Tenglar

Við Þörungaverksmiðjuna hf. á Reykhólum vantar fólk í 2 stjórnunarstöður. Annars vegar öryggisstjóra og hins vegar gæða- og auðlindastjóra.

 

Auglýsing með starfslýsingum er hér.


Þörungaverksmiðjan uppsker þang og þara úr Breiðafirði á sjálfbæran hátt og framleiðir lífrænt vottaðar afurðir sem notaðar eru í allt mögulegt.

 

Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2021.

 Í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid -19, er foreldrum barna frá efnaminni heimilum veittur viðbótar frístundastyrkur að upphæð 45.000 krónur fyrir hvert barn. Styrkurinn er hugsaður til að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og draga úr brottfalli.

 

Hér er að finna upplýsingar um styrkinn. Auk þessa hafa verið útbúin stutt myndbönd með upplýsingum fyrir foreldra á 11 tungumálum og er þau að finna í tenglinum hér fyrir neðan.

 

Þið megið endilega deila þessum upplýsingum áfram.   

 https://www.dropbox.com/sh/ca1jtdgf863jq44/AACAmTWK8TYaWr51YiuxbieDa?dl=0

 

Sjá einnig hér og reglur um styrki hér 

 

 

Breiðafjarðarnefnd hefur sent umhverfis- og auðlindaráðherra erindi með tillögum sínum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Markmið nefndarinnar með tillögunum er að varðveita náttúru og menningu svæðisins samhliða því að styrkja enn frekar samfélögin umhverfis fjörðinn, þar á meðal atvinnulíf.

 

Hér má sjá samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar ásamt innsendum athugasemdum, eftir upplýsingaöflun og samráð um framtíð Breiðafjarðar.

Samkvæmt 20.gr reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit Nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1. febrúar ár hvert þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið.

Árið 2021 munu nokkur fyrirtæki og stofnanir í Reykhólahreppi eiga von á heimsókn frá eldvarnaeftirliti. 

Hér má finna lista yfir þau fyrirtæki.


Að auki mega önnur fyrirtæki og stofnanir eiga von á skoðun frá eldvarnaeftirliti, meðal annars vegna umsagna um tækifæris- og rekstrarleyfi, öryggis- og lokaúttekta o.fl.

29. janúar 2021
Ívar Örn Þórðarson
Slökkviliðsstjóri
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda

 

30. janúar 2021

Markþjálfun Ágústu Ýrar

Ágústa Ýr Sveinsdóttir
Ágústa Ýr Sveinsdóttir
1 af 2

Ágústa Ýr Sveinsdóttir er kona sem lætur ekki mikið yfir sér, en fæst við ýmsa merkilega og skemmtilega hluti.  Eitt af því er að hún býður fólki upp á markþjálfun. Hér á heimasíðu hennar, agustayr.is eru alls konar upplýsingar um það.

 

Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hægt er að nýta styrkleika sína.

 

Ágústa Ýr er frá Skálanesi og uppalin þar og á Laugabakka í Miðfirði. Hún er framleiðslustjóri og öryggisfulltrúi í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Ágústa hefur aflað sér fjölbreyttrar menntunar, hún er rafvirki, með mastersgráðu í verkefnastjórnun og hefur lagt stund á fjölmiðlafræði, svo eitthvað sé nefnt.

 

Eitt aðaláhugamál hennar er svifvængjaflug (paragliding) og það hefur hún stundað hér og þar um veröldina, til að læra og afla sér reynslu. Hún hefur flogið í Portúgal, Makedóníu, Kólumbíu og víðar, tekið þátt í heimsmeistaramóti og markmið hennar er að sjáfsögðu að verða heimsmeistari í svifvængjaflugi.

 

 

Við Vaðalfjöll (myndavélinni er ekki hallað, þetta er svona). mynd MM
Við Vaðalfjöll (myndavélinni er ekki hallað, þetta er svona). mynd MM
1 af 2

Um áramótin vorum við minnt herfilega á að náttúruvá gerir stundum ekki boð á undan sér. Skriðuföll á Seyðisfirði hafa sópað burtu aldargamalli byggð. Á sama tíma var fólk á Reyðarfirði beðið um að yfirgefa hús sín til að koma í veg fyrir manntjón ef skriður skyldu einnig fara af stað ofan við þá byggð. Slíkar viðvaranir og rýmingu kannast Vestfirðingar við, en þá tengt snjóflóðum. Fyrir rúmu ári féll síðasta alvarlega snjóflóðið á Vestfjörðum og olli eignatjóni, einkum á höfninni á Flateyri.

 

Meiri úrkoma, hvassari vindar, hærri sjávarstaða og meiri öfgar í veðurfari eru fylgifiskar hlýnunar loftslagsins, ríkjandi vindáttir geta breyst og vatnsflaumur ógnað vegum og brúm. 

 

Við í Umhverfisvottuðum Vestfjörðum viljum rifja upp að áættugreining er hluti af vinnunninni til þess að fá umhverfisvottun. Við reynum að sjá fyrir áhættuna sem fylgir þessum breytingum og fyrirbyggja hættuna. Snjóflóðavarnir eru dæmi um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þær voru settar upp af gefnu tilefni og hafa nú þegar bjargað bæði lífum og eignum. En haldið þið að fleiri eða annarskonar hættur gætu verið í uppsiglingu?  Vitið þið til þess að vatnsból eða vatnsveitur, fráveita, bæir, vegir eða brúarhol, hafnir, strendur, rafmagnslínur eða lagnir séu í hættu?

 

Umhverfisvottaðir Vestfirðir hvetja alla íbúa til að líta sér nær og taka eftir hættum og hjálpast að við að koma í veg fyrir tjón. Samkvæmt sérfræðingum um loftslagsvá er ódýrara að fyrirbyggja en að bíða aðgerðarlaus. Við sitjum öll uppi með loftslagsvá og allir geta hjálpast að við að safna hugmyndum um aðgerðirnar sem gæti þurft að fara í.

 

Skrifið athugasemdir á fésbókarsíðuna: Umhverfisvottaðir Vestfirðir ef þið vitið um einhverjar hættur í sveitarfélaginu sem hægt væri að fyrirbyggja. Eða sendið mér línu!

 

 

María Maack verkefnastjóri Umhverfisvottaðra Vestfjarða

maria@nave.is

Í þá gömlu góðu...
Í þá gömlu góðu...
1 af 2

Þó ekki sé hægt að sinni að halda hefðbundið þorrablót (ef það er eitthvað hefðbundið í þeim efnum), þá er samt hægt að gera sér dagamun og hafa gaman. Þorrablótsnefndin birtir hér annál, sem auðvitað er í sínu gildi sem sagnfræðiheimild. Þessi annáll ber sterk höfundareinkenni Sveins á Skálanesi, en hann er meðal fremstu annálsritara hreppsins.


Ef annállinn væri fluttur „live“ væri atriðum skotið inn, en núna gefst kostur á að nota ímyndunaraflið og sjá fyrir sér hlutina í spéspegli.


Hefst þá lesturinn:


Viðvörun !! æskilegt er að neyta löglegs vímugjafa fyrir lesturinn t.d. 3 - 4 bjóra.


Nú þegar ljóst er að fokið er í öll skjól með þorrablótshald á þessu ári finnst okkur samt nauðsynlegt að gera upp árið 2020 með dálitlum annál, svo það týnist ekki alveg innan um bóluefni og sprautunálar þessa árs !


Ekki svo að skilja að við höfum ekki reynt að fá að halda blót. Það er að segja strax síðast liðið haust báðum við um undanþágu til sóttvarnarlæknis og bentum á góðan árangur okkar hér í Reykhólahreppi, en að því við best vitum hefur ekkert smit greinst í hreppnum.


Svar barst fyrir jól þar sem sóttvarnarlæknir spurði okkur hvort við gætum ábyrgst



  • að það yrði ekki skafrenningskóf eða kófbylur á þorrablótsdaginn, þó sér í lagi eftir að blótinu lyki  

  • að ekki yrði boðið upp á kófreyktan mat,

  • hvort við gætum passað að enginn yrði kófsveittur

  • hvort við gætum komið í veg fyrir að fólk kófreykti utan húss

  • og síðast en ekki síst mátti enginn verða kófdrukkinn.


Ef ekki þá væru þetta allt of mörg kófatriði.


Töldum við tæpast hægt að standa við neinn af þessum afarkostum.


 

...
Meira
Arnþór Sigurðsson og Helga Guðmundsdóttir, mynd HG
Arnþór Sigurðsson og Helga Guðmundsdóttir, mynd HG
1 af 2

Eins og kunnugt er var versluninni á Reykhólum lokað og rekstri Hólabúðar og 380 Restaurant hætt í byrjun október á síðasta ári. Í framhaldi af því var húsnæði verslunarinnar, sem er í eigu sveitarfélagsins auglýst til leigu. Ein umsókn barst, frá Helgu Guðmundsdóttur og Arnþóri Sigurðssyni og var gengið til samninga við þau.

 

Það er Helga sem mun stjórna versluninni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Eins og áður hefur komið fram, var veittur styrkur á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. Það mun létta róðurinn við undirbúninginn.

 

Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað. Aðspurð segjast þau leggja áherslu á verslunina til að byrja með, því mikilvægast er að koma henni í gang. Þau segjast hlakka mikið til að koma vestur og takast á við þetta verkefni.

 

Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.

 

 

Reykhólar
Reykhólar

Úr sjóði sem m.a. er ætlað að styðja við verslun í strjálbýli með verkefnastyrkjum, var samþykkt að veita 5,8 m. kr. styrk til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 12 milljónum króna úthlutað til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

 

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

  • Hríseyjarbúðin. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 1 m.kr.
  • Verslun á Reykhólum. Stofnkostnaður vegna opnunar og reksturs verslunar. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 5,8 m.kr.
  • Kauptún, Vopnafirði. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 5,2 m.kr.

Nánar á heimasíðu Stjórnarráðsins.

 

18. janúar 2021

Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson
Svavar Gestsson
1 af 2

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn 76 ára að aldri. Hann lést aðfaranótt mánudagsins 18. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans.

 

Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní. Foreldrar hans voru Gestur Zóphónías Sveinsson og Guðrún Valdimarsdóttir.

 

Eftirlifandi eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Börn Svavars af fyrra hjónabandi eru Svandís, Benedikt og Gestur, og börn Guðrúnar eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur.

 

Fyrir hálfum öðrum áratug festu þau Svavar og Guðrún kaup á hluta jarðarinnar Hóla, hér í Reykhólahreppi og byggðu þar hús. Heitir þar Hólasel og þaðan er útsýni ótrúlega vítt og fagurt. Þar hafa þau plantað trjám og sinnt hlunnindum í hólmunum úti fyrir landinu.

 

Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30