Tenglar

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður opin á morgun, þriðjudag, á venjulegum tíma.

Kæru íbúar í Reykhólahreppi.

 

Boðað er til íbúafundar vegna byggðarhátíðarinnar Reykhóladaga 2017, í Reykhólaskóla kl. 19:30, miðvikudaginn 7.júní.

Þeir sem hafa hugmyndir eða skoðanir eða vilja taka þátt í Reykhóladögunum með einum eða öðrum hætti eru eindregið hvattir til að koma, og líka þeir sem vilja bara fylgjast með.

 

Reykhóladagarnir eru haldnir síðustu helgina í júlí, að þessu sinni dagana 27.-30. júlí, eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag.

Verum dugleg að mæta!!


Tómstundafulltrúi.

 


 


 


1 af 7

Ungmennafélagið Afturelding hefur verið leiðandi við að byggja upp aðstöðu til íþróttaiðkunar, og nýverið var á vegum þess útbúinn 6 holu frisbígolfvöllur í Hvanngarðabrekkunni, með styrk frá sveitarfélaginu. Meiningin er að bæta 3 körfum við og þá er þetta löglegur keppnisvöllur.

...
Meira
Mynd UMFÍ
Mynd UMFÍ
1 af 2

Skráning hófst í dag á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði. Hér er hlekkur á skráningasíðu mótsins: https://umfi.felog.is/


 Keppandi á mótinu í Hveragerði greiðir eitt gjald og getur síðan keppt í eins mörgum greinum og hann vill. 

...
Meira
Mynd urta.is
Mynd urta.is

Norðursalt leitar að starfsfólki í framtíðarstarf og/eða hlutastörf.

Allr nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 8921857 eða á netfangi: reykholar@nordurco.com

Verksmiðjurnar í Karlsey, Norður-salt og Þörungaverksmiðjan
Verksmiðjurnar í Karlsey, Norður-salt og Þörungaverksmiðjan

Hrönn Egilsdóttir flytur erindi á morgun, 31. maí, kl. 19:30  í matsal Reykhólaskóla, um rannsóknir á súrnun sjávar. Í erindi sínu mun Hrönn fjalla um ástæður og afleiðingar súrnunar sjávar út frá stöðu þekkingar í dag. Þá mun hún færa rök fyrir því af hverju Breiðafjarðarsvæðið væri tilvalið rannsóknarsvæði. 

...
Meira

Starfsmaður óskast í afleysingu í heimaþjónustu í Reykhólahreppi  frá 1. júní. Um er að ræða hlutastarf í þjónustu hjá eldri borgurum. Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest. 

 Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur, félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Hólmavík .  Nánari upplýsingar í síma 842-2511. 

 

30. maí 2017

Rotþróahreinsun 2017

Mynd ust.is
Mynd ust.is

Reykhólahreppur auglýsir áætlaða rotþróahreinsun í sveitarfélaginu í júní/júlí.  Aðilar sem þurfa að fá hreinsun í ár, hafi samband við skrifstofu sveitarfélagsins, hvort sem er frá íbúðarhúsnæði á lögbýli eða sumarhúsi.

...
Meira
Mynd htí.is
Mynd htí.is

Heyrnarfræðingar frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verða með móttöku á heilsugæslustöðvunum á Hólmavík 31. maí og í Búðardal 1.júní.

Heyrnarmælingar – heyrnartæki – ráðgjöf – aðstoð og stillingar.

 

      Bókanir í s.581 3855

Orkubú Vestfjarða verður með opna kynningarfundi á Hólmavík og Patreksfirði í tengslum við ársfund OV, sem haldinn var 16. maí sl.

 

- Opinn fundur á Hólmavík verður á Café Riis mánudaginn 29. maí kl. 12:00. 

 

- Opinn fundur á Patreksfirði verður á Fosshótel Vestfirðir þriðjudaginn 30. maí kl. 12:00.

 

Fundirnir eru öllum opnir og verður fundargestum boðið upp á súpu og kaffi á staðnum.

 

Viðskiptavinir, sveitarstjórnarmenn og annað áhugafólk um orkumál er hvatt til að mæta á fundinn.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30