Tenglar

1 af 2

Í fasteignakálfinum í helgarblaði Fréttablaðsins er hálfsíðu auglýsing (mynd nr. 1) þar sem segir meðal annars: Til sölu Hótel Bjarkalundur og tilheyrandi eignir ásamt 58,5 hektara jörð á einum fallegasta stað landsins, margar náttúruperlur eru í nánasta umhverfi. Fasteignir á landareigninni eru alls 9 talsins, samtals 1.015 fm. og skiptast í hótel, þjónustumiðstöð, 6 smáhýsi og starfsmannahús.

...
Meira

Hólabúð á Reykhólum verður lokuð núna á laugardaginn. Hún verður síðan opin með venjulegum hætti frá klukkan tíu á mánudagsmorgun.

...
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

Ísland á að vera leiðandi í allri friðarumræðu og gera sig gildandi á þeim vettvangi. Þó lítið land sé, þá getum við lagt okkar af mörkum til þess að stuðla að friðvænlegri heimi. Það er horft til Íslands sem lýðræðisríkis sem hefur náð góðum árangri í mannréttindum og kvenfrelsi og sem velferðarsamfélag, þó alltaf megi sannarlega gera betur. Við eigum að láta í okkur heyra hvar sem er og hvenær sem er, til að leggja okkar af mörkum á vogarskál friðar í heiminum.

...
Meira
Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík. Mynd: Já 360.
Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík. Mynd: Já 360.

Fjögur af fimm í stjórn Breiðfirðingafélagsins gefa ekki kost á sér áfram við stjórnarkjör á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 23. febrúar. Það eru þau Snæbjörn Kristjánsson formaður, Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri og Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir meðstjórnendur. Hörður Rúnar hefur verið í stjórninni meira en þrjátíu ár. Snæbjörn hefur gegnt formennsku í tíu ár. Í lokin á inngangi sínum í nýútkomnu fréttabréfi félagsins segir hann:

...
Meira

Upplýsingar um félagsaðild félagsmanna Bændasamtaka Íslands eru núna aðgengilegar á Bændatorginu undir „félög/sambönd“ á upphafssíðunni. Hægt að sjá hvaða einstaklingar með félagsaðild tengjast viðkomandi búrekstri/búsnúmeri, en áður voru þar upplýsingar um aðildarfélög umráðamanns búsins. Seinni hlutann í febrúar munu Bændasamtökin senda rafræna greiðsluseðla með félagsgjöldum til allra félagsmanna. Til að lágmarka útsendingu á röngum félagsgjöldum er gott að bændur yfirfari sínar skráningar.

...
Meira

Allir eldri borgarar eru velkomnir á kaffihússkvöld sem verður í Barmahlíð á Reykhólum annað kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 19.30. Fólk er hvatt til að koma og eiga notalega stund saman.

...
Meira

Unnið er að lagfæringu á heitavatnslögn Þörungaverksmiðjunnar, sem liggur þvert yfir Reykjabraut á Reykhólum við Karlseyjarveg. Þess vegna verður Reykjabraut líklega lokuð fram yfir helgi, eða meðan þessi vinna stendur yfir.

...
Meira

Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðara-væðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Umsóknar- og úthlutunarferli vegna fyrirhugaðra framkvæmda sveitarfélaga á árinu 2017 er langt komið. Núna 1. febrúar voru opnaðar samtals 146 styrkbeiðnir frá 34 sveitarfélögum. Mat á þeim umsóknum liggur fyrir. Alls eiga 23 sveitar-félög nú kost á alls 450 milljóna króna styrk til að tengja um 1.800 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara. Þar af á Reykhólahreppur kost á 19 milljónum króna til að tengja 76 heimili og vinnustaði.

...
Meira
Stefán Skafti Steinólfsson.
Stefán Skafti Steinólfsson.

Það má teljast furðulegt að eftir að hafa verið flengd í Hæstarétti skuli Vegagerðin þráast við og ætla að ryðjast út um nes og eyðileggja Teigsskóg, búa til enn eitt verkfræðiklúðrið og snjóagildru. Því miður með fulltingi einhverra heimamanna, oftar en ekki embættismanna sem koma og fara. Eins og segir í skýrslu Umhverfisstofnunar: Leið B mun eyðileggja Teigsskóg í núverandi mynd. Ég hvet forsvarsmenn Vegagerðarinnar til að snúa af villu síns vegar og velja þá leið sem mun verða landi og þjóð til heilla.

...
Meira

Langflestir vilja vinna nálægt heimili sínu, sé þess kostur, eða í innan við 5 til 15 mínútna ferðalengd. Mjög fáir eru tilbúnir að ferðast meira en 30 mínútur daglega til vinnu, jafnvel þó svo að um draumastarf væri að ræða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsóknum á ferðamynstri og vinnusóknarsvæðum. „Á Norðurlöndunum er notast við skattaafslátt á akstri fólks til vinnu, þegar það þarf að ferðast meira en 20 km til vinnu. Það er gert til þess að reyna að styðja við dreifðari byggðir. Hér sé slíkur skattaafsláttur ekki til staðar og því ljóst að það er dýrt fyrir fólk að keyra langar vegalengdir til vinnu hérlendis.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30