Tenglar

Ársreikningur Reykhólahrepps 2021 var samþykktur eftir síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 23. júní sl.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 697,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 481,5 millj. kr.

 

 Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark þess. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki nam 0,5% sem er lögbundið hámark þess, í B-flokki nam álagningarhlutfall 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C flokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess með álagi.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 34,1 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.

 

Heildareignir sveitarfélagsins námu 688 millj. kr. og heildarskuldir 173,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 514,8 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 420,1 millj. kr.

 

Sveitarstjórn bókaði sérstakar þakkir til lykilstarfsfólks sveitarfélagsins fyrir ábyrga meðferð fjármuna, ekki síst Ingibjargar Birnu sveitarstjóra fyrir góða yfirsýn og metnað í fjármálum sveitarfélagsins. Einnig til starfsfólks skrifstofunnar.

 

 

Baldur við bryggju í Flatey
Baldur við bryggju í Flatey

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps þann 23. júní sl. var lögð fram ályktun um ferjusiglingar á Breiðafirði.

Flatey eins og stór hluti Breiðafjarðareyja er í Reykhólahreppi og því lætur sveitarstjórn sig varða samgöngur þar, eins og í öðrum hlutum sveitarfélagsins.

 

Ályktunin hljóðar svo:

Reykhólahreppur lýsir yfir þungum áhyggjum varðandi ferjusiglingar Baldurs á Breiðafirði.  Baldur er eina tenging íbúa Flateyjar við meginlandið og mjög mikilvægur hvað varðar margvíslega þjónustu við Flatey. Tryggja þarf öryggi farþega með nýrri ferju, án þess að það komi niður á þjónustu við íbúa í Flatey.“

 


 


26. júní 2022

Vestfjarðavíkingurinn 2022

1 af 2

Keppni sterkustu manna landsins

fer fram dagana 1. til 3. júlí.

Keppt verður á eftirtöldum stöðum.

  

Föstudagur 1. júlí

kl 11:00 Patreksfjörður á Friðþjófs Torgi

(Sirkus handlóð)

kl 12:00 Patreksfjörður á Friðþjófs Torgi 

(Atlas steinatök)

kl 17:00 Reykhólar í Sundlauginni

(Tunnuhleðsla)

 

Laugardagur 2. júlí

kl 11:00 Búðardalur við Vínlandssetrið

(Uxaganga)

kl 12:00  Búðardalur við Vínlandssetrið (Bóndaganga)

kl 17:00  Hellisandur við Sjóminjasafnið

(Kútakast)

 

Sunnudagur 3. júlí

kl 14:00  Stykkishólmur við gömlu Kirkjuna (Drumbalyfta)

kl 15:00  Stykkishólmur við gömlu Kirkjuna (Réttstöðulyfta)

 

Hjá Norðursalti vantar starfsfólk, sjá auglýsingu.

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í fimmtánda sinn 9. júlí nk. Allar gerðir báta eru velkomnar.

Núna verður farið í Hvallátur, þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á sjöunda áratug síðustu aldar. 

 

Ráðgert er að þáttakendur safnist saman á Reykhólum föstudaginn 8. júlí. Flóð er um kl. 14 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Einnig er hægt að sjósetja báta í höfninni á Stað á Reykjanesi.

 

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla um s.k. Staðareyjar. Við Stað koma þeir, sem þaðan fara, til móts við þáttakendur (um kl. 10)  og síðan er siglt áleiðis um Skáleyjalönd og út í Hvallátur.

 

Staðarhaldarar í Hvallátrum munu kynna þáttakendum það starf sem þar fer fram, en þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einnig mun Egill verða skoðaður og saga hans sögð.

Ráðgert er síðan að koma til baka seinni partinn.

 

 

20. júní 2022

Sumaropnun í Grettislaug

Frá 20. júní - 14. ágúst verður opið sem hér segir: 

opið á morgnana alla virka daga frá 8:00 - 10:00

lokað á morgnana laugardaga og sunnudaga 

lokað alla daga                   10:00 - 13:00

opið alla daga                     13:00 - 20:00

19. júní 2022

Blautur 17. júní

Að þessu sinni voru hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum. Undanfarin fjölmörg ár hafa hátíðahöldin verið í Bjarkalundi, en nú eru þar vinnubúðir verktakafyrirtækisins Suðurverks næstu 2 árin og hótelið lokað.

 

Það rigndi nokkuð og kom það niður á aðsókninni, en fólkið sem kom skemmti sér hið besta. Unga kynslóðin fór í leiki og það lánaðist að hóa saman fullorðnu fólki í reiptog, sem var ansi tvísýnt hvernig myndi enda.

 

Lions bauð upp á grillaðar (eða soðnar) pylsur og krakkarnir fengu andlitsmálningu sem rann merkilega lítið í rigningunni. Útihátíðarveðrið var svo í dag.

 

481. sveitarstjórnarfundur sem vera átti 9. júní en var frestað, verður haldinn fimmtudaginn 16. júní kl. 15:00.

Í Tilkynningum er fundarboðið eins og venjulega.

Hvanngarðabrekka
Hvanngarðabrekka

Hátíðahöld föstudaginn 17. júní verða í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum að þessu sinni, undir umsjá Reykhóladeildar Lions. Dagskráin hefst kl. 14.

 

Félagar úr Lions grilla pylsur fyrir gesti, unglingar úr Nemendafélagi Reykhólaskóla verða með opna sjoppu og sjá um leiki með börnum á öllum aldri.

 

Í Reykhólabúðinni verður opið, þar verður hægt að fá kaffiveitingar milli kl. 13 og 17.

 

Allir hjartanlega velkomnir,

 

Reykhóladeild Lions og Nemendafélagið.

 

Vegna þess að ekki hefur tekist að manna störf við Grettislaug verður sumaropnun frestað um viku, meðan þess er freistað að ráða starfsfólk.

Ákvörðun um opnunartíma verður endurskoðuð í næstu viku.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30