Vattarfjörður - Kjálkafjörður: Tilboð opnuð
Ingileifur Jónsson ehf. átti lægsta tilboðið í nýlögn og endurlögn Vestfjarðavegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Fimm tilboð bárust og voru þau opnuð í dag. Um er að ræða tæplega 16 km langan veg auk brúa yfir mynni Mjóafjarðar inn af Kerlingarfirði og yfir Kjálkafjörð, sem er á vesturmörkum Reykhólahrepps. Langmestur hluti hins nýja vegar verður innan Reykhólahrepps. Vegna þverunar fjarðanna styttist leiðin um átta kílómetra. Ætlunin er að verkinu verði að fullu lokið haustið 2015.
...Meira