Tenglar

Dróninn virðir gaumgæfilega fyrir sér manninn sem tók myndirnar.
Dróninn virðir gaumgæfilega fyrir sér manninn sem tók myndirnar.
1 af 2

Eins og einhverjir hafa orðið varir við er Reynir kaupmaður í Hólabúð kominn með dróna, sem hann hefur verið að prófa sig áfram með bæði í gær og í dag. Tækið er kínversk framleiðsla af gerðinni DJI Phantom 4 með myndavél (bæði kyrrmyndir og myndskeið) og hljóðnema. Einfalt er að láta tökuvélina senda beint inn á netið þannig að hægt er að sjá í beinni útsendingu það sem hún sér, til dæmis gegnum Facebook. Drónanum er stjórnað með snertiskjá og stýripinnum og jafnframt er hægt að láta hann fylgja húsbónda sínum í ákveðinni hæð og fjarlægð án frekari stýringar.

...
Meira
Rjúpur / Wikipedia.
Rjúpur / Wikipedia.

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2016 er lokið. Mikill munur var á stofnbreytingum milli ára eftir landshlutum. Eindregin fækkun var frá Skagafirði og austur um til Suðausturlands. Í öðrum landshlutum voru niðurstöður misvísandi eftir talningasvæðum og fuglum ýmist fækkaði eða fjölgaði á milli ára. Reglubundnar sveiflur í stofnstærð sem taka 10 til 12 ár hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005 og er nú mun styttra milli hámarka en áður. Í sögulegu samhengi er rjúpnafjöldinn 2016 alls staðar undir meðallagi.

...
Meira
Setustofa í Heimalandi í Landsveit.
Setustofa í Heimalandi í Landsveit.

Sumarferð Breiðfirðingafélagsins þetta árið verður helgina 24.-26. júní og verður farið að Heimalandi í Landsveit. Fyrsta kvöldið verður komið saman í salnum, spjallað og sagðir brandarar. Fólk hafi með sér gítar eða harmoniku. Á laugardeginum verður farið á eigin bílum (fólk getur sameinast í bíla) í skoðunarferð að Seljalandsfossi, Gljúfrabúa, Þorvaldseyri og Skógafossi og á safnið í Skógum undir Eyjafjöllum. Um kvöldið verður kveikt upp í grillinu og síðan skemmtir mannskapurinn sér fram eftir nóttu. Menn nesta sig sjálfir að öðru leyti en því, að félagið annast grillveisluna, sem er innifalin í þátttökugjaldinu.

...
Meira
4. júní 2016

Af hverju Píratar?

Þorgeir Pálsson.
Þorgeir Pálsson.

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar, segir Þorgeir Pálsson á Hólmavík í upphafi greinar sem hann sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Hann tilgreinir síðan þessar tvær spurningar og svarar þeim, en þær eru Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? og Hverjir eru Píratar? Síðan spyr Þorgeir í niðurlagsorðum: Veist þú, kæri kjósandi, hvað fyrri spurningin hefur kostað okkur sem samfélag, í milljörðum, milljörðum króna? Hugleiddu allt það sem hefði verið hægt að gera fyrir þá fjármuni!

...
Meira
3. júní 2016

Tilkynning um sumarfrí

Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingafulltrúi Reykhólahrepps, verður í sumarfríi næstu tvær vikur. Viðvera hans á skrifstofunni á Reykhólum fellur því niður næstu tvo mánudaga.

...
Meira
María Maack.
María Maack.

Í lóðinni minni á Reykhólum er undirlagið aðallega kísilhrúður sem hefur myndast við hveri. Ef nú stendur til að fá rósarunnana til að blómstra, trén til að vaxa og mynda skjól og sumarblómin til að dafna, þarf að efla jarðveginn svo hann næri betur gróðurinn og haldi betur vatni. Moldin heldur næringarefnum sem gróður nýtir sér við vöxt og viðhald.Ég bý til mold úr afgöngum eldhússins, skít og þörungamjöli. Ég sem sé jarðgeri lífrænan úrgang.

...
Meira

Nemendafélag Reykhólaskóla hefur um áraraðir selt pappír (til mismunandi nota) og fleira smálegt í fjáröflunarskyni. Stefnt er að söluferð eftir miðjan þennan mánuð og getur sumarbústaðafólk auk þess pantað heimsendingu. „Endilega styrkið heimakrakkana sem eru að fara til Danmerkur í haust,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi. - Varningurinn og verðið:

...
Meira

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 14. apríl 2016 að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Á athafnasvæði við ferjuhöfn í Flatey er komið fyrir fjórum byggingarlóðum. Skilgreind er lóð fyrir gamlan geymsluskúr sem stendur vestan við fiskvinnsluhús, vatnstank, olíutank, fjarskiptamastur og lóð undir nýbyggingu norðaustast á svæðinu. Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð og rafstöðvarhús í Flatey, sem samþykkt var 20. október 2000.

...
Meira

Núna á laugardag, 4. júní, gerir Þjóðskrá Íslands kjörskrárstofn vegna komandi forsetakosninga. Af því tilefni er minnt á, að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi á morgun, föstudaginn 3. júní, eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

...
Meira
Séð yfir hluta Reykhólaþorps, kirkjan vinstra megin. Ljósm. ÁG.
Séð yfir hluta Reykhólaþorps, kirkjan vinstra megin. Ljósm. ÁG.

Ferðafólki sem hafði gert sig heimakomið í kirkjunni á Reykhólum núna fyrir helgina, eldað þar og gist, var vísað út þegar þetta kom í ljós morguninn eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn gista í kirkjunni til að koma sér undan því að borga fyrir gistingu á svæðinu. Framvegis verður kirkjan höfð læst. Frá þessu er greint á fréttavefnum visir.is. Þar segir einnig meðal annars:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30