Tenglar

Vegna misskilnings og handvammar vefstjóra var auglýst að skrifstofa Reykhólahrepps yrði lokuð 10. og 11. okt.

Það er ekki rétt, skrifstofan verður opin fimmtudag 10. og föstudag 11. okt. milli kl. 10 - 14.

Beðist er velvirðingar á þessum „fréttaflutningi“.  

Pítsadagur Reykhólaskóla 8.október.

Opið á milli 18:00 - 20:30

 

12 tommu pítsa með tveimur áleggstegundum                1.900 kr.

Aukaálegg                                                                        200 kr.

Margarita/hvítlauksbrauð                                              1.700 kr.

Brauðstangir 6 stykki með sósu                                         600 kr.

hvítlauksolía                                                                    300 kr.

1.5 líter kók                                                                    450 kr.

dósagos 33 cl.                                                                 200 kr.



Áleggstegundir í boði:

Hakk, pepperone, skinka, beikon, rjómaostur, laukur, sveppir, paprika, ananas og döðlur

 

Tilboð:

 2x 12 tommu pítsur með tveimur áleggstegundum, brauðstangir og 1.5 líter af kók, kr. 4.500                                                       

Hægt verður að panta pítsu bæði til að taka með sér eða borða á staðnum.

 

Tekið er við pöntunum frá kl. 11 á mánudaginn 7. október til kl. 17 á  þriðjudaginn 8.október í síma 894-9123 eða 849-8531. Líka er hægt að panta í netfanginu astasjofnkr@gmail.com  frá og með föstudeginum 4. október.

 

Ef pantað er í netpósti þarf að taka fram hver pantar, hvenær pítsan verður sótt og hvort hún verður snædd á staðnum eða tekin með heim. Þá verður send til baka staðfesting á móttöku.

 

 

Nemendur unglingadeildar Reykhólaskóla

 

  

Upplýsingar voru að berast um að það ræktast úr öllum þremur sýnunum sem tekin voru á Reykhólum þriðjudaginn 1. október.  Tekin voru sýni í Hólabúð, Barmahlíð og úr brunni þar sem vatn úr lindum og vatn úr fjallalæk koma saman.

 

Það ræktast 5 gerlar úr hverju sýni, staðfestar niðurstöður berast á morgun.  Viðvarandi yfirborðsmengun er í vatnsbólum sem notuð eru fyrir Reykhóla.

 

Því er enn minnt á suðuleiðbeiningar.

 

  

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 7. október. Opið verður næst mánudaginn 14. okt.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fer nú í haust af stað með nám fyrir bændur og smáframleiðendur sem vilja læra um fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við hugmyndafræðina Beint frá býli.

Unnið er út frá námskránni Matarsmiðja frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

 

Verkefnið er samvinnuverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Vestfjarðarstofu. Námið er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða

.

https://www.frmst.is/frettir/Matarkistan_Vestfirdir_-_Beint_fra_byli/

 

https://www.frmst.is/namskeid/endur-_og_simenntun/Matarkistan_Vestfirdir_-_Beint_fra_byli/  

 


2. október 2019

Flatey besta eyja í heimi!

Í Grýluvogi, mynd Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Í Grýluvogi, mynd Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Flat­ey á Breiða­firði er besta eyja í heimi að mati fjöl­miðilsins og ferða­þjónustu­síðunnar Big 7 Tra­vel.

Miðillinn birti lista yfir 50 bestu eyjar í heimi að mati les­enda, en tæp­lega 6000 manns tóku þátt könnuninni.

 

Flat­ey er sögð vera staðurinn þar sem tíminn stendur í stað. Hún er í flokki með eyjunum Palawan á Filipseyjum, Espirita Santo í Suður-Kyrrahafi og Sommarøy í Noregi.

 

Um þetta er grein í Fréttablaðinu í gær.

  

Guðrún Elín Benónýsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla. 


Hún tekur við af Maríu Játvarðardóttur sem hefur látið af störfum. 


Guðrún Elín kemur að öllum líkindum að fullu til starfa í nóvember.

...
Meira

Samkvæmt síðustu mælingu eru enn E.coli gerlar í neysluvatni á Reykhólum. Því eru áréttaðar suðuleiðbeiningar hér.

1 af 6

Á málþinginu Ráðabrugg sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag var rætt um valdeflingu ungs fólks og leiðir til að þrýsta á ráðamenn um að leita samráðs við ungt fólk. 


Frá ungmennaráði Reykhólahrepps mættu þau Adrian Kowalczyk, Aníta Hanna Kristjánsdóttir, Ketill Ingi Guðmundsson og Viktor Benóný Benediktsson.


  

...
Meira
27. september 2019

Inflúensubólusetning

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.

 

Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B.

 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

 

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en hvort greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð fer eftir stöðu hvers og eins í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

 

Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60–70% vörn gegn sjúkdómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur. 

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is/

 

Hægt verður að mæta í bólusetningu án þess að bóka tíma eftirfarandi daga;

 

Í Búðardal, fimmtudaginn 3. og mánudaginn 7. október frá kl. 9-12 og 13-16

Á Reykhólum, föstudaginn 4. október frá kl. 11-14

 

 

Tímabókanir eru í síma 432 1450 (Búðardalur) eða 432 1460 (Reykhólar)

 

Starfsfólk HVE-Búðardal / Reykhólum

 

 

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30