbsins Reykhólar MC frá stofnun og allt þar til hann lognaðist út af var Ásmundur „Boom“ Jónsson, bóndasonur og síðan bóndi í Neðra-Koti í Reykhólasveit.

...
Meira
Hvaða lag skyldi þetta vera?
Hvaða lag skyldi þetta vera?

Fimmtíu þúsund króna verðlaun verða veitt fyrir sigurlagið í lagasamkeppni sem efnt er til í tengslum við Reykhóladagana í sumar. Úrslitakeppni verður í íþróttahúsinu á Reykhólum 15. júní. Lag og texti verða að vera frumsamin og mega ekki hafa verið flutt opinberlega áður. Nöfnum höfunda verður haldið leyndum þar til úrslit eru ljós. Lögin verða kynnt undir dulnefni fyrir og í keppninni.

...
Meira
Þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum (í mjög góðu standi). Ljósm. Alda Davíðsdóttir á Patreksfirði.
Þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum (í mjög góðu standi). Ljósm. Alda Davíðsdóttir á Patreksfirði.

„Okkur þykir einnig athyglisvert, að eftir að vegkaflinn í Gufudalssveit var færður undir aðra verkstjórn, þá batnaði ástand og umhirða hans verulega. Okkar skoðun er því sú, að á þessu sviði þurfi Vegagerðin að ráð bót, það er: Að bæta verkstjórn og vinnulag starfsmanna á sunnanverðum Vestfjörðum.“

...
Meira
Shiran Þórisson hjá Vaxvest og Halldór Pálmi Bjarkason hjá Wild Westfjords.
Shiran Þórisson hjá Vaxvest og Halldór Pálmi Bjarkason hjá Wild Westfjords.

Vaxtarsamningur Vestfjarða (Vaxvest) hefur ákveðið að styrkja uppbyggingu ferðaskrifstofunnar Wild Westfjords, sem mun vinna sérstaklega að sölu á pakkaferðum til Vestfjarða til hollenskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta á Vestfjörðum hefur verið að vaxa og eru styrkir sem þessir mikilvægir til að auðvelda sprotafyrirtækjum og nýsköpunarhugmyndum að koma sinni starfsemi og vörum á framfæri. Það er trú Vaxvest að þessi styrkur muni fjölga erlendum ferðamönnum á Vestfjörðum og í heildina efla ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá Vaxvest.

...
Meira

Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri verður til viðtals á Reykhólum á mánudag, 2. apríl, en ekki á þriðjudaginn eins og venjulega.

...
Meira

„Við bjóðum ráðherrann hjartanlega velkominn í vinahópinn okkar enda vita allir sannir vinir Vestfjarða að bið eftir láglendisvegi tefur frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu, skerðir lífsgæði íbúanna og getur hreinlega orðið til þess að byggð leggist af. Vonandi hafa aðrir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sama skilning á aðstæðum okkar og innanríkisráðherra.“

...
Meira
28. mars 2012

Hin árlega útselaveisla

Þann mæta mann Eystein G. Gíslason í Skáleyjum hef ég þekkt frá barnæsku. Hann er ótrúlega fjölhæfur og er einn af okkar bestu hagyrðingum og á vel skilið að bera heitið skáld. Hann sat um árabil í stjórn Samtaka selabænda og var þar, sem annars staðar, mikils metinn. Nú þegar elli kerling sækir hann heim, þá finnst mér vel við hæfi að reynt sé að halda til haga vísum hans og ljóðum, ásamt öðru efni sem hann stóð að.

...
Meira

Kryddjurtanámskeið sem auglýst hafði verið í Tjarnarlundi í Saurbæ núna á laugardag, 31. mars, færist til Hólmavíkur og verður kennt í Grunnskólanum. Jafnframt er skráningarfresturinn lengdur fram á laugardagsmorgun, þar sem nú þegar eru komnir nógu margir til að öruggt sé að af námskeiðinu verði. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri sér um framkvæmdina en Fræðslumiðstöð Vestfjarða tekur við skráningum og kemur að skipulagningu á ýmsan hátt. Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga á matjurtarækt.

...
Meira

Algert draumaverkefni, sagði Ellen Margrét Bæhrenz ballettdansmær frá Miðjanesi í Reykhólasveit, sem fór með aðalhlutverkið í vorsýningu Listdansskóla Íslands í Borgarleikhúsinu í gær. Ellen varð nítján ára í síðasta mánuði og hefur stundað dansinn mestan hluta ævinnar eða frá þriggja ára aldri. Móðir hennar er Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir frá Miðjanesi og amma hennar Halldóra Játvarðardóttir - Lóa á Miðjanesi.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31