Tenglar

Hörður Grímsson ásamt börnunum.
Hörður Grímsson ásamt börnunum.
1 af 2

Hörður Grímsson á Tindum í Geiradal er fimmtugur í dag. Ætlunin er að halda upp á afmælið með opnu húsi á Tindum laugardaginn 17. mars. Eiginkona Harðar er Fjóla Benediktsdóttir. Börn þeirra eru fjögur: Sigurður Fannar 27 ára, Guðlaug Harpa 22 ára, Helena Ýr 20 ára og Eydís Sunna 15 ára.

...
Meira
Hallgrímur V. Jónsson, venjulega kallaður Halli á Skálanesi.
Hallgrímur V. Jónsson, venjulega kallaður Halli á Skálanesi.

Hallgrímur V. Jónsson, bóndi á Skálanesi í Gufudalssveit, sem andaðist 23. febrúar, tæplega hálfníræður að aldri, var jarðsunginn á Reykhólum í dag. Katrín eiginkona hans lifir mann sinn. Afkomendur þeirra eru fjölmargir. Um ævina gegndi Hallgrímur ýmsum trúnaðarstörfum sem honum voru falin á hendur. Hann sinnti þeim af kostgæfni en sóttist ekki eftir áhrifum eða vegtyllum.

...
Meira

Annar súpufundurinn í nýrri lotu verður á þriðjudagskvöld í matsal Reykhólaskóla. Að þessu sinni verður kynning á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps, nýjum, rúmgóðum og notalegum húsakynnum í gamla íþróttasalnum í Reykhólaskóla, ýmsum nýjungum sem undanfarið hafa litið dagsins ljós í starfi safnsins og öðru sem væntanlega er á döfinni. Súpufundurinn er að þessu sinni rammíslenskur kjötsúpufundur og súpuna tilreiðir að venju Steinar í Álftalandi.

...
Meira
Harpa les fyrir krakkana.
Harpa les fyrir krakkana.

Harpa bókavörður minnir á, að fyrsti laugardagur mánaðarins er á morgun, en þá er bókasafn héraðsins í Reykhólaskóla opið kl. 10-12 fyrir hádegi. Hún segir að eitthvað skemmtilegt verði sett í tækið strax um tíuleytið og síðan klukkan ellefu er eins og venjulega lesið fyrir krakkana.

...
Meira
Nei, þetta er ekki molasykur í skálinni.
Nei, þetta er ekki molasykur í skálinni.
1 af 3

Höglin í éli sem gerði á Reykhólum eldsnemma í morgun voru heldur af stærra taginu eða allt að tveir sentimetrar í þvermál. Él þetta dundi samt ekki á öllu Reykhólaþorpi heldur virðist það hafa verið nokkuð staðbundið. Myndirnar sem hér fylgja eru af höglum sem voru við hús Kolfinnu og Eiríks á Hellisbrautinni en ofar í þorpinu hafði aðeins fallið „venjulegur“ snjór.

...
Meira
Heiner Brand.
Heiner Brand.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps skorar á karla sem starfa í Þörungaverksmiðjunni í Mottumars-keppni (áheitakeppni Krabbameinsfélags Íslands) við karlmenn í hreppsnefndinni og starfsmenn hreppsins. Sveitarstjórinn getur af skiljanlegum ástæðum ekki tekið nema óbeinan þátt í keppninni en heitir sigurliðinu (því liði sem safnar meira fé) viðurkenningu í mánaðarlok, sem og viðurkenningu fyrir bestu mottuna.

...
Meira
Hallgrímur V. Jónsson.
Hallgrímur V. Jónsson.

Hallgrímur V. Jónsson, bóndi á Skálanesi í Gufudalssveit, sem andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 23. febrúar, verður jarðsunginn í Reykhólakirkju kl. 14 á laugardag. Hann verður jarðsettur í Reykhólakirkjugarði.

...
Meira
Neil Shiran K. Þórisson.
Neil Shiran K. Þórisson.

Neil Shiran K. Þórisson á Ísafirði hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Ákvörðun um ráðninguna var tekin í framhaldi af hluthafafundi sem haldinn var 23. janúar, auk þess sem tekið var tillit til þeirrar ósamstöðu sem var fyrir hendi meðal hluthafa um að slíta félaginu. „Ljóst er að enn er ákveðin óvissa um framtíðarfyrirkomulag stoðkerfis atvinnulífs á Vestfjörðum og taldi stjórnin því best að ganga frá þessari tilhögun um framkvæmdastjórn félagsins“, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

...
Meira

Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Ekki er að greina miklar breytingar á ferðaáformum fólks fyrir þetta ár en langflestir hafa ferðalög af einhverju tagi á stefnuskránni. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði. Af stöðum og svæðum á Vestfjörðum sem spurt var um lögðu flestir leið sína á Ísafjörð (14%) og á Hólmavík eða Strandir (9%).

...
Meira

Myndirnar sem hér fylgja eru í fórum Unnsteins Hjálmars Ólafssonar (Hjalla á Grund). Vissulega er sitthvað á þeim kunnuglegt í dag en annað síður. Hvenær voru þessar myndir teknar? Hvaða hús eru það á myndunum sem núna eru horfin? Hvaða fólk átti heima í hvaða húsum? Hvað fleira er hægt að segja til fróðleiks um þessar myndir og það sem á þeim sést? Hvaða gufa eða reykur er hægra megin á mynd númer 5? Þetta getur ekki verið Kötlulaug svona vestarlega, eða hvað?

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31