Tenglar

Fram kom á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í gær, að birt hefur verið í Stjórnartíðindum samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Þar segir m.a. (4. grein): „Íbúar, stofnanir og fyrirtæki skulu leitast við að minnka magn úrgangs eftir föngum. Úrgang sem fellur til skal flokka þannig að unnt sé að endurnýta og endurnota sem mest og lágmarka magn úrgangs sem fer til urðunar. Óheimilt er að skilja eftir eða geyma rusl, garðaúrgang og sorp á víðavangi, götum, gangstígum eða fjörum í sveitarfélaginu. Sama á við um númerslausa bíla, vélar og önnur tæki.“

...
Meira
Andrea Kristín, Jóhannes Haukur, Jón Gísli, Sveinn, Ingibjörg Birna og Vilberg.
Andrea Kristín, Jóhannes Haukur, Jón Gísli, Sveinn, Ingibjörg Birna og Vilberg.

Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, hittust í gær á fundi í Hnyðju á Hólmavík. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin þrjú. Rætt var um eflingu brunamála, fræðslumála og félagsþjónustu og embættis byggingafulltrúa.

...
Meira
Kröpp beygja á núverandi vegi á Ódrjúgshálsi Djúpafjarðarmegin. Ljósmynd HA 2012.
Kröpp beygja á núverandi vegi á Ódrjúgshálsi Djúpafjarðarmegin. Ljósmynd HA 2012.

Vegagerðin tilkynnir hér með 19,9-22,0 km langa vegagerð á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness við norðanverðan Breiðafjörð, framkvæmd sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 með síðari breytingum um mat á umhverfisáhrifum. Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, sú sem hér er kynnt, hefur verið send Skipulagsstofnun. Stofnunin kynnir framkvæmdina og skýrsluna með auglýsingum auk þess sem hún mun liggja frammi til kynningar til 8. desember á bæjarskrifstofu Reykhólahrepps, Hótel Bjarkalundi, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

...
Meira
Loftmyndir ehf. / Morgunblaðið.
Loftmyndir ehf. / Morgunblaðið.

Vegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg við Þorskafjörð. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram, að það er ódýrasta leiðin og sú sem sveitarfélagið gerir ráð fyrir í skipulagi. Hins vegar mun hún hafa veruleg neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði. Vegurinn sem þarf að endurnýja liggur frá Bjarkalundi að Skálanesi. Er þetta 20-22 km kafli sem kemur í stað tæplega 42 km krókótts malarvegar, sem liggur meðal annars um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Nýi vegurinn á að liggja á láglendi. Er þetta síðasti kaflinn sem eftir er að endurnýja á leiðinni milli Vesturbyggðar og höfuðborgarinnar.

...
Meira
Elfar Logi Hannesson.
Elfar Logi Hannesson.

Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á fimmtudagskvöld, 27. október, og sýnir leikritið Gísla á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson, hinn kraftmikla Gretti og hápólitíska gamanleikinn Heilsugæsluna. Höfundar leiksins um Gísla á Uppsölum eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur.

...
Meira
Skjáskot úr myndskeiði með fréttinni - eftirlegukindur í auga drónans.
Skjáskot úr myndskeiði með fréttinni - eftirlegukindur í auga drónans.

Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst,“ segir hann. „Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum.“

...
Meira

Bókasafnið á Reykhólum (Héraðsbókasafn Reykhólahrepps) verður opið kl. 20-21 núna á miðvikudagskvöld, 26. október. Næsta kvöldafgreiðsla verður síðan í desember.

...
Meira
22. október 2016

Rjúpnaveiði bönnuð

Rjúpnaveiði er bönnuð í landareignum Grafar í Þorskafirði, Kinnarstaða, Berufjarðar, Skáldstaða og Hafrafells 3 í Reykhólasveit. - Landeigendur.

...
Meira
21. október 2016

Sviðaveislan í Sævangi

Veisluföng í Sævangi.
Veisluföng í Sævangi.

Árleg sviðaveisla verður haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi annað kvöld, laugardag 22. október. Á boðstólum verða heit svið, reykt og söltuð, heitar sviðalappir og sviðasulta. Í eftirrétt eru blóðgrautur, rabarbaragrautur og frómas. Skemmtiatriði, söngur og sprell verða á dagskránni og ef að líkum lætur verður spilað bingó. Veislustjóri verður hinn síkáti Bakkabóndi Árný Huld Haraldsdóttir og ræðumaður kvöldsins verður María Játvarðardóttir. Lára Guðrún Agnarsdóttir og Kristján Sigurðsson sjá um tónlistaratriði og fjöldasöng.

...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á Reykhólum vegna alþingiskosninga 29. október verður þriðjudaginn 25. október á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 14-14.45 og skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð kl. 15-16. Til stóð að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Flatey (í Frystihúsinu) yrði á morgun, fimmtudag 20. október. Á vefnum Sýslumenn kemur fram, að vegna óveðurs frestist hún um einn dag eða fram á föstudag kl. 13-14.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30