Tenglar

1. apríl 2019

Startpakkar

Anastazja Líf Kowalczyk með foreldrum sínum
Anastazja Líf Kowalczyk með foreldrum sínum
1 af 4

Núverandi sveitarstjórn viðheldur þeirri skemmtilegu og góðu venju sem skapast hefur, að færa foreldrum nýfæddra barna í hreppnum svokallaða startpakka. Að þessu sinni voru þeir gerðir í samvinnu við verslunina Lindex, sem bætti við hvern startpakka gjafabréfi að upphæð kr. 5.000.-

...
Meira

Hvatastöðin, Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps og Drekaslóð taka höndum saman. Thelma Ásdísardóttir verður með opinn fyrirlestur um Drekaslóð, ofbeldi og afleiðingar þess.

 

Fyrirlesturinn er í Flugstöðinni á Hólmavík mánudaginn 1. apríl kl. 16:30.

 

Allir, fagfólk og aðrir áhugasamir eru velkomnir.

 

Thelma verður einnig með einstaklingsviðtöl á Hólmavík sama dag. Tímapantanir í síma: 6980802 eða á netfangið thelma@drekaslod.is

 

  

29. mars 2019

Landsþing í beinni

XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett kl. 10:00. Þingið stendur yfir til kl. 15:35 í dag og má fylgjast með því í beinni útsendingu á vef sambandsins.

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 18. mars.

Hún verður opin næst þann 25. mars á venjulegum tíma, 12 - 15.

14. mars 2019

Eiríkur á Stað látinn

 

Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað, lést þann 9. mars á Akranesi.

 

Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 13.

Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði í Reykhólahreppi.

 

Fjölskyldu Eiríks eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

  

Aðalheiður Hallgrímsdóttir
Aðalheiður Hallgrímsdóttir
1 af 3

Saltkjötsveisla Lions á Reykhólum var á föstudagskvöldið.


Að venju var kynnt skáld úr héraðinu, að þessu sinni var það Aðalheiður Hallgrímsdóttir. Aðalheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, ólst upp á Dagverðará á Snæfellnesi.  

...
Meira
Þetta er ekki rétta merki Aftureldingar, heldur rissað upp eftir minni.
Þetta er ekki rétta merki Aftureldingar, heldur rissað upp eftir minni.

Aðalfundur u.m.f.Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 20. mars nk. kl.20:30

í matsal Reykhólaskóla.

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum sem flesta til þess að mæta!

 

Stjórn Aftureldingar.

 

  

Sveitarstjórn Reykhólahrepps átti einkar ánægju- og gagnlegan fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem heimsótti Reykhóla í gær.


Á fundinum voru  einkum rædd málefni tengd jarðhitanum, fyrirkomulag og möguleikar sem hann kann að gefa varðandi atvinnuuppbyggingu og nýsköpun.


  

...
Meira

Föstudaginn 8. mars heldur Lionsklúbburinn hina árlegu saltkjötsveislu, sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Reykhólaskóli, mynd Árni Geirsson
Reykhólaskóli, mynd Árni Geirsson

Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur.


  

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30