Sögurölt um Gautsdal
Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum munu halda áfram samstarfi sínu frá fyrra ári um sögurölt í sumar. Á fjórða hundraðið mættu í rölt í fyrra, oft í roki og rigningu.
Fyrsta sögurölt sumarsins verður þó hvorki í Dölum né Ströndum, heldur í Gautsdal í Geiradal miðvikudaginn 19. júní í samstarfi við Kalla og Lóu bændur á Kambi. Lagt verður af stað frá hlaðinu í Gautsdal stundvíslega kl. 19:30.
Skoðaðar verða tóftir af bænhúsi, leifar af gamalli heimarafstöð (túrbínan er varðveitt og til sýnis á Byggðasafni Dalamanna), forn skilarétt Geirdælinga, Réttarfoss í Gautsdalsá og annað sem á vegi okkar verður.
Dalamenn, Strandamenn, íbúar Reykhólahrepps og aðrir gestir eru velkomnir í rölt með okkur til að hreyfa sig hæfilega, hlusta á sögur og ekki síst til að hitta mann og annan úr þessum þremur héruðum.
Þjóðhátíðardagskráin í Reykhólahreppi
Hátíðahöld 17. júní í Reykhólahreppi verða í Bjarkalundi að venju.
Dagskráin er í höndum Lions klúbbsins og hefst kl. 14.00 með skrúðgöngu og ávarpi fjallkonunnar.
Til reiðu verða hoppukastalar, andlitsmálun fyrir börnin og leikir fyrir börn og fullorðna o.fl.
Inni á hótelinu verður glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar sem kostar 2000 krónur og 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri.
Lions klúbburinn og Hótel Bjarkalundur bjóða yngri sem eldri hjartanlega velkomin á þjóðhátíðina næstkomandi mánudag, 17. júní.
Hæsta tré Vestfjarða á Barmahlíð, 20,06 m.
Skógræktin hefur verið að mæla hæð trjáa á Vestfjörðum. Í gær voru sitkagrenitré á Barmahlíð í Reykhólahreppi mæld og þar var hæsta tréð 20,06 metrar á hæð. Björn Traustason, sérfræðingur á Mógilsá, sagði í samtali við Bæjarins besta að þvermál þess sé 43,6 cm., en mælt er þvermál trjáa í 1,3 m. hæð.
...
Meira
Aðalsafnaðarfundur 14. júní
Aðalsafnaðarfundur Gufudals- og Reykhólasóknar verður haldinn föstudaginn 14. júní kl. 17.00 í Reykhólakirkju.
Dagskrá samkvæmt venju.
1.Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
2.Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá.
3.Kosning aðalmanns í kjörnefnd og varamanns.
4.Kosning annarra stjórnarmanna.
5.Kosning endurskoðanda og varamanns hans.
6.Önnur mál.
Reykhólum 7. júní,
Guðmundur Ólafsson, formaður sóknarnefndar.
Kvennahlaupið 15. júní
Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá verður haldið á Reykhólum laugardaginn 15. júní kl. 11.00. Hlaupið verður frá Reykhólakirkju og út Reykjanesið og eru ýmsar vegalengdir í boði.
Þetta er í 30. sinn sem kvennahlaupið er haldið á Íslandi og tekur fjöldinn allur af konum þátt um allt land.
Vonandi verður góð mæting á Reykhólum því hreyfing með skemmtilegum konum er bæði andlega og líkamlega styrkjandi.
Störf í Reykhólaskóla
Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75-90% starf frá kl. 8:15 alla daga næsta skólaár, einnig leikskólakennara/starfsmanni í leikskólann í 75 - 100% starf
...
Meira
Talað töfrandi tungum 8. júní
Málþing Tungumálatöfra um fjöltyngi og fjölmenningu á Hrafnseyri við Arnarfjörð laugardaginn 8. júní, kl. 11:30 - 16:30.
Málþingið er öllum opið og boðið verður upp á hádegisverð.