Tenglar

Íslenskunámskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hefjast 18. jan. og 2. feb. eins og kemur fram í meðfylgjandi tilkynningu.

Öll námskeið eru 20 klst. - 10 skipti.

Verð: kr. 28.000.-

Skráning: https://www.frmst.is/nam/tungumal

15. janúar 2021

Vetrarsól á Ströndum

Nú eru sex dimmustu vikur vetrar að baki og við erum farin að finna fyrir sólinni rísa á ný. Og þrátt fyrir að Covid hamli okkur frá því að gera almennilegan óskunda (eða kannski bara skunda?) þá ætlum við að gera okkar besta til að fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi.


Því höfum við Vetrarsólarteymið sett niður þessa litlu dagskrá og lofum því að verða enn duglegri á næsta ári með fullt af skemmtilegu!


Linkar fyrir Zoom viðburði eru hér í lýsingunni.

...
Meira

Þorrabakkar verða til sölu í Reykhólaskóla,

23. janúar eftir kl. 18.00 og 6. febrúar eftir kl. 18.00.

 

Pantanir þurfa að hafa borist miðvikudag 20. janúar og miðvikudag 3. febrúar í netfangið ingvarsam@visir.is eða síma 898 7783.

 

Verð kr. 6.500.- á mann.

 

Lionsklubbur Búðardals Reykhóladeild

 

Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður heilsugæslustöðin í Búðardal opin frá kl. 9:00 til kl. 15:00.

 Ath. að ekki er um skertan opnunartíma að ræða þar sem framvegis verður opið í hádeginu í stað þess að vera opið til kl. 16:00.

 

Opnunartími á Reykhólum verður óbreyttur eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00.  

 (með fyrirvara um styttingu í annan hvorn endann eftir aðstæðum)

 

Vegna erinda hafið samband eftir því sem við á:

 

www.heilsuvera.israfræn lyfjaendurnýjun – tímabókanir – skilaboð til læknis

 

Afgreiðsla í Búðardal – sími 432 1450

Afgreiðsla á Reykhólum – sími 432 1460

Vaktsími læknis utan opnunartíma er 1700

Neyðarnúmer fyrir slys og bráðatilfelli er 112

 

Þorskafjörður, Þórisstaðir handan fjarðar
Þorskafjörður, Þórisstaðir handan fjarðar

Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptrar brúar á Þorskafjörð.

Helstu magntölur eru:

Fylling / ferging og vegagerð

  • - Bergskeringar                       171.500 m3
  • - Fylling / ferging                    350.000 m3
  • - Grjótvörn                                  36.700 m3
  • - Styrktarlag                              13.300 m3
  • - Burðarlag                                   5.300 m3
  • - Klæðing                                   23.800 m2
  • - Vegrið                                         2.750 m

Brúarsmíði

  • - Grjótvörn                                  1.300 m3
  • - Brúarvegrið                                 542 m
  • - Gröftur                                     1.300 m3
  • - Fylling                                      1.300 m3
  • - Niðurrekstrarstaurar                 280 stk.
  • - Mótafletir                                5.400 m2
  • - Slakbent járnalögn            214.300 kg
  • - Spennt járnalögn               214.300 kg
  • - Steypa                                     3.900 m3

Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 16. febrúar 2021.  

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

1 af 6

Bátasmíðar og bátaviðgerðir er ekki nein sérstök nýlunda á Reykhólum, en aðallega hafa það þá verið súðbyrtir trébátar, trillur og skektur.

 

Aðstaða til viðgerða á stærri bátum er eiginlega ekki fyrir hendi og ekkert húsnæði sem rúmar þá. Þörungaverksmiðjan hefur að vísu aðstöðu og húspláss til viðhalds á þangsláttuprömmum og öðrum tækjum sem hún á.

 

Þeir félagar Kári Geir Jensson og Játvarður Jökull Atlason létu það ekki aftra sér að ráðast í töluvert mikla skrokkviðgerð á bát sínum Sunnu BA, sem er 16 brt. stálbátur. Þeir tóku bátinn á land og byggðu yfir hann skýli, timburgrind klædda dúk og aflögðum þangnetum. Það minnir ef til vill svolítið á mongólsk hirðingjatjöld í útliti, en þarna hafa þeir skjól og þokkalega vinnuaðstöðu.

 

Sunnu nota þeir við þangskurð, sem dráttarbát og hafast við í henni þegar þeir eru að slá. Hún er heppileg til þess, rúmgóð og fer vel í sjó. Sunna var smíðuð í Hollandi 1988, var svo seld til Noregs, þaðan kom hún hingað til lands um síðustu aldamót og var þá þjónustubátur við fiskeldi á Patreksfirði. Fyrir vestan hét báturinn Jörundur, þaðan var hann seldur austur á Breiðdalsvík, þar fékk hann nafnið Sunna SU 77 og var gerð út sem fiskibátur.

 

Fyrir austan keyptu þeir félagar svo bátinn og fékk hann að halda nafninu. Eftir allt þetta flandur var kominn tími til að skipta um liðlega fjórðung af botninum og ýmsa álagsfleti.

 

Eftirfarandi athugasemd við þessa grein kom frá Jörundi Garðarssyni, þar sem hún er birt á bb.is:

 

„Gunnar Karl Garðarsson á Bíldudal flutti bátinn inn frá Noregi skömmu eftir aldamótin og var hann notaður við kræklingarækt. Þar fékk hann nafnið Jörundur BA 40. Síðan seldur til Patreksfjarðar.“

 

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.

 

 

 

 

 

Jamie Lee, mynd N4
Jamie Lee, mynd N4

Dagskrárkynning frá sjónvarpsstöðinni N4:

Í næsta þætti af Að Vestan heimsækjum við grafíska hönnuðinn Jamie Lee í Króksfjarðarnesi. Hún er fædd í San Fransisco, alin upp í Hong Kong og núna býr hún í litlu þorpi á nesinu á milli Króksfjarðar og Gilsfjarðar, syðst á Vestfjörðum.

Íslensk náttúra er það sem rígheldur í Jamie, hún hefur mikinn áhuga á sölvum og fer margar ferðir út á fjörurnar til þess að rannsaka söl. Útsýnið og dýralífið á staðnum er líka magnað. Einu sinni sá hún haförn, fálka og ref, allt sama daginn.

Kynnumst Jamie og fleiri Vestfirðingum í næsta þætti, á mánudaginn kl. 20 á N4.

 

Til gamans má geta þess, að við undirbúning þáttarins birti Rakel Hinriksdóttir mynd af fjalli á fb. og spurði um heiti þess. Hún fékk svör úr ýmsum áttum en ekki öll samhljóða.

 

Umrætt fjall, sem er í bakgrunni á myndinni af Jamie, er Neshyrnan sem á flestum kortum er einnig merkt sem Króksfjarðarmúli. Á örnefnasjá Landmælinga Íslands eru bæði heitin, af því er hægt að draga þá ályktun að Neshyrnan sé fremst á Króksfjarðarmúlanum. Við höldum auðvitað bara áfram að tala um Neshyrnuna eða Hyrnuna.  



mynd, af vef Vegagerðarinnar
mynd, af vef Vegagerðarinnar
1 af 2

Stefnt er að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar í næstu viku, en nýverið náðist samkomulag við landeigendur í Þorskafirði.

...
Meira

Þrettánda-flugeldasala björgunarsveitarinnar Heimamanna verður að Suðurbraut 5, Reykhólum.

 

Opið milli kl.16 - 18 á þrettándanum, 6. 1. 2021

 

Ásamt flugeldum er hægt að kaupa rótarskot.

 

Flugeldasala Björgunarsveitanna er mikilvægur liður í fjáröflun sveitarinnar og er ágóði hennar nýttur til þess að styrkja starf sveitarinnar, t.d. kaup á nýjum búnaði, endurnýjun á gömlum búnaði, þjálfun og fræðsla.

 

Einnig tekur björgunarsveitin alltaf á móti styrkjum, hægt er að leggja inn á reikning Heimamanna.

kt. 430781-0149
rk.nr. 0153-26-000781

 

Hægt er að hafa samband við okkur einnig á veffanginu heimamenn@gmail.com

Einnig er hægt að fylgjast með starfi Heimamanna á facebook.com/heimamenn

 

Heimamenn óska öllum gleðilegs árs, um leið og þau  þakka fyrir stuðninginn í gegnum árin.

 

5. janúar 2021

Sorphirða Reykhólum

Tilkynning frá Terra; vegna bilunar í bíl mun sorphirðu seinka til morguns.  Við biðjumst velvirðingar á þvi.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30