Kassaklifur á Reykhóladögum: Kassar óskast
Undirbúningsfólk Reykhóladaganna í sumar leitar að mjólkurkössum eða goskössum til að geta haft kassaklifur á dagskránni. „Þetta er hugmynd sem kom til okkar en því miður höfum við ekki fundið neina kassa, MS segist ekkert eiga né heldur Egils eða Vífilfell. Þess vegna leitum við nú til sveitunganna, sem og vina sveitarinnar. Ef við náum að safna saman kössum getur þessi hugmynd orðið að veruleika.“
...Meira