Framhaldsdeild stofnuð á Hólmavík annað haust?
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í fyrradag að sækja um það til ráðuneytis menntamála, að stofnuð verði framhaldsskóladeild á Hólmavík haustið 2013. Í bókun sveitarstjórnar segir, að hún hafi fyrir skömmu átt góðan fund með Karli Kristjánssyni sérfræðingi í framhaldsskóladeild ráðuneytisins og í kjölfar þess fundar fari hún fram á stofnun framhaldsdeildar. Meðal markmiða með rekstri slíkrar deildar á Hólmavík væri að efla menntunarstig, atvinnulíf og samfélag á Ströndum og í Reykhólahreppi og jafnvel einnig Dalabyggð.
...Meira