Tenglar

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) eru að undirbúa mælingar á jarðvarmageyminum á Reykhólum í komandi viku (6.-10. febrúar). Heitasta vatnið streymir þannig ekki niður í Þörungaverksmiðju og þar með myndast þrýstingur á kerfinu nálægt holum. Þess vegna er hætta á að pípur, kranar og hús geti verið heitari en vant er. Hitinn á Reykhólum er hærri en 100°C. Ef örlítið gat kemur á rör, þá er hætta á að út spýtist sjóðandi heitt vatn. Íbúar eru því beðnir um að hafa varann á og fylgjast með börnum og gestum.

...
Meira

Sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa sl. ár unnið saman að svæðisskipulagi. Nú liggur fyrir skýrsla þar sem gerð er grein fyrir forsendum á skipulagssvæðinu með tilliti til umhverfis og samfélags. Á grunni þeirra forsendna eru settar fram tillögur að viðfangsefnum, áherslum, framtíðarsýn og svæðismarki og því síðan lýst hvernig staðið verður að frekari stefnumótun og umhverfismati stefnunnar.

...
Meira

Fæðingum barna í Reykhólahreppi seinni árin og viðbrögðum vegna þeirra (startpakkarnir) eru gerð skil á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Fram eru komnar vísbendingar (án þess reyndar að það sé nefnt í Mogganum) að fólk láti ekki nægja að starta í þessum efnum heldur haldi áfram eins og Duracellkanínan.

...
Meira
1. febrúar 2017

Smíðatími færist til

Smíðatíminn sem vera átti á Reykhólum samkvæmt venju kl. 16-18.30 á morgun, fimmtudag, færist til vegna námskeiðs á vegum hreppsins og verður í staðinn kl. 14.10-16.

...
Meira
31. janúar 2017

Bændahátíð á Akureyri

Menningarhúsið Hof / bondi.is.
Menningarhúsið Hof / bondi.is.

Bændasamtökin efna til bændahátíðar í Hofi á Akureyri 3. mars. Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna með hefðbundnum aðalfundarstörfum og síðan ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn, en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti.

...
Meira
Brúni hundamítillinn / MAST-vefurinn.
Brúni hundamítillinn / MAST-vefurinn.

Fyrir skömmu var Matvælastofnun tilkynnt að brúni hundamítillinn hafi greinst á hundi. Mítill þessi er ekki ólíkur skógarmítlinum og lundamítlinum í útliti en er frábrugðinn þeim að því leyti, að hann getur farið í gegnum öll þroskastig innanhúss og alið þar allan aldur sinn. Hann getur fjölgað sér hratt við hentugar aðstæður, t.d. í hlýju íbúðarhúsnæði.

...
Meira

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2017 lausa til umsóknar. Verkefnið eða hugmyndin þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

...
Meira

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps verður opið núna á miðvikudagskvöld, 1. febrúar, kl. 20-22. Allir eru velkomnir að líta í bækur og fá lánaðar heim. Safnið er til húsa í Reykhólaskóla.

...
Meira
30. janúar 2017

Lífshlaupið 2017 að hefjast

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefnum í Lífshlaupið 2017 sem hefst á miðvikudag, 1. febrúar. Þetta er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir alla aldurshópa og kannast margir við það frá undanförnum árum. Kjörorð Lífshlaupsins er Þín heilsa - Þín skemmtun.

...
Meira
Óttarr Proppé. Mynd: Alþingi.
Óttarr Proppé. Mynd: Alþingi.
1 af 4

Fyrir nokkru var hér á Reykhólavefnum greint frá tengslum hins nýja ráðherra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur við Reykhólasveit. Í framhaldi af því fékk Óttarr Proppé, annar af hinum nýju ráðherrum, svolítinn póst frá umsjón þessa vefjar, þar sem hann var spurður út í tengsl hans við Reykhólasveit. Hann svaraði ljúflega og segir meðal annars:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30