Tenglar

Þörungaverksmiðjan er í Karlsey, rúma tvo kílómetra neðan við Reykhóla.
Þörungaverksmiðjan er í Karlsey, rúma tvo kílómetra neðan við Reykhóla.
1 af 2

Fyrir rúmri viku auglýsti Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hér á vefnum eftir fólki í sumarafleysingar. Þrjátíu og níu umsóknir bárust. Sinn tíma tekur að vinna úr slíkum fjölda umsókna en gert er ráð fyrir að haft verði samband við umsækjendur í lok næstu viku.

...
Meira
1 af 3

Á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða, sem haldinn var í Heydal í Mjóafirði við Djúp í síðustu viku, var samþykkt ályktun til stuðnings tillögu Búnaðarþings 2012 um endurskipulagningu leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Einnig voru samþykktar ályktanir um samgöngubætur innan Vestfjarða með gerð Dýrafjarðarganga og með endurbótum á veginum yfir Dynjandisheiði.

...
Meira

Um hundrað manns komu á kaffihúsið og örleikritin hjá Skruggu í íþróttahúsinu á Reykhólum að kvöldi síðasta vetrardags. Nú hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu á þáttunum fjórum kl. 21 á sunnudagskvöld en þá verður ekki kaffihús líka. Verð á leiksýninguna á sunnudagskvöld verður aðeins kr. 1.000 (enginn posi).

...
Meira

Vorkvæðið sem hér er birt orti Eysteinn G. Gíslason (Eysteinn í Skáleyjum) á sínum tíma fyrir sönghóp í Reykhólahreppi, sem nefndi sig Litlu flugurnar. Kvæði Eysteins er tilbrigði við Litlu fluguna eftir Sigurð Elíasson á Reykhólum (Lækur tifar létt um máða steina) og með mörgum tilvísunum í það kvæði. Eins og hér hefur komið fram samdi Sigfús Halldórsson tónskáld lagið við kvæði Sigurðar á átta mínútum í stofunni hjá honum (þar sem núna er gistiheimilið Álftaland). Í vetur voru sextíu ár liðin frá því að Sigfús samdi þetta vinsælasta lag sitt.

...
Meira

Vefur Reykhólahrepps (Reykhólavefurinn) á fjögurra ára afmæli um þessar mundir. Hann var opnaður öllum á sumardaginn fyrsta 2008, sem þá bar upp á 24. apríl, en hafði áður verið í „prufukeyrslu“ um skeið. Fréttir á vefnum frá upphafi eru 2.174 en að auki hefur verið settur inn á hann urmull fundargerða og tilkynninga og margt annað efni á undirsíðum.

...
Meira

Böðvar Jónsson skógræktarmaður í Skógum í Þorskafirði sendi vefnum slóð á heimildamynd á YouTube um skóga, eðli þeirra og mikilvægi í lífkeðju heimsins (Skógurinn og við - Of Forests and Men). Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 2011 alþjóðlegt ár skóga og var þessi mynd gerð í tilefni af því. Hér er með henni íslenskur texti í flutningi Egils Ólafssonar leikara.

...
Meira
Frá Barmahlíðardeginum í fyrra.
Frá Barmahlíðardeginum í fyrra.

Barmahlíðardagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta. Enda þótt hann hafi í byrjun verið kenndur við Dvalarheimilið Barmahlíð (og sé það enn í dag) hefur dagskráin a.m.k. á síðari árum alls ekki verið einskorðuð við heimilið þó að hluti hennar sé þar. Dagskráin á Reykhólum fyrsta sumardag 2012:

...
Meira

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. mars 2012 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Gerðar voru breytingar á skipulaginu vegna athugasemda sem bárust eftir fyrri auglýsingu, sem birtist 22. september 2011. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey.

...
Meira

Natasha danskennari verður með námskeið í breikdansi (break) í Reykhólaskóla vikuna 23-27. apríl, ætlað börnum sem verða sex ára á árinu og eldri. Gjaldið er kr. 5.000. Skráning hjá Guðrúnu í síma 865 5237 og Herdísi í síma 690 3825. Tímar verða eins og hér segir:

...
Meira

Stofnfundur félags áhugamanna um hreindýr á Vestfirði verður haldinn í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík á laugardaginn og hefst kl. 14. Nánari uppl. veitir Magnús Ólafs Hansson, verkefnastj. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Patreksfirði, í síma 490 2301 eða 868 1934.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31