Tenglar

Vegna bilunar verður Grettislaug á Reykhólum lokuð á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní.

14. júní 2019

Sögurölt um Gautsdal

1 af 3

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum munu halda áfram samstarfi sínu frá fyrra ári um sögurölt í sumar.  Á fjórða hundraðið mættu í rölt í fyrra, oft í roki og rigningu.


Fyrsta sögurölt sumarsins verður þó hvorki í Dölum né Ströndum, heldur í Gautsdal í Geiradal miðvikudaginn 19. júní í samstarfi við Kalla og Lóu bændur á Kambi. Lagt verður af stað frá hlaðinu í Gautsdal stundvíslega kl. 19:30.


Skoðaðar verða tóftir af bænhúsi, leifar af gamalli heimarafstöð (túrbínan er varðveitt og til sýnis á Byggðasafni Dalamanna), forn skilarétt Geirdælinga, Réttarfoss í Gautsdalsá og annað sem á vegi okkar verður.


Dalamenn, Strandamenn, íbúar Reykhólahrepps og aðrir gestir eru velkomnir í rölt með okkur til að hreyfa sig hæfilega, hlusta á sögur og ekki síst til að hitta mann og annan úr þessum þremur héruðum.

  

Hátíðahöld 17. júní í Reykhólahreppi verða í Bjarkalundi að venju.

Dagskráin er í höndum Lions klúbbsins og hefst kl. 14.00 með skrúðgöngu og ávarpi fjallkonunnar.

 

Til reiðu verða hoppukastalar, andlitsmálun fyrir börnin og leikir fyrir börn og fullorðna o.fl.

Inni á hótelinu verður glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar sem kostar 2000 krónur og 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri.


Lions klúbburinn og Hótel Bjarkalundur bjóða yngri sem eldri hjartanlega velkomin á þjóðhátíðina næstkomandi mánudag, 17. júní.

 

  

Mælingar á Barmahlíð. mynd af bb.is
Mælingar á Barmahlíð. mynd af bb.is

Skógræktin hefur verið að mæla hæð trjáa á Vestfjörðum. Í gær voru sitkagrenitré á Barmahlíð í Reykhólahreppi mæld og þar var hæsta tréð 20,06 metrar á hæð. Björn Traustason, sérfræðingur á Mógilsá, sagði í samtali við Bæjarins besta að þvermál þess sé 43,6 cm., en mælt er þvermál trjáa í 1,3 m. hæð.


  

...
Meira

Aðalsafnaðarfundur Gufudals- og Reykhólasóknar verður haldinn föstudaginn 14. júní kl. 17.00 í Reykhólakirkju.

Dagskrá samkvæmt venju.

1.Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
2.Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá.
3.Kosning aðalmanns í kjörnefnd og varamanns.
4.Kosning annarra stjórnarmanna.
5.Kosning endurskoðanda og varamanns hans.
6.Önnur mál.

Reykhólum 7. júní,
Guðmundur Ólafsson, formaður sóknarnefndar.

  

6. júní 2019

Kvennahlaupið 15. júní

 

Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá verður haldið á Reykhólum laugardaginn 15. júní kl. 11.00. Hlaupið verður frá Reykhólakirkju og út Reykjanesið og eru ýmsar vegalengdir í boði.


Þetta er í 30. sinn sem kvennahlaupið er haldið á Íslandi og tekur fjöldinn allur af konum þátt um allt land.


Vonandi verður góð mæting á Reykhólum því hreyfing með skemmtilegum konum er bæði andlega og líkamlega styrkjandi.

  

6. júní 2019

Störf í Reykhólaskóla

Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75-90% starf frá kl. 8:15 alla daga næsta skólaár, einnig leikskólakennara/starfsmanni í leikskólann í 75 - 100% starf   


 

...
Meira

Málþing Tungumálatöfra um fjöltyngi og fjölmenningu á Hrafnseyri við Arnarfjörð laugardaginn 8. júní, kl. 11:30 - 16:30.

Málþingið er öllum opið og boðið verður upp á hádegisverð.

Reykhólahreppur vekur athygli á að lóðir nr. 2-6 við Hólatröð samkvæmt nýju deiliskipulagi eru lausar til umsóknar.

Eins eru allar skipulagar lóðir á vegum sveitarfélagsins lausar til umsóknar.


Allar nánari upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Sveitarstjóri

 

  

Minnt er á að síðasti skráningardagur á sumarnámskeið Ungmennafélagsins og Tómstundastarfs Reykhólahrepps er á morgun, 1. júní.

Skráning er á netfangið johanna@reykholar.is

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30