Tenglar

Ungmennafélagið Afturelding og Tómstundastarf Reykhólahrepps mun aftur vera í samstarfi í sumar með leikjanámskeið og íþróttaæfingar í samfelldu starfi. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 4. júní og verður leikjanámskeið á  þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og íþróttaæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum allan júní.

 

Innifalið í verði er hressing, brauð, ávaxtasafi og ávextir.

 

Tímasetningar:

 

Börn fædd 2010-2013

Þriðjudagar: Leikjanámskeið 10-13. Íþróttaæfing 13-14.

Miðvikudagar: Leikjanámskeið 10-12:30.

Fimmtudagar: Leikjanámskeið 10-13. Íþróttaæfing 13-14.

 

Börn fædd 2007-2009

Þriðjudagar: Leikjanámskeið 13-14. Íþróttaæfing 14-15.

Miðvikudagar: Leikjanámskeið 13-15.

Fimmtudagar: Leikjanámskeið 13-14. Íþróttaæfing 14-15.

 

Börn fædd fyrir 2007 eru velkomin á íþróttaæfingar með eldri hópnum.

Foreldrar barna f. 2013 sem enn eru í leikskóla mega setja sig sérstaklega í samband við tómstundafulltrúa vegna ferða til og frá leikskóla.

 

Verð fyrir íþróttaæfingar:   kr.  4500.-

Verð fyrir leikjanámskeið:  kr.  6000.-

 

Skráning á námskeiðið er fyrir 1. júní með tölvupósti á netfangið: johanna@reykholar.is

 

 

 

  

 

 

 

 

  

1 af 3

Báta og hlunnindasýningin á Reykhólum leitar eftir 2-3 ungmennum (14-70 ára) í hlutastarf 1. Júní -10. ágúst.

 

Starfið felst í að fræða um muni sýningarinnar og náttúruauðlindir svæðisins, veita ferðamönnum upplýsingar á íslensku og ensku, og léttum heimilisverkum.


Óskað er eftir fólki sem hefur ríka þjónustulund, er snyrtilegt í umgengni og ófeimið við að tjá sig við ókunnuga.


Umsækjandi vinsamlega sendi svör á tölvufangið: kriamari@gmail.com fyrir 23. maí, með stuttu svari við spurningunni: Hvers vegna vil ég starfa við menningarferðaþjónustu?

  

Hólabúð verður lokað kl.15 í dag, vegna veikinda.

Móttaka heyrnarfræðinga HTÍ  
í Búðardal miðvikudaginn 5. júní.

Heyrnarmæling – Heyrnartæki, ráðgjöf – aðstoð og stillingar.
 Bókanir í síma  
581 3855
og á www.hti.is

  

Umhverfisdagur Reykhólahrepps var s.l. laugardag og lánaðist vel.

Það var éljagangur og kalsi í veðrinu en fólk lét það ekki á sig fá, krakkarnir voru sérstaklega duglegir að taka til hendinni.

Myndirnar tók Lovísa Ósk Jónsdóttir þegar fólkið fékk sér hressingu í Hvanngarðabrekkunni eftir tiltektina.

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 27. maí næstkomandi.

 

Tímapantanir eru í síma  432 1450

 

  

Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi verður opnaður á morgun, 11. maí kl. 10.


Opið verður alla daga í sumar milli kl. 10 og 18. Að venju er fjölbreytt handverk á boðstólum og úrvalið hefur aldrei verið meira.


Kaffiveitingar verða til sölu á hóflegu verði eins og áður.


Á meðfylgjandi myndum er sýnishorn af vörunum.

  

ALLT Í STEIK Á FÖSTUDAGINN !!! Á föstudaginn 10. maí hendum við vænum nauta ribeye steikum á grillið, berum þær fram með salati, bakaðri kartöflu fylltri af sýrðum rjóma hrærðum með graslauk, sjávarsalti og beikoni, 380 þeyttu smjöri sem inniheldur þara og kryddjurtir og að sjálfsögðu er rjómasveppasósa með.

Fyrir þetta kvöld verða borðapantanir í síma 434-7890 fyrir fimmtudaginn 9.maí. Allt þetta fyrir aðeins 3.800 kr.
P.S. gleðin hefst kl 16:00 með happy hour 2 kaldir á 1.200kr.

  

Reykhólahreppur auglýsir  eftirtaldar stöður kennara við Reykhólaskóla lausar til umsóknar. Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki.

Umsjónarkennari (samkennsla) 100% starf

Grunnskólakennari (list- og verkgreinar) í 50% starf

Leikskólakennari í 100% starf

 

Sjá nánar í laus störf hér til vinstri

Skjáskot úr myndbandi sem Hafrós Huld Einarsdóttir tók af lömbunum og yfirljósunni  Svandísi Björgu Jóhannsdóttur
Skjáskot úr myndbandi sem Hafrós Huld Einarsdóttir tók af lömbunum og yfirljósunni Svandísi Björgu Jóhannsdóttur

Ær sem átti að vera þrílembd kom fólkinu í Fremri Gufudal í Reykhólasveit á óvart.

Hafrós Huld Einarsdóttir segir að kindin hafi verið talin þrílembd og fyrstu tvö lömbin létu ekki bíða eftir sér. „Svo var þriðja lambið svolítið lengi að koma. Ég kíkti inn í hana og þá var bara kollurinn en vantaði báða framfæturna. Ég rétti við hausinn og þá skutlaðist það út. Svo var dóttir mín komin á staðinn og varð að hjálpa.“

Frá þessu segir í frétt á ruv.is sem lesa má hér

 

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30