Tenglar

Ingileifur Jónsson ehf. átti lægsta tilboðið í nýlögn og endurlögn Vestfjarðavegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Fimm tilboð bárust og voru þau opnuð í dag. Um er að ræða tæplega 16 km langan veg auk brúa yfir mynni Mjóafjarðar inn af Kerlingarfirði og yfir Kjálkafjörð, sem er á vesturmörkum Reykhólahrepps. Langmestur hluti hins nýja vegar verður innan Reykhólahrepps. Vegna þverunar fjarðanna styttist leiðin um átta kílómetra. Ætlunin er að verkinu verði að fullu lokið haustið 2015.

...
Meira
Eyvindur Magnússon.
Eyvindur Magnússon.

Sveitarfélagið reisi a.m.k. 1000 fermetra þjónustuhús, þar sem hægt yrði að hafa verslun, veitingar, kaffihús, heilsugæslu, hreppsskrifstofur og ýmsa aðra þjónustu og sölurými. Þarna myndi losna um íbúðarhús sem hreppurinn er í núna og hús heilsugæslunnar losnaði til íbúðar. Þetta þjónustuhús yrði leigt út og sjálfur myndi ég taka 300 fermetra á leigu. Þetta er ekki eins dýrt og einhverjir myndu kannski halda.

...
Meira
Hér má glögglega sjá fúndamentið ...
Hér má glögglega sjá fúndamentið ...

„Svona búnaður hefur ekki verið notaður áður við bátasmíði svo við vitum,“ segir Eggert Björnsson bátasmiður í framhaldi af fréttinni hér í gær um námskeið í bátasmíði. „Við vorum að hugsa um nafn á þetta fyrirbæri og mér datt í hug „fúndament“, en það orð var haft um grind undir vélum sem fluttar voru inn. Og af því að þetta á að vera færanlegt milli staða, jafnvel landshluta, þá mætti kalla þetta „ferða-fúndament“.

...
Meira
Loftmynd frá Skálanesi. Flutningur skógarins teiknaður inn á myndina.
Loftmynd frá Skálanesi. Flutningur skógarins teiknaður inn á myndina.

Stór hluti skógarplantnanna á Skálanesi sem fluttur var um set á liðnu vori vegna nýja vegarins virðist hafa lifað flutninginn. Þetta kemur fram í ársskýrslu Skjólskóga á Vestfjörðum fyrir 2011. Á Skálanesi er að vaxa upp sérlega fallegur laufskógur sem plantað var til samkvæmt samningi frá 2001 um skógrækt á 20 hekturum. Fullplantað var í landið á nokkrum árum og hefur trjávöxtur og viðgangur verið með mestu ágætum.

...
Meira
1 af 3

Lokið er syðra fjórum námskeiðum í bátasmíði á vegum Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum og Iðunnar, félags iðnaðarmanna. Lagt var upp með að halda tvö námskeið en þau urðu fjögur og voru tuttugu kennslustundir hvert. Þátttakendur voru alls tuttugu og þrír karlar víða af landinu. Námskeiðin voru haldin í skemmu í Gufunesi og voru kennarar tveir af forsvarsmönnum Bátasafns Breiðafjarðar, þeir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson.

...
Meira
Að lokinni messu á Skálmarnesmúla. Nánar í meginmáli.
Að lokinni messu á Skálmarnesmúla. Nánar í meginmáli.

Embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli hefur verið auglýst laust til umsóknar. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir hefur þjónað sóknunum sex í prestakallinu í þrjú og hálft ár, upphaflega í afleysingum fyrir sr. Sjöfn Þór. Sjöfn ákvað hins vegar að segja starfi sínu lausu eftir barneignarorlof og hefur Elína þjónað í hennar stað lausráðin síðan. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir prófastur hefur skipað valnefnd sem mun meta umsækjendur. Skipunartími prestsins verður til fimm ára frá 1. júní. Ekki verður um prestskosningar að ræða eins og áður tíðkaðist heldur skipar biskup í embættið að fengnu áliti valnefndar.

...
Meira

„Við vörum viðkvæma við myndunum sem hérna fylgja,“ sagði þulurinn í Sjónvarpinu í kvöld þegar hann kynnti frétt um minkaveiðar Reynis Bergsveinssonar frá Gufudal. Þar var fjallað um minkasíurnar sem Reynir fann upp og hafa orðið þúsundum minka að fjörtjóni síðustu átta árin.

...
Meira
Glæra úr erindi Magnúsar.
Glæra úr erindi Magnúsar.

Magnús B. Jónsson, landsráðunautur í nautgriparækt, flutti erindi um stöðu og horfur í kynbótastarfi nautgriparæktar hérlendis á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær. Meðal annars ræddi hann um árangur ræktunarstarfsins síðustu 30 ár og erfðaframfarir í íslenska kúastofninum. Fram kom í máli Magnúsar, að erfðaframfarirnar hefðu getað verið meiri hér á landi ef heimanautanotkun væri minni en raun ber vitni.

...
Meira
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir.
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi (og þar með prófastur yfir Reykhólaprestakalli) fékk flest atkvæði í fyrri umferð biskupskjörs. Talið var í dag. Átta gáfu kost á sér og hlaut enginn hreinan meirihluta þannig að kosið verður um tvö efstu, sr. Agnesi og sr. Sigurð Árna Þórðarson. Sr. Agnes er dóttir sr. Sigurðar Kristjánssonar frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, sem lengst af var prestur á Ísafirði og prófastur.

...
Meira
Hvaða fuglategund er þetta og hvaða sker úti á firði? Nánar í meginmáli.
Hvaða fuglategund er þetta og hvaða sker úti á firði? Nánar í meginmáli.

„Fuglaskoðun innlendra og erlendra ferðamanna hefur aukist talsvert síðustu ár. Enn eru þó ónýtt tækifæri á þessu sviði til markaðssetningar svæða á Íslandi til fuglaskoðunar. Víðast hvar er skortur á stöðluðum skráningum fuglalífs sem nýtast við kynningu svæða til fuglaskoðunar,“ segir í nýútkominni skýrslu um athuganir á fuglalífi á Snæfellsnesi og í Dölum á liðnu sumri. Undirtitill hennar er Grunnupplýsingar ætlaðar ferðaþjónustu og ferðamönnum. „Snæfellsnes og Breiðafjörður eru rík af fuglalífi og er ljóst að þegar kemur að fuglaskoðun er hér um vannýtta auðlind að ræða“, segir þar einnig.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31