Tenglar

Sjálfboðaliðakvöld verður á bókasafninu á Reykhólum kl. 20-22 annað kvöld, fimmtudag. Allir vel þegnir og velkomnir í notalega samveru- og samvinnustund. Þeir sem vilja liðsinna þurfa ekkert endilega að vera allan tímann. Kaffi og kex. Þetta er síðasta sjálfboðaliðakvöldið fyrir súpufundinn þriðjudaginn 6. mars kl. 18.30 þar sem starfsemin á bókasafninu verður kynnt.

...
Meira
Dýrbitin ær á Ströndum. Myndin fengin á vef Jóns Halldórssonar á Hólmavík.
Dýrbitin ær á Ströndum. Myndin fengin á vef Jóns Halldórssonar á Hólmavík.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er fyrsti flutningsmaður tillögu sem felur það í sér að tilhögun refaveiða verði breytt. Í greinargerð segir, að „sá losaragangur“ sem viðgengist hafi á stjórnun refaveiða undanfarna áratugi hafi ásamt friðun ákveðinna landsvæða leitt af sér óhóflega stækkun refastofnsins. Tillagan er á þessa leið:

...
Meira

Vestfirðir fengu viðurkenninguna European Destination of Excellence – EDEN árið 2010 fyrir vatnstengda ferðaþjónustu (Aquatic Tourism) og árið 2011 fékk Stykkishólmsbær einnig EDEN viðurkenningu. Markaðsstofa Vestfjarða hefur unnið í þróun verkefnisins frá árinu 2010 og meðal annars tekið þátt í stefnumótun þess innan Evrópu ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Nú er komið að því að setja fram þjónustu í tengslum við þetta vörumerki og af því tilefni er á dagskránni að halda tveggja daga vinnufund í Bjarkalundi þar sem saman koma ferðaþjónar frá Vestfjörðum og Stykkishólmsbæ auk fulltrúa frá samstarfsaðilum fundarins. Stefnt er að því að halda fundinn 21. og 22. mars.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) sigraði á árlegu bridsmóti til minningar um Karl Aðalsteinsson á Smáhömrum við Steingrímsfjörð, sem haldið var á Hólmavík í gær. Eyvindur S. Magnússon á Reykhólum (Eyvi) varð í öðru sæti. Hér er um silfurstigamót að ræða og keppt í einmenningi um farandbikar. Jökull Kristjánsson á Reykhólum sigraði í fyrra, þannig að bikarinn verður enn um sinn Breiðafjarðarmegin heiða. Jökull átti þess ekki kost að vera með núna og verja bikarinn.

...
Meira
Siggi Hall.
Siggi Hall.

„Íslensk veitingahús eru flestöll í háum gæðaflokki. Það er vegna þess að þegar gæði eru annars vegar stöndum við vel hvað varðar mat og matreiðslu. Við eigum frábært hráefni vegna þess að það er svo mikill ferskleiki í kringum okkur. Ég held að hvergi í heiminum sé borinn á borð á heimilum jafnferskur fiskur og hér á Íslandi, nokkurn veginn beint úr bátnum. Við eigum íslenska lambakjötið sem ég er sannfærður um að er eitthvert besta kjöt í heimi. Íslenska lambakjötið og íslenskar landbúnaðarvörur eru ræktaðar og unnar í hreinu umhverfi, landi þar sem er nóg pláss.“

...
Meira

Íslenskir bændur geta og vilja. Íslenskur landbúnaður hefur sýnt styrk sinn og mikilvægi. Frá efnahagshruni hefur beinum störfum í landbúnaði fjölgað um 10%, miðað við atvinnutölur í byrjun árs 2008 og til dagsins í dag. Landbúnaðurinn er mikilvægur hluti af atvinnulífi landsins. Hann er burðarásinn í atvinnu fjölmargra landshluta. Í flestum landshlutum er um fimmta hvert starf landbúnaðartengt og sums staðar er þriðja hvert starf samofið landbúnaðinum.

...
Meira

Karlar sem ætla að taka þátt í árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins vegna karlmanna og krabbameina ættu nú að fara að huga að skeggsöfnun því Mottumars verður hleypt formlega af stokkunum á fimmtudag, 1. mars. Úrslitin ráðast svo mánuði seinna. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein en í þriðja sinn sem karlmenn eru hvattir til að safna yfirskeggi og styrktaráheitum.

...
Meira

Erlendum ferðamönnum á Vestfjörðum fjölgar verulega, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum könnunar sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði fyrir Markaðsstofu Vestfjarða. Þar er áætlað að gistinóttum erlendra ferðamanna á Vestfjörðum hafi fjölgað um 19% milli áranna 2010 og 2011 og um 47% milli áranna 2008 og 2011. Áætlað er að um 40 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Vestfirði árið 2011 eða um 14% þeirra sem heimsóttu Ísland. Könnun af þessu tagi hefur verið gerð allmörg undanfarin ár meðal erlendra ferðamanna við brottför í Leifsstöð og á Seyðisfirði.

...
Meira

Fyrstu bifreiðaskoðunardagar Frumherja í Búðardal á þessu ári eru á mánudag og þriðjudag. Skoðað er í húsnæði KM-þjónustunnar við Vesturbraut eins og undanfarin ár. Þar eru að jafnaði aðeins skoðuð ökutæki upp í 3,5 tonna heildarþyngd en stærri ökutæki þegar færanlegur hemlaprófari er á staðnum. Reglubundnir skoðunardagar í Búðardal eru tveir í senn tíu sinnum á ári.

...
Meira
Tumi og Svana og Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri við eggjarekkann.
Tumi og Svana og Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri við eggjarekkann.
1 af 2

Hjónin Tómas Sigurgeirsson og Svanhildur Sigurðardóttir, búendur á Reykhólum, hafa gefið Reykhólaskóla eggjasafn sem komið hefur verið fyrir í rekka í matsal skólans. Um er að ræða egg rúmlega sjötíu fuglategunda. Geta má þess, að í fuglaríkinu mikla í og við Breiðafjörð eru taldar verpa að staðaldri 57 tegundir fugla. Stofninn í safninu er frá afa Tómasar og alnafna og elstu eggin meira en sjötíu ára gömul eða frá því um 1940. Hinu hefur Tómas yngri (Tumi) bætt við smátt og smátt.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31