Tenglar

Solla Magg.
Solla Magg.

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi er þessar vikurnar að æfa fjögur örleikrit (gamanþætti) sem sýnd verða á kaffihússkvöldi í íþróttahúsinu á Reykhólum 18. apríl. Örleikritin Í bíltúr og Á heimilinu eru eftir Maríu Guðmundsdóttur og voru fyrst sýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar fyrir fjórum árum, Hjónabandsmiðlunin er eftir óþekktan höfund en Amma í stuði með Guði er eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur (Sollu Magg), formann Skruggu, sem jafnframt er leikstjóri.

...
Meira

Allir eru velkomnir á hina hefðbundnu saltkjöts- og baunaveislu og bókmenntavöku Lions á Reykhólum annað kvöld - ekki bara Lionsfólk. Einhvers misskilnings hefur gætt hvað þetta varðar. Kvöldstund þessi verður þannig með sama sniði og undanfarin ár. Væntanlegir gestir eru eindregið beðnir að láta vita af komu sinni fyrirfram, þó að það sé ekki algert skilyrði. Hins vegar er afleitt að hafa eldað of lítið og líka er ógott fyrir stjórn Lions, sem og aðstandendur og vinnufélaga, að hafa eldað allt of mikið og sitja uppi með baunir í sérhvert mál næstu vikur.

...
Meira
Stari -  kannski að hringja dyrabjöllu eða tala lóumál. Ljósm. Wikipedia (þýska).
Stari - kannski að hringja dyrabjöllu eða tala lóumál. Ljósm. Wikipedia (þýska).

Umsjónarfólk þáttarins Í bítið á Bylgjunni hringdi í morgun í Steinar Pálmason í Álftalandi á Reykhólum og ræddi við hann um starann, furðufuglinn þann (ýmist kallaður stari eða starri). Eitt af sérkennum hans er frábær hermigáfa. Þannig hafa menn talið sig heyra í lóu og fleiri farfuglum undanfarið en þar eru starar væntanlega að æfa móttökuræður. Viðtalið við Steinar má heyra hér.

...
Meira
Eyvindur S. Magnússon.
Eyvindur S. Magnússon.

Eyvindur Magnússon kaupmaður í Hólakaupum á Reykhólum er ósáttur við framkvæmd verðkönnunar í verslunum á Vestfjörðum. Könnun þessi var gerð fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga og niðurstöður hennar birtar á vef félagsins í gær. Í framhaldi af því var í gær greint frá könnuninni á fréttavefnum bb.is á Ísafirði. Athugasemdir Eyvindar hafa nú birst í annarri frétt á bb.is. Þar segir m.a.:

...
Meira
Skólabyggingarnar á Reykhólum. Ljósmynd úr lofti: Árni Geirsson.
Skólabyggingarnar á Reykhólum. Ljósmynd úr lofti: Árni Geirsson.

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps vill að grunnskólinn og leikskólinn á Reykhólum (Reykhólaskóli og Hólabær) verði sameinaðir í eina stofnun. Það fæli í sér að stöður skólastjórnenda yrðu lagðar niður og einn skólastjóri ráðinn yfir bæði skólastigin og hann réði síðan til sín undirstjórnendur. Nefndin samþykkti einróma á fundi í dag að leggja þetta til við hreppsnefnd, sem fjalla mun um málið á morgun.

...
Meira
Stefán frá Hvítadal.
Stefán frá Hvítadal.

Reykhóladeild Lions verður með sína árvissu bókmenntakynningu ásamt saltkjöts- og baunaveislu í matsal Reykhólaskóla á föstudagskvöld, 9. mars, og hefst samkoman kl. 20.30. Stefán frá Hvítadal er skáldið sem fjallað verður um að þessu sinni. Tilhögun verður með sama hætti og undanfarin ár. Nánari upplýsingar veita Gummi á Grund, Eyvi, Dalli og Tóti hennar Bjargar. Fólk sem hyggst sækja samkomuna er beðið að hafa samband við einhvern þeirra sem allra fyrst, bæði til að fá nánari upplýsingar og til að láta vita af sér svo að hvorki verði eldað of lítið né allt of mikið.

...
Meira

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi minnir á fyrirlestra heilunarmiðils á vegum hennar í Búðardal og einkatíma hjá miðlinum og græðara. „Heilunarmiðillinn Friðbjörg Óskarsdóttir verður með fyrirlestrana Fyrirgefningin og Elskaðu sjálfa þig. Um mátt fyrirgefningarinnar verður fjallað um hve mikil lausn það er fyrir bæði líkama og sál að nota fyrirgefninguna til að losa um erfiðar tilfinningar og reiði“, segir í tilkynningu frá Símenntunarmiðstöðinni.

...
Meira
Frá Reykhólum. Ljósm. Árni Geirsson.
Frá Reykhólum. Ljósm. Árni Geirsson.

Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykhólahreppi berast greiðendum þessa dagana. Þeir verða einnig aðgengilegir á vefnum www.island.is síðar í mánuðinum. Álagningarákvæðin eru ekki send með seðlinum eins og venja er, heldur eru þau aðgengileg hér á vef Reykhólahrepps. Þau má finna með því að smella á borða sem verður um sinn fyrir neðan efstu frétt á forsíðunni og líka með því að smella á Álagning gjalda árið 2012 í reitnum Gjaldskrár allra neðst á síðunni.

...
Meira

Fyrir nokkru var hér óskað eftir upplýsingum um hringingar í Austur-Barðastrandarsýslu meðan gamli sveitasíminn var við lýði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hér fyrir neðan er listi yfir hringingar sem upplýsingar hafa fengist um. Þó vantar hringingar á fáeinum bæjum og nokkur álitamál eru um aðra. Listinn eins og hann stendur núna er birtur til þess að glöggar manneskjur yfirfari hann og komi frekari upplýsingum á framfæri - og athugasemdum hvers konar og leiðréttingum ekki síður.

...
Meira

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi verður með opið hús í Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 13.30 á morgun, þriðjudag. Bingó með góðum vinningum, kaffi og meðlæti. Vonast er til að sem flestir líti inn, þó ekki væri nema til að sýna sig og sjá aðra. Látið þetta berast til þeirra sem kynnu að vilja koma en eru lítið í tölvum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31