Tenglar

Undir tenglinum Laus störf hér til vinstri eru auglýst annars vegar starf sundlaugarvarðar í Grettislaug og einnig starf flokksstjóra við vinnuskóla Reykhólahrepps. Í auglýsingunum eru starfslýsingar og helstu upplýsingar.

Nýi troðarinn við skála SfS í Selárdal. mynd af fb.síðu SfS
Nýi troðarinn við skála SfS í Selárdal. mynd af fb.síðu SfS
1 af 2

Það er gaman að segja frá að nágrannar okkar á Ströndum fengu „nýjan“ snjótroðara í dag. Skíðafólk hér í sveit nýtur góðs af því, en þau hafa æft og keppt með SfS.

 

Eftifarandi frétt er nappað af fb.  síðu SfS:

 

„Það var stór dagur í dag hjá okkur í Skíðafélagi Strandamanna þegar snjótroðari sem við höfum fest kaup á var fluttur til okkar í Selárdal. Snjótroðarinn er af gerðinni Formatic árgerð 2007, notaður 6.000 vinnustundir og er 350 hestöfl. Vinnslubreiddin er vel á fimmta meter sem er rúmlega helmingi meira en hjá Fúsa, eldri snjóbíl félagsins. Engir sporar fylgdu með troðaranum en ætlunin er að útbúa troðarann með tveimur sporum fyrir næsta vetur.

 

Við hjá Skíðafélagi Strandamanna viljum senda innilegar þakkir til þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hafa hjálpað okkur að gera kaupin á snjótroðaranum að veruleika með fjárframlögum.“

  

 

Skíðafélaginu eru færðar hamingjuóskir með gripinn.

Flateyjarbryggja
Flateyjarbryggja

Flatey á Breiðafirði: Stækkun á ferjubryggju og steypt sjóvörn 2020

Reykhólahreppur og Vegagerðin óska eftir tilboðum í neðangreint verk.

 

Útboðið nefnist:

Flatey á Breiðafirði: Stækkun á ferjubryggju og steypt sjóvörn 2020.

Helstu magntölur:

·         Stækkun ferjubryggju, um 45 m2, staurarekstur, bygging burðarvirkis og klæðning.

·         Viðgerð á ferjubryggju, endurnýja skemmda hluta á bryggjunni.

·         Steypa um 30 m langa sjóvörn.

 

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2020.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  6. apríl 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. apríl 2020.

 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

 

  

Nemendafélag Reykhólaskóla er með wc pappír, eldhúsrúllur og ruslapoka til sölu.

Þau sjá um að koma vörunum til kaupenda.
Wc pappír -------------  4.000 kr.
Eldhúsrúllur ----------- 3.800 kr.
Ruslapokar 25 stk ---- 1.800 kr.

Dósamóttaka.
Nemendafélagið er að safna dósum og hægt er að setja dósir í gráa kistu sem er við rauða moltuhúsið á ruslasvæðinu.  Ef fólk er með stærri poka er hægt að setja þá inn í moltuhúsið.

Nemendafélagið þakkar fyrir stuðninginn.

  

Undir skiltinu hér fyrir ofan er bréfið í heild


Nú hefur verið ákveðið að framlengja samkomubannið í landinu til 4. maí næstkomandi. Þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi í apríl halda því áfram.

Við viljum minna fólk á að “ferðast innanhúss” um páskana. Allir hafi hugfast að halda áfram að gæta hreinlætis, geyma ferðalög og ekki taka á móti gestum frá öðrum svæðum. Þrátt fyrir þetta viljum við halda áfram að minna ykkur á að stunda útiveru og njóta í faðmi fjölskyldunnar.

  


Friðrún Gestsdóttir með vinninginn, mynd Friðrún
Friðrún Gestsdóttir með vinninginn, mynd Friðrún

Í dag var dregið í afmælisleik Hólabúðar.  Þessi útdráttur fór fram í viðurvist vitna og undir vökulu auga myndavélar. Það var Ingibjörg Kristín Ingimarsdóttir sem dró nafn vinningshafans úr fötu með miðum frá fjölda þátttakenda.

 

Vinninginn hlaut Friðrún Gestsdóttir á Reykhólum. Útdráttinn má sjá á facebooksíðu Hólabúðar og einnig þegar Friðrún tók við vinningnum.

  

Afgreiðslutími í Hólabúð og 380 um páskana


9. apríl    skírdagur ----------13 – 19

 

10. apríl  föstudagurinn langi, lokað


11. apríl  Hólabúð ---------- 13 – 16 -- 380 RESTAURANT   lokað


12. apríl  páskadagur              lokað


13. apríl  2. í páskum -------13 – 16 -- 380 RESTAURANT   lokað

  

Bergsveinn G. Reynisson
Bergsveinn G. Reynisson

Núna þegar við erum hvött til að hafa hægt um okkur og geyma páskaferðalög um sinn, hefur Bergsveinn Reynisson bóndi og björgunarsveitarmaður (og eitthvað fleira) á Gróustöðum birt myndband með hugvekju og vinsamlegum tilmælum, sem er hægt að sjá hér.


Þar segir hann meðal annars:

„Björgunar­sveitar­fólk er flest allt eitt­hvað annað líka. Þetta er starfs­fólk úr heilsu­gæslu, þetta eru snjó­mokarar, þetta eru sjúkra­flutninga­menn eða slökkvi­liðs­menn, per­sónur sem þurfa að standa sína plikt í einka­lífinu líka, þetta eru for­eldrar, þetta eru afar og ömmur.“--------  Og að lokum: „Hlýðið Víði. Gerið bara eins og hann segir. Verið heima. Þá getum við hin kannski fengið að vera heima líka.“ 

 

 

       

7. apríl 2020

Framkvæmdir ganga vel

Skólaeldhúsið, nýju dyrnar t.h.
Skólaeldhúsið, nýju dyrnar t.h.
1 af 6

Eins og sagt var frá fyrir skömmu, var gripið tækifærið sem gafst til viðhalds og viðgerða í Grettislaug og skólaeldhúsinu þegar lokað var þar vegna samkomubanns. Framkvæmdir hafa gengið vel, þó veður hafi aðeins tafið iðnaðarmenn sem hafa komið til að vinna við þetta.


  

...
Meira
1 af 2

Efni úr rauðþörungum kunna að gagnast gegn veirum.


Í dag birti Íslenski sjávarklasinn nýja greiningu um tækifæri í þaraskógum við Ísland á bæði íslenski og ensku. Þar er spurt hvort víðfeðmir þaraskógar við Íslandsstrendur geti orðið enn ein stoðin í eflingu landsins sem matvæla- og heilsuefnalands?

 

Þang  og þara má finna allt í kringum landið og talið er að nýta megi mun meira af honum á sjálfbæran hátt en gert er í dag  og búa til atvinnugrein sem velt getur tugum milljarða. Þá eru rannsóknir að sýna að efni sem unnin eru úr þangi hafa margháttuð lækninga- og forvarnagildi. Þar hafa m.a. komið efni unnin úr rauðþörungum (red algae) sem kunna að nýtast í baráttunni við veirufaraldra.

 

Greininguna í heild sinni á íslensku má lesa hér.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30