Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykhólahreppi
Fram kom á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í gær, að birt hefur verið í Stjórnartíðindum samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Þar segir m.a. (4. grein): „Íbúar, stofnanir og fyrirtæki skulu leitast við að minnka magn úrgangs eftir föngum. Úrgang sem fellur til skal flokka þannig að unnt sé að endurnýta og endurnota sem mest og lágmarka magn úrgangs sem fer til urðunar. Óheimilt er að skilja eftir eða geyma rusl, garðaúrgang og sorp á víðavangi, götum, gangstígum eða fjörum í sveitarfélaginu. Sama á við um númerslausa bíla, vélar og önnur tæki.“
...Meira