Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi
Ef þessi tollasamningur gengur fram óbreyttur mun það valda mikilli byggðaröskun í landinu. Þetta mun ekki bara bitna á þeim bændum sem þarna eiga í hlut, heldur hefur þetta áhrif á svo margt annað sem fylgir þessari atvinnustarfsemi í hliðargreinum í landbúnaðargeiranum. Ég held að menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skera í raun og veru upp herör gagnvart byggð í landinu, sem verið er að gera með þessum tollasamningi. Það er verið að ógna byggð um landið með þessum samningi. Það er með ólíkindum að þetta eigi að fara sisona í gegn, án þess að afleiðingar af þessum samningi verði skoðaðar ofan í kjölinn.
...Meira