Gróður í sókn á sunnanverðum Vestfjörðum
Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA í Bandaríkjunum sýnir að gróður hefur aukist hér á landi á undanförnum árum. Tunglin greina m.a. gróðurstuðul, sem er mælikvarði á blaðgrænu og grósku á yfirborði jarðar. Gögn frá tunglunum ná aftur til ársins 1982 og hafa þau verið notuð til að rannsaka langtímabreytingar á gróðri víða um lönd. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Fyrstu niðurstöður sýna að gróður hefur verið í sókn á Íslandi eins og margir hafa talið sig sjá merki um.
...Meira