Tenglar

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi minnir á námskeið Arnars Haukssonar kvensjúkdómalæknis um breytingaskeið kvenna og vandamál sem því geta fylgt. Námskeiðið verður í húsi Símenntunar í Borgarnesi að kvöldi 24. apríl (þriðjudag) og hefst kl. 20. Skráning í síma 437 2390 eða í netpósti. Verð kr. 3.900.

...
Meira
1 af 3

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi efnir til kaffihúss og sýnir fjögur örleikrit (gamanþætti) í íþróttahúsinu á Reykhólum annað kvöld, miðvikudag, síðasta vetrardag. Þættirnir Í bíltúr og Á heimilinu eru eftir Maríu Guðmundsdóttur og voru fyrst sýndir hjá Leikfélagi Mosfellssveitar fyrir fjórum árum, Hjónabandsmiðlunin er eftir óþekktan höfund en Amma í stuði með Guði er eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur (Sollu Magg), formann Skruggu, sem jafnframt er leikstjóri. Leikendur eru fimmtán auk gítarleikara en fleiri leggja hönd á plóginn.

...
Meira

Áhugafólk um bættar samgöngur á Vestfjörðum undir forystu Harðar Sigtryggssonar á Þingeyri hefur hrundið af stað söfnun undirskrifta til að skora á Alþingi og ríkisstjórn að færa jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar framar á verkefnalista. Þau myndu leysa veginn um Hrafnseyrarheiði af hólmi, en hann er ófær marga mánuði á ári. Eins og hér kom fram var á föstudag byrjað að ryðja heiðina þetta árið. Undirskriftalistar liggja frammi á mörgum stöðum allt frá Bolungarvík og Ísafirði og suður í verslunina Hólakaup á Reykhólum. Textinn er svohljóðandi:

...
Meira
Sigurður Atlason (t.v.) á aðalfundi Ferðamálasamtakanna í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina.
Sigurður Atlason (t.v.) á aðalfundi Ferðamálasamtakanna í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina.

Það var einkar vel tekið á móti okkur ferðaþjónum á Vestfjörðum sem fjölmenntum í Reykhólasveit um helgina á aðalfundarhelgina okkar. Gestrisnin var til fyrirmyndar og gleðin og fjörið sem heimamenn skópu munu seint eða aldrei renna úr minni nokkurs manns sem þangað mætti. Sveitin skartaði sínu fegursta og gestgjafar okkar tóku sérlega vel á móti okkur.

...
Meira
Mikill snjór er á Hrafnseyrarheiði. Ljósm. Vegagerðin.
Mikill snjór er á Hrafnseyrarheiði. Ljósm. Vegagerðin.

Við byrjuðum að moka Hrafnseyrarheiði á föstudag og Dynjandisheiði í morgun, segir Sigurður Mar Óskarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, í samtali við bb.is á Ísafirði. Báðar heiðarnar hafa verið ófærar í marga mánuði eins og venjulega yfir veturinn. Aðspurður hvort opnunin sé óvenju seint á ferð í ár segir Sigurður svo ekki vera: Við höfum oft verið fyrr á ferðinni og oft síðar, í raun er þetta bara ósköp venjulegur tími til að hefja mokstur.

...
Meira

Nemendurnir í leikskólanum Hólabæ á Reykhólum og Reykhólaskóla brugðu sér um helgina í menningarferð suður á bóginn ásamt ýmsum eldri. Á laugardagsmorgun fóru yngri krakkarnir í Þjóðminjasafnið og síðan eftir hádegi á Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu áður en haldið var í pítsuveislu á Rizzo. Þar bættust í hópinn krakkarnir í 8.-10. bekk, sem verið höfðu á smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði á föstudag og fram á laugardag. Þarna var hópurinn orðinn áttatíu manns.

...
Meira
Hafliði Aðalsteinsson skipasmiður að störfum á Reykhólum.
Hafliði Aðalsteinsson skipasmiður að störfum á Reykhólum.

Jón Bjarnason fyrrv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um hvernig best megi tryggja varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta. Í nefndinni sitji fulltrúar frá greinum sjávarútvegsins, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Þjóðminjasafni Íslands og héraðssöfnum. Í greinargerð eru taldir upp nokkrir „væntanlegir þátttakendur í umræddum verkefnum“ og segir þar um Bátasafn Breiðafjarðar:

...
Meira
Stjórn FV 2012-13: Elfar Logi, Valgeir, Sigurður Atlason, Jón, Ester Rut, Sigurður Arnfjörð og Halldóra.
Stjórn FV 2012-13: Elfar Logi, Valgeir, Sigurður Atlason, Jón, Ester Rut, Sigurður Arnfjörð og Halldóra.
1 af 13

Sigurður Atlason hjá Strandagaldri á Hólmavík var endurkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Hann hafði lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram en skipti um skoðun á síðustu stundu vegna eindreginna áskorana. Sigurður hefur gegnt formennsku síðustu þrjú ár. Ástæðu þess að hann ákvað að gefa ekki kost á sér lengur sagði hann hafa verið þá, að síðasta ár hefði farið í mjög erfiða, leiðinlega og slítandi baráttu við yfirgang og skilningsleysi sveitarstjórnarfólks á Vestfjörðum.

...
Meira
Stjórn og varastjórn Vesturferða. Frá vinstri: Ingi Þór, Jón Þórðarson, Keran Stueland, Birna Mjöll, Harpa, Arinbjörn og Guðmundur Helgi.
Stjórn og varastjórn Vesturferða. Frá vinstri: Ingi Þór, Jón Þórðarson, Keran Stueland, Birna Mjöll, Harpa, Arinbjörn og Guðmundur Helgi.

Engar tímamótaákvarðanir voru teknar á aðalfundi ferðaskrifstofunnar Vesturferða í Bjarkalundi í Reykhólasveit núna um helgina eftir miklar hræringar á síðasta ári. „Við ætlum okkur einfaldlega að standa við þau fyrirheit sem gefin voru við breytt eignarhald - að selja ferðaþjónustu á öllum Vestfjarðakjálkanum,“ segir Guðmundur Helgi Helgason á Núpi í Dýrafirði, stjórnarformaður Vesturferða.

...
Meira
13. apríl 2012

Þér hrútar

Rebekka á Stað, Kristján í Gautsdal og Vilberg á Hríshóli.
Rebekka á Stað, Kristján í Gautsdal og Vilberg á Hríshóli.
1 af 5

Verðlaun fyrir bestu hrútana í þremur flokkum voru veitt á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps í síðustu viku. Vilberg á Hríshóli fékk fyrstu verðlaun í flokki mislitra hrúta, Kristján í Gautsdal í flokki kollóttra hrúta og Staðarbúið í flokki hyrndra hrúta. Karl á Kambi, Þórður í Árbæ, Leifur í Djúpadal og Einar í Fremri-Gufudal áttu hrúta í sætum tvö og þrjú.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31