Tenglar

Hinn vikulegi viðverutími Hildar Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, fellur niður á Reykhólum á morgun. Að forfallalausu verður hún á venjulegan hátt á Reykhólum á þriðjudaginn í næstu viku. Hægt er að hafa samband við hana í tölvupósti og síma 842 2511.

...
Meira
Brynja Hjaltadóttir.
Brynja Hjaltadóttir.
1 af 5

Ung kona með náin tengsl við Reykhóla, Brynja Sif Hjaltadóttir, lauk á síðasta ári diploma-prófi í innanhússhönnun frá IED (Istituto Europeo di Design) í Mílanó. Lokaverkefni hennar og þriggja námsfélaga hennar (Project Orama) var útlit og innrétting lúxussnekkju í samvinnu við fyrirtækið Filippetti Yacht. Verkefnið fékk mjög góða dóma og var valið til að fara á snekkjusýninguna Festival de la Plaisance de Cannes í Frakklandi á liðnu hausti.

...
Meira
Úr Morgunblaðinu í dag.
Úr Morgunblaðinu í dag.

Rækilega var fjallað um Bátasafn Breiðafjarðar á tvennum vígstöðvum í stærstu fjölmiðlum í dag. Þátturinn Við sjávarsíðuna á Rás eitt í morgun var allur lagður undir starf Áhugamannafélags um Bátasafn Breiðafjarðar og heil síða í Morgunblaðinu í dag. Útvarpsþáttinn má heyra hér og síðuna í Morgunblaðinu má lesa hér.

...
Meira

Aðalfundur Vinafélags Barmahlíðar verður kl. 21 á fimmtudagskvöld, 15. mars, í handavinnusalnum á efri hæð Barmahlíðar á Reykhólum. Auk hinna venjulegu aðalfundarstarfa verður fjallað um tillögu að breytingu á lögum félagsins. Stjórn Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar er boðið á fundinn.

...
Meira
Kort af vef Landmælinga Íslands, lmi.is.
Kort af vef Landmælinga Íslands, lmi.is.

Eins og hér var greint frá mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum. Líka auglýsir ráðið eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki, sem aðeins verður úthlutað einu sinni á þessu ári. Af þessu tilefni heldur ráðið kynningarfundi ásamt stuttu námskeiði um gerð umsókna víða um Vestfirði. Þessar kynningar og námskeið verða eins og hér segir á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum:

...
Meira
1 af 4

Dóróthea Sigvaldadóttir frá Hafrafelli í Reykhólasveit (Dóra á Skriðulandi) verður með kynningu á heilsuskjólum úr íslenskum æðardún í borðsal Reykhólaskóla á sunnudag kl. 13-17. Þetta er hennar eigin hönnun og hugmyndina fékk hún við mjög sérstakar aðstæður. Hér er um að ræða dúnsjöl fyrir háls og herðar, dúnhlífar fyrir úlnliði og ökkla og innlegg í skó og sokka. Heilsuhlífar þessar eru úr venjulegu dúnheldu efni en líka úr silki og satíni, fylltar með íslenskum æðardún.

...
Meira

Flóamarkaður verður haldinn í anddyri íþróttahússins á Reykhólum kl. 13-17 á sunnudag, 11. mars, til fjáröflunar fyrir kynnis- og námsferð sem starfsfólk á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum ætlar að fara til Danmerkur í sumar. Þangað verður farið til að kynna sér Eden-heimili og starfið þar og markaðurinn er ein af leiðunum til að safna farareyri. Þeir sem vilja gefa eitthvað á markaðinn, vilja kannski losa sig við eitthvað sem gæti nýst öðrum vel, geta haft samband við Hallfríði Valdimarsdóttur (Höllu) í síma 847 2539.

...
Meira

Menningarráð Vestfjarða auglýsir að þessu sinni eftir umsóknum um styrki í tveimur flokkum skv. samningi ráðuneytis mennta- og menningarmála og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga vegna ársins 2012. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Umsóknir og verkefni hverju sinni eru borin saman á samkeppnisgrundvelli.

...
Meira
Skólabyggingarnar á Reykhólum. Loftmynd: Árni Geirsson.
Skólabyggingarnar á Reykhólum. Loftmynd: Árni Geirsson.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í gær tillögu mennta- og menningarmálanefndar um sameiningu Reykhólaskóla og Leikskólans Hólabæjar. Samþykkt var að auglýsa stöðu stjórnanda hins sameinaða skóla og vinna það ferli hratt og örugglega þannig að hefðbundið skólastarf raskist sem minnst.

...
Meira
Hluti Reykhólaþorps / Árni Geirsson.
Hluti Reykhólaþorps / Árni Geirsson.

Þær breytingar á framkvæmd raforkulaga sem samþykktar voru í iðnaðarráðuneytinu núna um mánaðamótin munu ekki hafa áhrif á þéttbýlið á Reykhólum og byggðina í kring, að því er fram kemur í svari Orkubús Vestfjarða vegna fyrirspurnar sveitarstjóra Reykhólahrepps. Þar af leiðir að byggðarkjarninn mun áfram greiða eftir taxta sem er mun hærri en almenn gjaldskrá. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar í gær.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31