Jóhannes Geir Gíslason Skáleyjum
mynd af f.b.síðu DH
mynd af f.b.síðu DH
Komin er út ný bók eftir Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum, Á Eylenduslóðum.
Dagbjört Höskuldsdóttir í Stykkishólmi segir á facebooksíðu sinni:
„Til mín kom í dag góður kall með frábæra bók með sér. Jóhannes Gíslason frá Skáleyjum, eða hann Jói í Skáleyjum eins og við þekkjum hann. Hann hefur unnið mikið þrekvirki við vinnu þessarar bókar sem kemur svona í kjölfar Eylendu sem flestir Breiðfirðingar og fleiri þekkja vel. Ég er aðeins búin að glugga í hana og hlakka til að lesa. Falleg líka, í góðu bandi. Hún er komin í Bókaverzlun Breiðafjarðar. Má gjarnan deila þessu vítt og breitt. Bókin er þess virði.. Og ég er ekki alveg ókunnug bókum..“
Smá viðbótarupplýsingar, Bókaverzlun Breiðafjarðar er á Borgarbraut 1 í Stykkishólmi. Hér er f.b.síða verslunarinnar.