Tenglar

Undirbúningsfólk Reykhóladaganna í sumar leitar að mjólkurkössum eða goskössum til að geta haft kassaklifur á dagskránni. „Þetta er hugmynd sem kom til okkar en því miður höfum við ekki fundið neina kassa, MS segist ekkert eiga né heldur Egils eða Vífilfell. Þess vegna leitum við nú til sveitunganna, sem og vina sveitarinnar. Ef við náum að safna saman kössum getur þessi hugmynd orðið að veruleika.“

...
Meira
Bollastell og fleira.
Bollastell og fleira.
1 af 2

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi gekkst fyrir leirnámskeiði núna í febrúar og mars, þar sem nemendur hönnuðu og mótuðu sín eigin bollastell og raunar fleira þeim tengt, svo sem „glasamottur“ úr leir. Kenndar voru grunnaðferðir í handmótun og unnið með form og mynsturgerð, meðferð oxíðefna og glerunga. Námskeiðið var haldið í Reykhólaskóla og tókst í alla staði mjög vel. Kennari var Guðbjörg Björnsdóttir í Dalabyggð.

...
Meira
Horft yfir Reykhóla - myndin er tekin í fjallinu fyrir ofan Grund.
Horft yfir Reykhóla - myndin er tekin í fjallinu fyrir ofan Grund.

Undirvefurinn Gamlar myndir hefur verið stofnaður hér á vef Reykhólahrepps - undir Ljósmyndir í valmyndinni vinstra megin. Þar segir: Hér er ætlunin að tína inn gamlar myndir úr héraðinu eftir efnum og ástæðum. Reynt verður að gera grein fyrir myndunum og því sem á þeim er – en jafnframt er óskað eftir frekari skýringum, athugasemdum, ábendingum og leiðréttingum eftir atvikum. Líka kunna að slæðast með nýjar myndir af einhverju frá fyrri tíð. Eindregið er mælst til þess að fólk láti gamlar myndir í té til birtingar hér. Þær má senda í tölvupósti eða koma þeim til umsjónarmanns vefjarins (892 2240) til innskönnunar.

...
Meira

Sjálfboðaliðastund verður á Héraðsbókasafninu á Reykhólum kl. 16-18 á morgun, fimmtudag. Allar hjálparhendur velkomnar og vel þegnar og alls ekki nauðsynlegt að vera allan tímann. Heitt á könnunni og kex í boði. „Hlakka til að sjá sem flesta,“ segir Harpa bókavörður, sem gefur nánari upplýsingar í síma 894 1011.

...
Meira

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi fer þess á leit, að fólk athugi hvort einhvers staðar leynist ekki áberandi skartglingur sem hægt væri að gefa félaginu, svo sem perlufestar, eyrnalokkar, helst með klemmu, stórir hringar og „yfirleitt allt það djönkdót sem hægt er að hugsa sér“. Líka væri fatnaður vel þeginn, svo sem gamlir kjólar, hnepptar peysur og ýmislegt fleira.

...
Meira
Játvarður Jökull Júlíusson.
Játvarður Jökull Júlíusson.

Þorrablótskvæði frá 1946, sem Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi og fræðimaður á Miðjanesi í Reykhólasveit orti um fleyturnar á Reykhólum, er komið á vefinn undir Gamanmál af ýmsu tagi í valmyndinni hér vinstra megin. Þetta er langelsta þorrablótsefnið sem vefnum hefur áskotnast hingað til.

...
Meira
20. mars 2012

Karlmannsúr í óskilum

Casio-karlmannsúr (stálúr) fannst utan við Reykhólaskóla eftir áramótin og hefur ekki hafst uppi á eigandanum. Vitja má úrsins á kennarastofunni, sími 434 7731.

...
Meira

Bræðurnir Fenrisúlfur og Miðgarðsormur létu sig ekki vanta á árshátíð Reykhólaskóla um helgina. Enda ekki von - þar túlkuðu nemendur atburði úr goðafræði norrænna manna. Myndirnar sem hér fylgja tók Herdís Erna Matthíasdóttir - af leikendum og áhorfendum ásamt orminum og auk þess eina af skólastjóranum (sem er ekkert ógnvekjandi þó að fyrirsögnin gæti bent til þess).

...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

„Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar til að allir geti notið sín sem best í samfélaginu og fengið úrlausn sinna þarfa,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, í tilskrifi til vefjarins. „Félagsmálastjóri annast félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Komið er til móts við einstaklingsbundnar þarfir þeirra sem sem þangað leita,“ segir hún einnig, og tekur mörg dæmi um aðstæður þar sem ráðgjöf er veitt.

...
Meira
Myndina tók Indiana Ólafsdóttir í Skotlandsferð Kötlukvenna í vetur.
Myndina tók Indiana Ólafsdóttir í Skotlandsferð Kötlukvenna í vetur.

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi heldur aðalfund sinn á morgun, þriðjudagskvöld kl. 20, í matsal Reykhólaskóla. Auk þess sem venjuleg aðalfundarstörf verða á dagskránni er vonast eftir nýjum konum í hópinn og þær boðnar velkomnar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31