Kennarastöður við Reykhólaskóla auglýstar
Auglýst er eftir kennurum við Reykhólaskóla, auglýsingin er hér með fréttinni og einnig undir Laus störf hér til vinstri.
Reykhólaskóli er leik- og grunnskóli á sunnanverðum Vestfjörðum. Grunnskólinn er fámennur, með þrjár bekkjardeildir 1.- 4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10.bekk og er nemendum kennt í samkennslu.
Mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Vinnuskóli Reykhólahrepps sumarið 2020
Hér er ítarleg lýsing á starfsemi vinnuskólans sumarið 2020.
Breyting verður á fyrirkomulagi vinnuskólans sumarið 2020. Í sumar geta þátttakendur nú valið vikur sem henta þeim frá 1. júní til 14. ágúst. Allir þátttakendur fá úthlutað 150 klukkustundum á tímabilinu sem má dreifa yfir allt sumarið ef óskað er eftir.
Nálgast má umsóknareyðublöð hér
...Meira
Stóri plokkdagurinn 25. apríl
Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins á morgun, 25. apríl, og skipuleggjendur hafa óskað eftir að sem flest sveitarfélög hvetji íbúa sína til þátttöku.
Ruslasvæði Reykhólahrepps verður opið milli 12 og 15 þennan sama dag. Hægt verður að nálgast ruslapoka þar fyrir plokkið. Munið að nota hanska við plokkið og virða tveggja metra regluna.
Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna. Að plokka fegrar umhverfið en það er víða sem náttúran er illa sett af plasti og rusli ýmiskonar eftir stormasaman vetur.
Frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka.
Plokk er ekki brot á samkomubanni.
Ratleikur í tilefni sumardagsins 1.
Í tilefni af sumardeginum fyrsta var settur upp ratleikur út um allt þorp á Reykhólum.
Tilvalin fjölskyldustund, já eða krakkastund að fara og finna stöðvarnar og leysa þær þrautir og verkefni sem eru sett upp á hverrri stöð. Skemmtileg samverustund.
Hér er kortið, en kortið er líka á bakhlið spjaldanna á hverri stöð.
Ratleikurinn mun standa fram á mánudag.
Gleðilegt sumar!
Tilslökun á samkomubanni 4. maí
Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er grein um tilslökun á samkomubanni.
Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með mánudeginum 4. maí nk. og nú hefur heilbrigðisráðuneyti birt auglýsingu þar sem nánar er fjallað um útfærslu þess og áhrif á mismunandi skólastig.
Móttaka á flokkuðu sorpi hafin á ný
Barmahlíð fær rausnarlega gjöf
Heimilisfólk í Barmahlíð fékk í dag að gjöf 4 ipad spjaldtölvur, ásamt töskum undir „ipadana“. Reykhóladeild Lions og kvenfélagið Katla færðu Barmahlíð þessa rausnarlegu gjöf, en andvirði hennar er rúm þrjú hundruð þúsund. Auk þess gaf Vinafélag Barmahlíðar heyrnartól við tölvurnar.
Með þessum græjum gefst heimilisfólki í Barmahlíð kostur á kærkominni afþreyingu í ríkjandi heimsóknarbanni og ekki síst möguleiki á samskiptum við vini og fjölskyldu yfir netið.
Meðfylgjandi myndir tók Embla Dögg Bachmann, þegar Ingvar Samúelsson fyrir hönd Lions og Herdís E. Matthíasdóttir frá Kötlu afhentu gjöfina, sem Hendrikka J. Alfreðsdóttir hjúkrunarforstjóri ásamt fulltrúa heimilisfólks veitti viðtöku.
Að sjálfsögðu var þess gætt að tilhlýðilegt bil væri milli fólks.
Tilkynning um vinnuskólann sumarið 2020
Vinnuskóli Reykhólahrepps sumarið 2020.
Breyting verður á fyrirkomulagi vinnuskólans sumarið 2020. Í stað þess að hann sé einungis starfræktur í 6 vikur yfir sumarið, geta þátttakendur nú valið vikur sem henta þeim frá júní byrjun til 14. ágúst.
Fjölbreytni starfa verður aukin í sumar og geta umsækjendur valið á milli nokkurra starfsstöðva. Þó skal hafa í huga að meiri fjölbreytni er fyrir eldri þátttakendur vinnuskóla en þá yngri.
Þátttakendur vinnuskólans munu fara á skyndihjálparnámskeið við upphaf vinnuskóla.
Unnið er að starfslýsingum fyrir valstöðvar og verða umsóknarblöð sett á vefinn í næstu viku.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Tómstundafulltrúi
Oddviti gegnir starfi sveitarstjóra
Á sveitarstjórnarfundi 14. apríl síðastliðinn var ákveðið að segja sveitarstjóra upp störfum.
Oddviti, Árný Huld Haraldsdóttir, mun sinna starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn.
Tölvupósta er varða sveitarfélagið má áfram senda á sveitarstjóri@reykholar.is og skrifstofa@skrifstofa.is. Árný er sjálf með tölvupóstfangið arny@reykholar.is og les póst þar og af póstfangi sveitarstjóra.