Tenglar

1 af 4

62. Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.. Þingið sóttu 30 fulltrúar úr sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Þingið er nú haldið í annað sinn með breyttu sniði með áherslu á ársfundarmál en málefnaþing eru síðan haldin að hausti.

...
Meira

Skilti eins og á meðfylgjandi mynd hafa verið sett upp á mörgum stöðum og er reynslan sú að þau eru virt. Hitt er svo annað mál, að þau eru varla nein staðarprýði, en skárri samt en hvítar veifur (með blettum).

...
Meira

Heitavatnslaust verður á Reykhólum frá og með Hellisbraut 14 og austur úr bænum til og með Barmahlíð frá kl 12:30 og fram eftir degi vegna tenginga.


Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Þrír sóttu um starf skólastjóra Reykhólaskóla sem auglýst var fyrr í vor. Fyrirtækið Capacent annast úrvinnslu umsókna.

Skólastjóri verður ráðinn af sveitarstjórn að fenginni umsögn mennta- og menningarmálanefndar.

 

 Þeir sem sóttu um starfið eru: Valgeir Jens Guðmundsson kennari, Jón Einar Haraldsson kennari.  Einn umsækjandi vill ekki láta nafns síns getið að svo stöddu.

1 af 2

Á laugardag, 20. maí, verður opnaður markaðurinn í Nesheimum í Króksfjarðarnesi. Nesheimar er nýtt heiti á kaupfélagshúsinu, sem hefur ekki átt neitt nafn annað en Kaupfélagið, þau 55 ár sem það er búið að standa. Núna er opnað tæpum mánuði fyrr en venjulega.

...
Meira

Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2017 frá 5. júní til og með 18. ágúst, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Rétt til starfa í vinnuskólanum hafa börn fædd 2001–2004, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2016-2017 og/eða með lögheimili í Reykhólahreppi. Flokksstjóri verður Bryndís Soffía.

...
Meira

Fimmtudaginn 18. maí klukkan 16:00 ætlar þjóðfræðingurinn Anna Björg Ingadóttir að kynna meistaraverkefni sitt, vefsíðuna Reykhólahreppur.com


Hún veltir fyrir sér hvað gerir samfélag að góðu samfélagi til að búa í? Hvers vegna staðurinn skipti fólk svona miklu máli? Læknirinn kemur eftir hádegi á mánudögum og þá opnar Landsbankinn útibúið sitt.


Þess á milli er best að þurfa hvorki lækni né pening.

...
Meira

Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum í slátt og hirðingu, annarsvegar með vél og hins vegar með orfi, á ýmsum grassvæðum sveitarfélagsins.

...
Meira

Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð eða rannsókn stendur. Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir húsaleigu í íbúðunum vegna sjúklinga úr Dölum eða Reykhólahreppi. Sama gildir ef sjúklingar dvelja á Sjúkrahóteli Landsspítalans um tíma.



...
Meira
9. maí 2017

Afgangs ávinnsluherfi

Umrætt ávinnsluherfi
Umrætt ávinnsluherfi
1 af 2

Er þetta eitthvað sem gæti hentað bændum í Reykhólasveit, Ströndum eða Saurbæ og Skarðsströnd?

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30