Tenglar

19. október 2016

Ljós í skammdegi

Ennþá er unnið að framkvæmdum á svæðinu milli Barmahlíðar og Hólabúðar á Reykhólum. Fyrir nokkru var komið fyrir kastara sem varpar bleiku ljósi á minnismerki Jóns Thoroddsens og núna síðast var komið upp lágum gönguljósum þar í kring. Miklu fleiri eiga samt eftir að bætast við meðfram göngustígum á svæðinu. Myndina tók Torfi Sigurjónsson í þann mund þegar síðasta dagskíman var að hverfa af himni.

...
Meira

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti lögum samkvæmt (27. grein) til að sækja um styrki. Samlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist hún hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

...
Meira
18. október 2016

Lokað í Lyfju í Búðardal

Útibú Lyfju í Búðardal verður lokað núna á fimmtudag og föstudag (20. og 21. október) vegna árshátíðarferðar til Berlínar. Starfsfólkið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

...
Meira

Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar verður núna á miðvikudaginn, 19. október, með fund í Hnyðju, Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Þar verður kynning á starfi og stefnu Þroskahjálpar og umræður um málefni fatlaðs fólks. Allir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 16.30.

...
Meira
Reynir, Ása og Ingibjörg Birna.
Reynir, Ása og Ingibjörg Birna.

Ása og Reynir í Hólabúð á Reykhólum komu í gær færandi hendi á skrifstofu Reykhólahrepps með gjafir til Grettislaugar á Reykhólum. Hér er um að ræða alls konar dót til sundæfinga og auk þess sundboli og skýlur. „Við þökkum innilega fyrir okkur,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.

...
Meira

Mikil vinna hefur farið í fjárleitir í Múlasveit og ekki tekist að fara á öll svæðin. Þegar hafa verið lögð til í leitirnar 15 dagsverk frá Bergsveini Reynissyni leitarstjóra og hans mönnum og 30 dagsverk frá Fremri-Gufudal, auk 15 dagsverka frá bæjum á Barðaströnd. Leitir eru orðnar of erfiðar og tímafrekar vegna aukins vaxtar á gróðri á svæðinu og svæðið víðfeðmt og fáir til leitar. Stefnt er að gjaldi á landverð allra jarða í sveitarfélaginu og gjaldi á hverja veturfóðraða kind.

...
Meira
Skúli Gautason.
Skúli Gautason.

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur ákveðið að ráða Skúla Gautason í starf menningarfulltrúa Vestfjarða, en Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð lét af því starfi í síðasta mánuði. Áætlað er að Skúli komi til starfa í byrjun nóvember. Starfsstöð menningarfulltrúa verður eins og áður á Hólmavík. Skúli er leikari að mennt og þekktastur fyrir störf sín í leikhúsi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur verið helsta driffjöðrin í hljómsveitinni Sniglabandinu frá upphafi.

...
Meira

Sú breyting verður nú á viðverutíma Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð, að framvegis verður hún þar á fimmtudögum kl. 10 til 15 en ekki á mánudögum eins og verið hefur.

...
Meira
Bleika slaufan 2016.
Bleika slaufan 2016.

Bleika slaufan 2016 er komin í Hólabúð á Reykhólum. Söfnunarfé vegna sölu hennar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. „Ávinningur af endurnýjuðum tækjabúnaði er margþættur og má þar nefna minni geislun og minni óþægindi við myndatökur, aukið öryggi við greiningar og hagræði vegna lægri bilanatíðni og sparnað við viðhald tækja,“ segir á vef Krabbameinsfélags Íslands.

...
Meira
11. október 2016

Smíðavinnustofa á Reykhólum

Starfsemi í smíðavinnustofu í tré er að fara í gang á Reykhólum á vegum Félagsþjónustunnar. Rebekka Eiríksdóttir á Stað mun sjá um vinnustofuna, sem verður í smíðastofu Reykhólaskóla á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18.30. Í fyrstu verður Rebekka með efni og útskurðarhnífa en síðan getur fólk keypt verkfæri að eigin vali. Eldri borgarar ganga fyrir en annars eru allir velkomnir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30