Tenglar

Hólmavík í janúar 2010. Myndin er fengin af vef Strandabyggðar.
Hólmavík í janúar 2010. Myndin er fengin af vef Strandabyggðar.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í fyrradag að sækja um það til ráðuneytis menntamála, að stofnuð verði framhaldsskóladeild á Hólmavík haustið 2013. Í bókun sveitarstjórnar segir, að hún hafi fyrir skömmu átt góðan fund með Karli Kristjánssyni sérfræðingi í framhaldsskóladeild ráðuneytisins og í kjölfar þess fundar fari hún fram á stofnun framhaldsdeildar. Meðal markmiða með rekstri slíkrar deildar á Hólmavík væri að efla menntunarstig, atvinnulíf og samfélag á Ströndum og í Reykhólahreppi og jafnvel einnig Dalabyggð.

...
Meira

Nú líður að „skemmtilegu dögunum þremur í röð“ - bolludagur er á mánudag, sprengidagur á þriðjudag og öskudagur á miðvikudag. Nýbakaðar bollur verða í Hólakaupum á Reykhólum á bolludag, svo alveg nýbakaðar að ekið verður þá um nóttina suður í Geirabakarí í Borgarnesi gagngert til að sækja þær (meira en 300 km akstur fram og til baka). Allar sortir, vatnsdeigsbollur og gerbollur með rjóma, súkkulaði og öllu hinu. Fyrir sprengidaginn er í boði úrvalsgott saltkjöt og baunir og allt meðlæti. Á öskudaginn verður sem endranær tekið sérlega vel á móti fólki í framandlegum búningum sem kemur til að syngja í búðinni.

...
Meira
Við jaðar flóðsins. Símamynd: Guðmundur Valgeir Magnússon.
Við jaðar flóðsins. Símamynd: Guðmundur Valgeir Magnússon.

Fólk úr Vesturbyggð ók laust fyrir birtingu í morgun fram á aur- og krapaflóð, blandað stórgrýti, sem runnið hafði yfir nýja og fína vegarkaflann á Skálanesi, ekki langt fyrir innan Skálanesbæinn, og lokaði honum. Lauslega áætlað er flóðið um 80-100 m breitt. Fólkið er á jeppa og komst leiðar sinnar með því að snúa við og fara gamla veginn en segir hann ekki færan fólksbílum.

...
Meira
Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal. Drif á öllum og keðjur á öllum.
Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal. Drif á öllum og keðjur á öllum.

„Ég reyndi ekkert að draga hann þarna um nóttina. Ég gerði það um morguninn þegar ég var beðinn um það. Hins vegar er það alveg rétt, að í vikunni á undan dró ég flutningabíl á Ódrjúgshálsi“, segir Leifur Samúelsson í Djúpadal vegna fréttar hér á vefnum. „Bílstjórinn sagði að þetta hefði ekki átt að vera neitt vandamál ef hann hefði verið með heppilegan og rétt útbúinn tengivagn. En auðvitað er vegurinn um Ódrjúgsháls alveg skelfilegur þannig að mér finnst að það þurfi ekkert að ljúga upp á hann, alveg nóg að segja sannleikann“, segir Leifur og hlær.

...
Meira
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn. Eigandi myndar: Unnsteinn H. Ólafsson.
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn. Eigandi myndar: Unnsteinn H. Ólafsson.

Vegna 65 ára afmælis Hótels Bjarkalundar 29. júní í sumar vilja eigendurnir biðla til þeirra sem gætu átt gamlar myndir og upplýsingar frá fyrri tíð, með það í huga að lána myndirnar til að skanna þær inn. Hugmyndin er að setja upp sögu Bjarkalundar í máli og myndum og sýna með myndvarpa og á annan hátt. „Við erum búin að hafa samband við Barðstrendingafélagið, sem auðvitað var frumkvöðullinn að stofnun og byggingu þessa elsta sumarhótels landsins. Þar hefur bón okkar verið tekið mjög vel og fólk ætlar að aðstoða okkur eftir bestu getu“, segir Kolbrún Pálsdóttir hótelstýra.

...
Meira

Ferðamálastofa gengst á morgun, þriðjudag, fyrir málþingi um markaðssetningu á ferðaþjónustu innanlands. Yfirskriftin er Ísland allt árið, fyrir Íslendinga líka? Málþingið verður í Reykjavík og stendur kl. 11.30-13.30 og verður hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu á Netinu.

...
Meira

Stjórn Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi minnir á almennan félagsfund sem haldinn verður kl. 20 í kvöld, mánudag, í anddyri íþróttahússins á Reykhólum. Fundarefni er vorstarfið. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir, bæði félagsfólk og aðrir sem hafa áhuga.

...
Meira
Frá Þjóðlagahátíð á Siglufirði.
Frá Þjóðlagahátíð á Siglufirði.

Verið er að kanna áhuga fólks á suðursvæði Vestfjarða á þátttöku í kvæðamannamóti sem haldið verður laugardaginn 3. mars á Siglufirði, í bæ Þjóðlagaseturs séra Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara. Kvæðamannafélagið Ríma á Siglufirði stendur fyrir mótinu í samstarfi við Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri. Vitað er að austfirskir og þingeyskir kvæðamenn munu fjölmenna á mótið auk þess sem Iðunn í Reykjavík verður þar með fulltrúa.

...
Meira

Fyrsta heila starfsár búnaðarblaðsins Freyju er byrjað og nýtt blað aðgengilegt á vefnum. Tæpt ár er liðið frá því hugmyndin um útgáfu blaðsins kviknaði og núna hafa þrjú blöð litið dagsins ljós. Efni þessa fyrsta blaðs árið 2012 er mjög blandað og víða komið við. Þar eru greinar um sáningu, áburðaráætlanir og sauðburð, að umræðunni ógleymdri. Farið er í heimsókn austur á gresjur Ungverjalands ásamt því meðal annars að fræðast um blendingsrækt nautgripa og blandaðan búskap á Tannstaðabakka í Hrútafirði.

...
Meira
Þjóðleið sunnanverðra Vestfjarða liggur um Reykhólahrepp og þar með yfir hálsana illræmdu í Gufudalssveit.
Þjóðleið sunnanverðra Vestfjarða liggur um Reykhólahrepp og þar með yfir hálsana illræmdu í Gufudalssveit.

„Þetta er algerlega óviðunandi ástand og ekki okkur bjóðandi sem hér búum“, segir Magnús Ólafs Hansson, atvinnuráðgjafi í Vesturbyggð, í pósti til Reykhólavefjarins. Þar á hann við ástand Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit í Reykhólahreppi, sem er helsta vegtenging og flutningaleið sunnanverðra Vestfjarða. „Mér er kunnugt um það að í liðinni viku og einnig í fyrrinótt var flutningabíll í vandræðum með að komast upp hálsana vegna drullu og hálku. Í fyrra tilfellinu náði bóndinn í Djúpadal að draga flutningabílinn upp með öflugri dráttarvél en í fyrrinótt náðist það ekki, vélin hafði ekki afl til þess, þannig að það varð að bíða til morguns eftir tæki frá Vegagerðinni sem kom frá Búðardal.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31