Hverjir kannast við bólustreymi?
„Við erum að aðstoða Hrönn Egilsdóttur hjá Háskóla Íslands, sem rannsakar súrnun sjávar við Ísland,“ segir Jón Einar Jónsson líffræðingur, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. „Leitað er að stöðum þar sem koltvísýringsgas flæðir af hafsbotni og birtast þá loftbólur upp úr sjónum, stöðugt streymi eða loftbólur á stangli. Í Breiðafirði eru heimildir um þessi svokölluðu bólustreymi, sérstaklega norðanmegin. Við spyrjum: Kannast menn við staði þar sem loftbólur birtast upp úr sjó?“
...Meira