Grunnur af vef Landmælinga Íslands.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur fólki í Reykhólahreppi fækkað um 64 síðustu fjórtán árin, úr 335 í 271 eða um 19,1%. Á sama tíma hefur fólki á Reykhólum fækkað um 15 manns, úr 136 í 121 eða um 11%. Á þessum tíma hefur fólki á Vestfjarðakjálkanum fækkað um 1.601, úr 8.556 í 6.955 eða um 18,7%. Enda þótt fækkunin frá upphafi til loka þessa tíma sé hlutfallslega nánast hin sama í Reykhólahreppi og á Vestfjarðakjálkanum í heild er munurinn sá, að hún hefur verið nokkuð örugg og jöfn ár frá ári á Vestfjarðakjálkanum (nema 2008-2009) en ójöfn í Reykhólahreppi, þar sem naumast er um fækkun að ræða síðasta áratuginn tæpan. Í þorpinu á Reykhólum voru núna í ársbyrjun jafnmargir íbúar og árin 2000, 2001 og 2004 og fyrir einu ári voru þeir jafnmargir og árið 1999. Sjá töflurnar hér fyrir neðan.
...
Meira